« 12. apríl |
■ 13. apríl 2013 |
» 14. apríl |
Risastytta afhjúpuð af Jóhannesi Páli II. páfa í Póllandi
Stærsta stytta af Jóhannes Páli II. páfa hefur verið afhjúpuð á hæð fyrir ofan pílagrímabæinn Czestochowa í suðurhluta Póllands. Hún er fimm tonn að þyngd og 13,8 metra há og sýnir páfann blessa með opinn faðm. Í bænum sem er helsti pílagrímabær Póllands er klaustrið Jasna Gora og helgimyndin Svart...
Eftir fundi Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, í Meseburg-höll, gestahúsi ríkisstjórnar Þýskalands, laugardaginn 13. apríl sögðu breskir embættismenn að leiðtogarnir tveir væru sammála um „brýna þörf“ á að auka samkeppnishæfni Evrópu og skapa meiri sveigjanl...
Cameron-fjölskyldan nýtur gistivináttu Merkel
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, dvelst laugardaginn 13. apríl í Þýskalandi með fjölskyldu sinni í gestahúsi Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Þau ræða áform Camerons um að semja að nýju um skilmála aðildar Breta að ESB. Cameron hét því í ræðu fyrr á árinu að efna til þjóðaratkvæðagreiðsl...
Vladimir Putin Rússlandsforseti leggur áherslu á að rússneski herinn sé vel vopnum búinn á norðurslóðum og í nágrenni Norðurlandanna.
ESB: Aðildarumsókn Bosníu að stöðvast?
Viðræður um aðild Bosníu að Evrópusambandinu virðast vera að stöðvast að því er fram kemur á euobserver. Aðildarumsóknarferlið hófst 2008 en nú segir Stefán Fule, stækkunarstjóri ESB að það sé að stöðvast vegna skorts á umbótum á stjórnarskrá landsins. Fule segir að þetta valdi miklum vonbrigðum.
Þýzkir þingmenn í heimsókn á Kýpur segja skerðingu innistæðna framtíðina þegar bankar lenda í vanda
Sjö manna nefnd þýzkra þingmanna hefur verið í heimsókn á Kýpur og átt fund með fjárlaganefnd þings Kýpur.
Grikkland: Námsmenn lokuðu kennara inni í 7 tíma-hótuðu að kveikja í skrifstofu rektors
Hópur námsmanna við Patra Technical College í vestur hluta Grikklands lokaði hóp kennara inni í skólanum og hélt þeim þar í sjö klukkutíma. Námsmennirnir kröfðust þess að yfirstjórn skólans segði af sér til þess að mótmæla breytingum, sem stjórnvöld í Aþenu hafa ákveðið á málefnum skólans.
Írland: Lengri lán leiða til lægri lántökukostnaðar
Á fundi fjármálaráðherra evruríkja í Dublin á Írlandi í gær var samþykkt að lengja neyðarlán til Írlands um sjö ár, sem mun draga úr lánaþörf þeirra, þegar Írland fer aftur út á alþjóðlega fjármálamarkaði á næstu misserum. Jafnframt segir Irish Times að búast megi við því að lántökukostnaður Íra á alþjóða mörkuðum verði lægri en ella.
ESB-aðildarumsóknin og versnandi hagur þjóðarinnar
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greiddi atkvæði með ESB-aðildarumsókninni á alþingi 16. júlí 2009 gerði hún grein fyrir atkvæði sínu og sagði: „Það er bjargföst skoðun mín að umsókn um aðild að ESB muni greiða götuna fyrir skjótri endurreisn íslensks efnahagslífs og fela í sér sk...
Eru stjórnarflokkarnir í feluleik?-Þeir eru horfnir úr kosningabaráttunni-Af hverju?
Hvað ætli sé orðið um stjórnarflokkana, Samfylkinguna og Vinstri græna? Þeir virðast vera horfnir úr kosningabaráttunni. Hefur einhver orðið var við þá? Helztu talsmenn Samfylkingarinnar hafa að vísu verið í útlöndum, Jóhanna í Kína, Árni Páll í Kaupmannahöfn og Össur í Brussel en öll virðast þau telja betra að heyja kosningabaráttuna þar en heima fyrir.