Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Sunnudagurinn 7. apríl 2013

«
6. apríl

7. apríl 2013
»
8. apríl
Fréttir

Portúgal: Ríkis­stjórnin kynnir nýjar fjárlagatillögur í þágu þríeykisins

Ríkis­stjórn Portúgals hefur lagt fram tillögu að nýjum fjárlögum fyrir árið 2013 eftir að stjórnlagadómstóll landsins hafði hafnað gildandi fjárlögum.

Bernd Lucke Þýskalandi: Evran sundrar þjóðum Evrópu en sameinar ekki - það ber að brjóta upp evru-svæðið

Bernd Lucke (50 ára) stofnandi evru-andstöðu flokksins í Þýskalandi, Alternative für Deutschland (AfD), segir í samtali við The Sunday Telegraph 7. apríl að evru-samstarfið ýti nú undir sundrungu í stað samvinnu. Markmið flokksins er að höfða til þeirra 25% meðal þýskra kjósenda sem vilja Þýskaland ...

ESB-aðild Íslands: Evrópu­stofa og formaður viðræðu­nefndar Íslands taka höndum saman um kynningu á lokadögum kosningabaráttu

Nýlega var efnt til fundar í utanríkis­ráðuneytinu þar sem Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður ESB-viðræðu­nefndar Íslands, lagði á ráðin um málflutning í þágu aðildarviðræðnanna í baráttunni vegna þingkosninganna 27. apríl. Páll Vilhjálmsson skýrir frá þessu á vefsíðu sinni sunnudaginn ...

Norski Mið­flokkurinn vill úr Schengen í andstöðu við flokksforystuna

Norski Mið­flokkurinn samþykkti á landsfundi sínum að vinna markvisst að úrsögn Noregs úr Schengen-samstarfinu segir í blaðinu Nationen sunnudaginn 7. apríl. Vill flokkurinn að tekið verði eftirlit á landamærum Noregs til að stöðva erlenda glæpamenn. Þá vill flokkurinn að það sé langtímamarkmið að ef...

Lúxemborg: Fjármála­ráðherrann boðar glufu á bankaleynd

Stjórnvöld í Lúxemborg segjast tilbúin að opna glufu á reglum um bankaleynd og stuðla þannig að því að stemma stigu við að menn skjóti fé undan skatti með viðskiptum við banka í landinu.

Frakkland: Lygavefur fyrrverandi fjárlaga­ráðherra flækist enn - Hollande á í vök að verjast

Fréttir um fjármálaumsvif fyrrverandi fjárlaga­ráðherra Frakklands og skot hans undan skatti benda til þess að hann hafi verið fastur í margföldum lygavef í mörg ár, ekki aðeins um tilvist leynireiknings í Sviss heldur einnig um hve mikið fé hann hafi átt þar og hvernig honum tókst að koma því fyrir að lokum í banka í Singapúr.

Meiri ís í Eystrasalti en verið hefur í manna minnum-fimm ísbrjótar að störfum

Meiri ís er nú í Eystrasalt og Botníuflóa milli Svíþjóðar og Finnlands en verið hefur í manna minnum. Fimm ísbrjótar eru nú við störf á þessu svæði, sem hjápuðu 465 skipum í síðustu viku.

Portúgal: Niðurstaða dómstóls skapar „flókna stöðu“-kröfur um kosningar

Ríkis­stjórn Portúgals sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir neyðarfund þar sem segir að niðurstaða stjórnlagadómstóls landsins um að vissir þættir í aðhaldsaðgerðum til að uppfylla skilyrði ESB/AGS/SE fyrir lánveitingum valdi vandamálum vegna fjárlaga næsta árs og geti skaðað orðspor Portúgals á alþjóða vettvangi. Þetta kemur fram í Financial Times.

Í pottinum

Hverjir hringdu í Össur vegna Palestínu?

Össur Skarphéðinsson sagði í samtali við blað sem sent er inn á heimili í Reykjavík um helgar og ber nafn höfuðborgarinnar að hann væri stoltastur af því að hafa staðið að viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS