Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Fimmtudagurinn 2. maí 2013

«
1. maí

2. maí 2013
»
3. maí
Fréttir

Draghi lofar stöðugu peningastreymi úr SE

Mario Draghi, forseti stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE), hét því fimmtudaginn 2. maí að sjá bönkum fyrir eins miklu handbæru fé og þyrfti til að þeir gætu stundað lánsviðskipti á evru-svæðinu þrátt fyrir skuldakreppuna. Þetta kom fram hjá Draghi þegar hann tilkynnti ákvörðun banka­stjórnar­innar um að ...

Kýpverjar selja kínverskum fasteignakaupendum búsetuleyfi

Kýpverjar voru áberandi á nýlegri fasteignakynningu í Peking. Um 70 erlendir þátttakendur voru á sýningunni. Kýpverjar voru fjölmennastir, 18 komu frá Miðjarðarhafseyjunni. Þeir buðu ekki aðeins fasteign til sölu heldur einnig búseturétt. Innflytjendalöggjöf á Kýpur var nýlega breytt.

Stefnir í orkukreppu í ESB takist ekki að laða að fjárfesta

Nauðsynlegt er að fjárfesta fyrir 1.000 milljarða evra fyrir lok þessa áratugar eigi Evrópu­sambandið að komast hjá orkukreppu. Þetta er niðurstaða í skýrslu sem samin hefur verið af lávarða­deild breska þingsins eftir átta mánaða rannsókn. Í skýrslunni segir að stórir fjárfestar haldi að sér höndum ...

Barnaby leysir gátuna er vinsælasti leikni sjónvarpsþátturinn í Danmörku

Í The Daily Telegraph (DT) í London þykir fréttnæmt fimmtudaginn 2. maí að sjónvarpsþættirnir með lög­reglumanninum Barnaby í Midsomer Murders séu vinsælustu leiknu þættirnir í dönsku sjónvarpi. Danir vilji horfa á „létta“ sakamálaþætti frekar en hina „þungu“ norrænu þætti eins og Forbrydelsen, Glæpi...

Enrico Letta segir atvinnuleysi ungs fólks „martröð“ - vill gott samstarf við ESB - er lofað „sveigjanleika“

„Ég er bjartsýnni þegar ég sný aftur til til Rómar en þegar ég hélt þaðan,“ sagði Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítala, á blaðamannafundi að morgni fimmtudags 2. maí í Brussel eftir fundi með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar ESB. „Á leið...

Slóvenía heldur fast við útboð á skulda­bréfum þrátt fyrir ákvörðun Moody´s um rusl­flokk

Slóvenar ætla að halda fast við útboð á skulda­bréfum, þrátt fyrir að Moody´s hafi sett skulda­bréf Slóveníu í rusl­flokk að því er fram kemur á euobserver. Útboðinu var frestað skömmu áður en tilkynning var birt frá Moody´s. Atvinnuleysi í Slóveníu er nú 13,5%.

Svíþjóð: 22 þúsund sóttu um 400 störf í námum í Kiruna

Þegar sænskt námu­fyrirtæki í Kiruna í Norður-Svíþjóð auglýsti 400 störf laus vegna opnunar á þremur námum bárust um 22 þúsund umsóknir. Atvinnuleysi í Svíþjóð var komið í 8,8% í apríl, sem þýðir að um 448 þúsund Svíar eru án atvinnu. Frá þessu segir Barents Observer.

Aþena: Lög­regla notaði táragas í morgun á liðsmenn Gullnar Dögunar

Lög­regla notaði táragas í morgun til þess að koma í veg fyrir að liðsmenn Gullnar Dögunar, nýnazista­flokksns, dreifðu matargjöfum til fólks á Syntagma-torgi í Aþenu. Giorgos Kaminis, borgar­stjóri í Aþenu bendir á að borgin sjái um 9000 einstaklingum fyrir mat dag hvern í svo­nefndum súpueldhúsum.

Forseti Írlands: Evrópa stendur frammi fyrir siðferðilegri kreppu ekki síður en efnahagslegri

Michael D Higgins, forseti Írlands hefur nú í fyrsta skipti haft bein afskipti af ágreiningsmálum á evru­svæðinu og gagnrýnt leiðtoga Evrópu­ríkjanna og Seðlabanka Evrópu. Hann sagði að það hefði verið til mikilla hagsbóta ef skuldir banka og skuldir ríkja hefðu verið skildar að, sem forsetinn sagði að ESB-ríkin hefðu skuldbundið sig til fyrir ári. Það hefði skapað svigrúm og möguleika á hagvexti.

DT: Holland stefnir í vítahring skuldsetningar og verðhjöðnunar

Holland stefnir í vítahring skuldsetninga og verðhjöðnunar segir Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptarit­stjóri Daily Telegraph í blaðinu sínu í dag og lýsir stöðunni á evru­svæðinu á þann veg að þar standa yfir hægfara kæfing á efnahagslífi evruríkjanna.

Leiðarar

Nýjar áherslur í ESB-umræðunum

Eitt af því sem málsvarar ESB-aðildar Íslands hafa forðast að ræða er framtíð Evrópu­sambandsins sjálfs og hvernig mönnum þar á bæ tekst að hrinda í framkvæmd áformum sem þeir segja sjálfir að séu óhjákvæmileg til að sambandið dafni eða jafnvel haldi lífi. Fyrir þremur árum höfðu ráðamenn í ESB-löndunum oft á orði að samstarf ríkjanna risi oft hæst þegar á það reyndi.

Í pottinum

Hvítbók um baktjaldamakkið við ESB

Eitt af því sem ný ríkis­stjórn þarf að gera er að gefa út eins konar hvítbók um það sem hefur gerzt í samskiptum fráfarandi ríkis­stjórnar og Evrópu­sambandsins. Þótt formleg skjöl og upplýsingar hafi verið birt á vefsíðu utanríkis­ráðuneytis er það sem raunverulega hefur farið fram í samskiptum íslenzkra stjórnmálamanna og embættismanna hulið leynd.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS