Slóvenía: Seðlabankastjórinn hafnar samanburði við Kýpur - Slóvenar geti bjargað sér sjálfir
Marko Kranjec, seðlabankastjóri Slóveníu, sagði fimmtudaginn 28. mars að ekki mætti líkja bankakerfi landsins við bankana á Kýpur og Slóvenar þyrftu ekki á neinu neyðarláni að halda. Slóvenar hafa glímt við efnahagsvanda og átt í erfiðleikum með að fjármagna banka landsins. Kranjec bendir áð stærð...
Kýpur: Bankar opnaðir án áhlaups á þá - mikið fé hefur verið flutt rafrænt úr landi
Ioannis Kasoulides, utanríkisráðherra Kýpur, segir að reglur um höft á úttektum á fé, millifærslum og flutningi á reiðufé til og frá Kýpur kunni að gilda í mánuð. Höftunum verði aflétt stig af stigi. BBC segir að yfirlýsing ráðherrans stangist á við fyrri yfirlýsingar um að haftareglurnar muni aðeins gilda í nokkra daga.
Grikkland: Benzínsprengjum kastað að hraðbönkum Kýpurbanka í morgun
Árás var gerð á útibú Kýpurbanka í Volos í miðhluta Grikklands í morgun. Árásarmenn köstuðu tveimur benzínsprengjum að tveimur hraðbönkum bankans. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn þannig að ekki varð frekara tjón. Enginn slasaðist. Lögreglan rannsakar málið. Frá þessu segir ekathimerini.
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði ráðleggur Pólverjum að standa utan við evruna. Hann segir á bloggi: Hugsið um Spán, Írland og nú Kýpur. Þurfum við frekari vitna við um að evran er gildra, sem getur skilið ríki eftir með enga góða kosti? Frá þessu segir euobserver.
DT: Myntbandalagið er ógnun við eignir fólks
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í London segir að engin björgun felist í aðgerðum ESB/AGS/SE á Kýpur. Það sé ekki verið að draga úr skuldum lýðveldisins Kýpur.
Kýpurbúar tóku opnun banka með ró-Forsetinn þakkar þjóðinni þroskaða afstöðu
Bankar á Kýpur opnuðu um kl.
Kýpurvandinn breytist í pólitískan evru-vanda
Boðað hefur verið að bankar á Kýpur verði opnir frá 12.00 til 18.00 í dag, fimmtudaginn 28. mars, í fyrsta sinn frá 15. mars. Þann tíma hefur tekið fyrir evru-ráðherrahópinn, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að brjóta niður efnahagskerfi Kýpverja sem reist hefur verið á fjármálaþjó...
Ólund forverans í garð nýrrar forystu
Það er of snemmt að meta árangurinn af stjórnmálaferli Jóhönnu Sigurðardóttur, nokkrum klukkustundum eftir að þingferli hennar lauk. Hann er á margan hátt óvenjulegur og sérstakur í stjórnmálasögunni. En það getur varla talizt ósanngirni að halda því fram, að hún hafi ekki verið sameinandi afl á vettvangi stjórnmálanna heldur fremur ýtt undir sundrungu.