Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Mánudagurinn 6. maí 2013

«
5. maí

6. maí 2013
»
7. maí
Fréttir

Rússar bæta lánskjör Kýpverja

Rússar hafa ákveðið að veita Kýpverjum lengri greiðslufrest á 2,5 milljarða evru láni. Þeir hafa einnig lækkað vexti á láninu.

Svíþjóð: Aðeins 9,6% vilja taka upp evru

Traust í garð ESB minnkar verulega í Svíþjóða. Aldrei hafa færri, aðeins 9,6%, lýst stuðningi við að evran verði tekin upp sem mynt í Svíþjóð.

AGS: Grikkjum miðar „einstaklega“ vel að minnka halla á ríkis­sjóði - barátta við „alræmd skattsvik“ misheppnuð

Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn (AGS) segir að staða grískra ríkisfjármála hafi batnað þrátt fyrir mikla skuldir. Nauðsynlegt sé að herða aðgerðir gegn skattsvikum.

Ungverjaland: Orban þykir ekki taka nógu fast á gyðingahöturum

Viktor Orban, forsætis­ráðherra Ungverjalands, sagði í ræðu á þingi Alþjóða­sambands gyðinga í Búdapest að ríkis­stjórnin sýndi gyðingahatri „enga miskunn“. Þátttakendur í þinginu tóku lítið mark á ráðherranum og sögðu að honum og stjórn hans hefði mistekist í glímunni við Jobbik-flokkinn sem skipar ...

Svíþjóð: Stuðningur við evru 9%-við sameinaða Evrópu 11%

Ný könnun, sem birt er í Svíþjóð í dag, mánudag, sýnir að stuðningur við evruna er komin niður í 9%. Sama könnun bendir til minnkandi stuðnings Svía við hugmyndina um að þróa Evrópu­sambandið í átt til eins konar Bandaríkja Evrópu en einungis 11% telja það góða hugmynd.

Fulltrúar NATÓ á ferð í Norður-Noregi-funda í Tromsö í dag

Fulltrúar 28 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, aðstoðar­framkvæmda­stjóri bandalagsins, Alexander Vershbow og hópur háttsettra stafsmanna NATÓ munu heimsækja Tromsö í dag, mánudag, Á móti þeim taka Espen Barth Eide, utanríkis­ráðherra Noregs og ráðuneytis­stjórinn í utanríkis­ráðuneytinu, Torgeir Larsen.

Noregur: Skattar verða hækkaðir á olíu- og gasiðnaði

Norska ríkis­stjórnin ætlar að hækka skatta á olíu- og gasiðnaðinn en lækka þá á annan atvinnurekstur og loka fyrir möguleika alþjóðlegra fyrirtækja á að flytja hagnað af starfsemi sinni til landa, þar sem skatt­greiðslur eru lægri. Þetta kemur fram í Financial Times.

Oskar Lafontaine: Verðum að hverfa frá evrunni-Suður-Evrópa mun snúast gegn þýzkum yfirráðum

Oskar Lafontaine, sem var fjármála­ráðherra Þýzkalands, þegar evran var tekin upp en yfirgaf síðar jafnaðarmanna­flokkinn SPD, hvetur til þess í grein á vefsíðu flokks síns, Vinstri flokksins, að horfið verði frá evrunni.

Frakkland: Mikill mannfjöldi mótmælti aðhaldspólitík á Bastillu-torgi í gær

Mikill mannfjöldi tók þátt í mótmælagöngu í París í gær að Bastillu-torgi til þess að mótmæla aðhaldspólitík franskra stjórnvalda á ársafmæli Francois Hollande í embætti forseta Frakklands.

Leiðarar

Almanna mótmæli og sundurlyndi einkenna samskipti Evrópu­ríkja

Það er augljóst af öllum fréttum frá Evrópu, að það er mjög á brattann að sækja í samskiptum ríkja innan Evrópu­sambandsins.

Í pottinum

Grafarþögn í pólitíkinni-en er enginn að leita að fundarstað formanna?

Nú ríkir grafarþögn í pólitíkinni. Í hinum verðandi stjórnar­flokkum, Framsóknar­flokki og Sjálfstæðis­flokki, halda þungavigtarmenn að sér höndum og bíða eftir niðurstöðum úr samtölum formanna flokkanna. Þeir halda hins vegar spilunum þétt að sér og segja fátt, hvort sem er við samherja í þing­flokkunum eða aðra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS