« 30. apríl |
■ 1. maí 2013 |
» 2. maí |
1. maí: Andstæðingar aðildar Íslands að ESB fjölmenntu í kröfugöngu
Andstæðingar aðildar Íslands að ESB tóku þátt í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík í dag, 1. maí. Í frétt vefsíðunnar neiesb.is segir að um 100 manns úr hópi andstæðinga aðildar hafi tekið þátt og báru m.a. kröfuspjöld sem á stóð: Nei við ESB. Einn þeirra, sem þátt tóku í göngunni undir merkj...
Veist að forsætisráðherra Dana og borgarstjóra Kaupamannahafnar á 1. maí fundum
Helle Thorning-Schmidt, forsætiráðherra Dana, var púuð niður þegar hún flutti 1. maí-ræðu í Árósum og reyksprengju og eggjum var kastað að flokksbróður hennar, jafnaðarmanninum Frank Jensen, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, þegar hann flutti ræðu sína í höfuðborginni. Einn maður var handtekinn fyrir að...
„Innsti kjarni Evrópusambandsins er að leysast upp,“ segir Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands 1998 til 2005, í grein sem birtist miðvikudaginn 1. maí á vegum Project Syndicate og vísar þar til evru-kreppunnar og hve illa var staðið að viðbrögðum evru-ráðherrahópsins vegna vandans á Kýpur...
Líkur á að Slóvenar þurfi á neyðarláni að halda frá þríeykinu (SEB/SE/AGS) hafa aukist eftir að matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfismat Slóveníu. Hin neikvæða einkunn varð til þess að slóvenska ríkið hætti við sölu skuldabréfa sem talið var að kynni að gefa því 2,2 milljarða evra í aðra hönd.
Kýpur: Fyrrverandi forseti heldur fast í forsetabílinn-forsetinn á biluðum bílum
Fyrrverandi forseti Kýpur Demetris Christofias heldur fast í forsetabílinn, sem hann hefur enn ekki skilað að því er fram kemur í Cyprus-Mail. Það var dagblaðið Alithia á Kýpur, sem upplýsti málið og sagði að þegar forsetinn lét af embætti í febrúar hafi hann haldið Mercedes-Benz bifreið, sem er sérútbúin og hefur verið forsetabíll númer eitt.
Aþena: Gullna Dögun ætlar að gefa mat á morgun-borgarstjóri ætlar að stöðva gjafirnar
Gullna Dögun, gríski nýnazistaflokkurinn, ætlar að deila út matargjöfum á Syntagma-torgi í Aþenu á morgun, fimmtudag. Framundan eru páskar í Grikklandi og er þetta endurtekning á matargjöfum, sem flokkurinn stóð fyrir fyrir framan þinghúsið í Aþenu á síðasta ári. Skilyrði fyrir matargjöfum var að fólk gæti sýnt fram á að uppruni þess væri grískur.
Grikkland: Yfir 9000 lífeyrisgreiðslur á fölskum forsendum?
Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að lífeyrir sé greiddur til 9371 eintaklings, ekkna og ógiftra dætra látinna opinberra starfsmanna, sem kunni að vera grunsamlegur. Embættismenn hafa unnið að því að yfirfara þessar lífeyrisgreiðslur.
Bretland: Tapar Íhaldsflokkurinn þriðjungi fylgis í sveitarstjórnarkosningum á morgun?
Kannanir benda til að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi kunni að tapa um þriðjungi af kjósendafylgi sínu í sveitarstjórnarkosningum á morgun, fimmtudag, til Ukip (United Kingdom Independence Party). Þetta mundi þýða að flokkurinn tapaði mörg hundrum sætum í sveitarstjórnum. Fyrir fjórum árum fékk Íhaldsf...
Víðtækt verkfall í Grikklandi-1000 lögreglumenn á ferð í Aþenu
Víðtækt sólarhrings verkfall skall á í Grikklandi í morgun að frumkvæði tvegga stórra verkalýðssamtaka opinberra starfsmanna og starfsmanna í einkageiranum. Verkfallið verður til þess að lestarferðir og ferjuferðir hafa stöðvast og starfsfólk á spítölum hefur gengið út.
Þetta er fyrirheitna land aðildarsinna
Kreppan í Evrulandi er að skýrast mjög þessa dagana. Hún er fólgin í gífurlegu atvinnuleysi á ESB svæðinu öllu en þó sérstaklega í Suður-Evrópu. Þetta atvinnuleysi og þar með tekjumissir hefur leitt af sér stórfelld vandamál í daglegu lífi fólks.
Væri þetta fýsilegur kostur fyrir Samfylkinguna?
Svo virðist sem sjálfstæðismenn séu eitthvað móðgaðir út í Sigmund Davíð fyrir að tala við fleiri flokka en þá eftir að hann fékk umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar. Þeir segjast alveg eins geta talað við vinstri flokkana um stjórnarsamstarf eins og Framsóknarflokkurinn. Ætli það sé rétt?