Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Sunnudagurinn 31. mars 2013

«
30. mars

31. mars 2013
»
1. apríl
Fréttir

Eiffel-turninn rýmdur vegna sprengjuhótunar

Um 1.500 manns var skipað að fara úr Eiffel-turninum að kvöldi laugardags 30. mars eftir að lög­reglu barst viðvörun um að það ætti að sprengja hann í loft upp. Í blaðinu Le Parisien segir að öryggisverðir í turninum hafi einnig fengið fyrirmæli um að yfirgefa hann. Hótunin barst úr símaklefa fyrir...

Kanada: Framlag til Feneyjatvíærings mótast af Norðurslóðum

Framlag Kanada tll Feneyjatvíæringsins um húsagerðarlist árið 2014 mun mótast af Norðurslóðum að því er fram kemur í frétt á vefsíðunni eyeonthearctic. Á þessum tvíærngi er áherzlan lögð á nýjungar í húsagerð. Fimm hópar hönnuða í Kanada munu leggja fram hugmyndir, sem mótast af og laga sig að aðstæðum í Nunavut, bæði að því er varðar náttúru, veðurfar og menningu.

Ítalía: 10 „vísir“ menn aðstoða við stjórnar­myndun

Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu hefur skipað nefnd 10 „vísra“ manna til þess að aðstoða við myndun samsteypu­stjórnar áður en hann lætur af forsetaembætti í maí.

Forseti Kýpur: Ríkis­stjórn mín tók við gjaldþrota ríki

Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, gagnrýndi fyrri ríkis­stjórn og yfir­stjórn bankamála harðlega í ræðu á ráð­stefnu opinberra starfsmanna á Kýpur í fyrradag. Hann sagði að kæruleysi og rangar ákvarðanir hefðu komið Kýpur fram á brún efnahagslegs hyldýpis. Ríkis­stjórn mín tók við gjaldþrota ríki sagði forsetinn og hvatti þá, sem hefðu borið ábyrgð til að sýna einhverja sjálfsgagnrýni.

Bretland: Hnífar á lofti í Íhalds­flokknum- og beinast að Osborne

The Sunday Telegraph birtir í dag frétt þess efnis, að hnífarnir séu á lofti í innsta kjarna brezka Íhalds­flokksins og beinist að George Osborne fjármála­ráðherra. „George er vandamálið“ segir lykilmaður í Íhalds­flokknum sem talar undir nafnleynd.

Í pottinum

Reykjavíkur­bréf: Forvitnileg athugasemd um hlut Samfylkingar í síðustu ríkis­stjórn

Í Reykjavíkur­bréfi Morgunblaðsins um þessa helgi er að finna forvitnilega athugasemd. Þar segir: „Í síðustu kosningum slapp Samfylkingin ótrúlega vel. Hún átti þó jafnvel ríkari þátt í því en samstarfs­flokkurinn hvað síðasta ríkis­stjórn tók seint og veiklulega á vandamálum, sem höfðu hrannast upp.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS