Portúgal: Nýjar aðhaldsaðgerðir boðaðar til að svara kröfum þríeykisins
Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgals, kynnti föstudaginn 3. maí ýmsar aðhaldsaðgerðir til að draga úr ríkisútgjöldum til þess að koma til móts við alþjóðlega lánadrottna. Meðal ráðstafana er að hækka eftirlaunaaldur úr 65 í 66 ár auk ráðstafna til að tryggja hag verst settu eftirlaunaþeganna. ...
Meirihluti Þjóðverja ber enn traust til evrunnar - rúmlega þriðjungur vill evru-andstæðinga á þing
Meirihluti Þjóðverja ber enn traust til evrunnar en rúmlega þriðjungur fagnar að til sögunnar komi stjórnmálaflokkur sem lýsi andstöðu við hina sameiginlegu mynt.
Framkvæmdastjórn ESB telur að efnahagslægð og samdráttur muni ríkja á evru-svæðinu á þessu ári. Efnahagsástandið versnar í stað þess að batna eins og áður hefur verið gefið til kynna.
Gerðu sér ekki grein fyrir áhrifum afskrifta skulda Grikkja á Kýpur
Vassos Shiarly, fyrrum fjármálaráðherra Kýpur segir að hvorki bankar né ríkisstjórn hafi gert sér grein fyrir að hve miklu leyti afskriftir á skuldum Grikkja gætu skaðað Kýpur og gátu ekki gripið til aðgerða til þess að takamarka þær afleiðingar. Þetta kom fram í vitnisburði Shiarly á opnum fundi sérstakrar rannsóknarnefndar, sem kannar ástæður bankahrunsins á Kýpur.
Írland: Bankar skila lækkun stýrivaxta ekki til viðskiptavina með breytilega vexti
Irish Times segir í morgun, að bankar skili lækkun stýrivaxta ekki áfram til þeirra viðskiptavina sinna, sem eru með fasteignalán með breytilegum vöxtum, einungis til þeirra, sem eru með vexti sem tengjast stýrivöxtum hverju sinni (tracker mortgage). Um 400 þúsund fasteignaeigendur á Írlandi eru með...
DT: Lækkandi ávöxtunarkrafa á þýzk ríkisskuldabréf vísbending um verðhjöðnun og kreppu
Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti í gær úr 0,75% í 0,5%. Daily Telegraph segir að í kjölfarið hafi ávöxtunarkrafan á 10 ára þýzk ríkisskuldabréf farið niður í 1,16% sem sé vísbending um að verðhjöðnun geti verið framundan og þar með raunveruleg kreppa. Mario Draghi, aðalbankastjóri SE sagði að...
Bretland: Ukip með 26% atkvæða skv. fyrstu tölum
Fyrstu tölur úr sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi, sem fram fóru i gær benda til þess að Ukip (United Kingdom Independence Party) hafi unnið stórsigur og fái um 26% atkvæða. Þó er ljóst að þetta er byggt á fyrstu tölum en megintalningin fer fram í dag.
Viljinn til samstöðu og samstarfs verður meiri, þegar ESB er komið út úr myndinni
Það eru vísbendingar hér og þar um að hinir raunsærri í hópi aðildarsinna geri sér grein fyrir því að bezt fari á því að leggja aðildarumsóknina að ESB til hliðar og stöðva þær viðræður, sem staðið hafa yfir.
Málefnalegt uppgjör framundan innan VG
Augljóst er að mikill darraðardans er framundan innan Samfylkingarinnar vegna kosningaúrslitanna en grein eftir Hjörleif Guttormsson í Morgunblaðinu í dag er vísbending um að búast megi við einhvers konar málefnalegu uppgjöri innan VG líka. Hjörleifur segir: "Forysta VG hefur við engan að sakast nema sjálfa sig vegna fylgistaps í nýafstöðnum kosningum og kom þó fleira til en ESB-umsóknin.