Sunnudagurinn 8. desember 2019

Laugardagurinn 20. apríl 2013

«
19. apríl

20. apríl 2013
»
21. apríl
Fréttir

Frakkland: Rannsókn hafin á ásökunum um fjárstuðning Gaddafis við Sarkozy

Franskir saksóknarar rannsaka nú hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um að Nicolas Sarkozy, fyrrv.

Napolitano, 87 ára, heldur áfram sem forseti Ítalíu

Giorgio Napolitano (87 ára) , forseti Ítalíu, situr áfram í embætti eftir að tveimur frambjóðendum mistókst að fá nægan stuðning meðal þingmanna til að taka við af honum. Höfðu atkvæði gengið fimm sinnum um þessa tvo frambjóðendur. Talið er ákvörðun forsetans kunni að stuðla að lausn stjórnar­kreppunnar á Ítalíu eða leiða til þingrofs og nýrra kosninga.

Euobserver: ESB vill „sameiginlegar reglur“ um fiskimið Íslendinga

Euobserver, sem er sérhæfður vefmiðill um Evrópumál víkur að samningaviðræðum Íslands og Evrópu­sambandsins og segir að viðræður um „aðlögun íslenzkra laga að Evrópu­sambandinu“ hafi verið vandræðalausar (uncomplicated) nema á einu sviði, þ.e. í sjávar­útvegsmálum. Ísland vilji halda yfirráðum yfir auð...

Danmörk: Jafnaðarmenn komnir í 15,6%-bláa blokkin með 57,8%

Stuðningur við jafnaðarmenn í Danmörku hefur ekki verið minni í 115 ár. Samkvæmt nýrri könnun Jyllandsposten njóta þeir nú stuðnings 15,6% kjósenda. Þeir hafa misst sex prósentustig í fylgi frá því í marz. Traust til Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna mælist nú 4,3 á skalanum 0-10 en var í desember 2010 sex.

Spánn: Þrjár ókeypis máltíðir á dag í skólum í Andalúsíu

Heima­stjórnin í Andalúsíu á Spáni (sósíslistar) hefur ákveðið að skóla­nemendur í fái þrjár ókeypis máltíðir á dag til þess að vinna gegn vannæringu barna og unglinga, El País segir að sex af hverjum hundrað börnum búi við fátækt og að máltíðir í skólum séu oft eina raunverulega máltíðin, sem þau fái.

Kýpur: Meðferð ESB/AGS á Kýpur eins og að drepa dúfu með kjarnorkusprengju

Christos Patsalides, ráðuneytis­stjóri í fjármála­ráðuneytinu á Kýpur, sagði á fundi með rannsóknar­nefnd, sem rannsakar nú ástæður falls bankanna á Kýpur að líkja mætti meðferð Evrópu­sambandsins og Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins á Kýpur við það að kjarnorkusprengja væri notuð til að drepa dúfu. Hann lýsti lánardrottnum Kýpur við hernámslið, sem hirti ekkert um mannréttindi.

Ítalía: Bersani ætlar að segja af sér-sundrung í Lýðræðis­flokknum vegna forsetakjörs

Lýðræðis­flokknum á Ítalíu mistókst í gær að fá Romano Prodi kjörinn nýjan forseta Ítalíu vegna sundrungar í eigin röðum. Í kjölfarið lýsti Pier Luigi Bersani, formaður flokksins því yfir að hann mundi segja af sér. Mikil andstaða var við Prodi innan þingsins og þá ekki sízt frá þingmönnum Berlusconi.

Leiðarar

Málafylgja ríkis­stjórnar Letta - misheppnuð umsókn ríkis­stjórnar Íslands

Hér á Evrópu­vaktinni var sagt frá því vikunni að Lettar sættu gagnrýni fyrir að ætla að ná til sín fé Rússa frá Kýpur. Fréttir af þessu eru óljósar en fyrir liggja upplýsingar um töluvert mikið fé í bönkum í Lettlandi frá reiknings­eigendum í Sovétríkjunum fyrrverandi þótt ekkert bendi sérstaklega til þess að streymi þessa fjár hafi aukist undanfarið frá Kýpur til Lettlands.

Í pottinum

Hvers vegna á Ísland ekki aðild að fundinum í Washington um fiskveiðar á Norðurslóðum?

Eftir rúma viku, eða 29. apríl n.k. verður haldinn fundur fimm ríkja í Washington um fiskveiðar á Norðurslóðum. Þau ríki, sem eiga fulltrúa á þessum fundi eru að sögn Barents Observer: Noregur, Kanada, Danmörk, Bandaríkin og Rússland. Markmið fundarins er að ræða fiskveiðar á þeim hafsvæðum norður a...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS