Rússar hafa ákveðið að veita Kýpverjum lengri greiðslufrest á 2,5 milljarða evru láni. Þeir hafa einnig lækkað vexti á láninu.
Svíþjóð: Aðeins 9,6% vilja taka upp evru
Traust í garð ESB minnkar verulega í Svíþjóða. Aldrei hafa færri, aðeins 9,6%, lýst stuðningi við að evran verði tekin upp sem mynt í Svíþjóð.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að staða grískra ríkisfjármála hafi batnað þrátt fyrir mikla skuldir. Nauðsynlegt sé að herða aðgerðir gegn skattsvikum.
Ungverjaland: Orban þykir ekki taka nógu fast á gyðingahöturum
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í ræðu á þingi Alþjóðasambands gyðinga í Búdapest að ríkisstjórnin sýndi gyðingahatri „enga miskunn“. Þátttakendur í þinginu tóku lítið mark á ráðherranum og sögðu að honum og stjórn hans hefði mistekist í glímunni við Jobbik-flokkinn sem skipar ...
Svíþjóð: Stuðningur við evru 9%-við sameinaða Evrópu 11%
Ný könnun, sem birt er í Svíþjóð í dag, mánudag, sýnir að stuðningur við evruna er komin niður í 9%. Sama könnun bendir til minnkandi stuðnings Svía við hugmyndina um að þróa Evrópusambandið í átt til eins konar Bandaríkja Evrópu en einungis 11% telja það góða hugmynd.
Fulltrúar NATÓ á ferð í Norður-Noregi-funda í Tromsö í dag
Fulltrúar 28 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, aðstoðarframkvæmdastjóri bandalagsins, Alexander Vershbow og hópur háttsettra stafsmanna NATÓ munu heimsækja Tromsö í dag, mánudag, Á móti þeim taka Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs og ráðuneytisstjórinn í utanríkisráðuneytinu, Torgeir Larsen.
Noregur: Skattar verða hækkaðir á olíu- og gasiðnaði
Norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á olíu- og gasiðnaðinn en lækka þá á annan atvinnurekstur og loka fyrir möguleika alþjóðlegra fyrirtækja á að flytja hagnað af starfsemi sinni til landa, þar sem skattgreiðslur eru lægri. Þetta kemur fram í Financial Times.
Oskar Lafontaine: Verðum að hverfa frá evrunni-Suður-Evrópa mun snúast gegn þýzkum yfirráðum
Oskar Lafontaine, sem var fjármálaráðherra Þýzkalands, þegar evran var tekin upp en yfirgaf síðar jafnaðarmannaflokkinn SPD, hvetur til þess í grein á vefsíðu flokks síns, Vinstri flokksins, að horfið verði frá evrunni.
Frakkland: Mikill mannfjöldi mótmælti aðhaldspólitík á Bastillu-torgi í gær
Mikill mannfjöldi tók þátt í mótmælagöngu í París í gær að Bastillu-torgi til þess að mótmæla aðhaldspólitík franskra stjórnvalda á ársafmæli Francois Hollande í embætti forseta Frakklands.
Almanna mótmæli og sundurlyndi einkenna samskipti Evrópuríkja
Það er augljóst af öllum fréttum frá Evrópu, að það er mjög á brattann að sækja í samskiptum ríkja innan Evrópusambandsins.
Grafarþögn í pólitíkinni-en er enginn að leita að fundarstað formanna?
Nú ríkir grafarþögn í pólitíkinni. Í hinum verðandi stjórnarflokkum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, halda þungavigtarmenn að sér höndum og bíða eftir niðurstöðum úr samtölum formanna flokkanna. Þeir halda hins vegar spilunum þétt að sér og segja fátt, hvort sem er við samherja í þingflokkunum eða aðra.