Litháenforseti fær verðlaun Karlamagnúsar fyrir Evrópuhollustu
Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, var fimmtudaginn 9. maí sæmd alþjóðlegu Karlamagnúsar-verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Aachen í Þýskalandi. Hún tileinkaði Litháum verðlaun sín. Verðlaun Karlamagnúsar voru nú veitt í 55. skipti. Grybauskaite varð fjárlagastjóri ESB eftir að Lith...
Artur Mas, forsætisráðherra Katalóníu, hefur brugðist harkalega við úrskurði stjórnlagadómstóls Spánar um að ógilda fullveldisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu.
Grikkland: Nýr stjórnmálaflokkur vill drökmu í stað evru
Nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður í Grikklandi, Drakma-fimm-stjörnu-flokkurinn. Hann sækir fyrirmynd til 5-stjörnu-hreyfingarinnar á Ítalíu sem hlaut um fjórðung atkvæða í þingkosningunum í febrúar. Flokkurinn berst gegn niðurskurði og evrunni.
Portillo snýst gegn ESB-aðild - Cameron segist berjast við tvo hópa „svartsýnismanna“
David Cameron, forsætisráðherra Breta, snerist fimmtudaginn 9. maí til varnar gegn „svartsýnismönnum“ í flokki sínum sem vilja að Bretar hverfi úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ræðu Camerons eftir að Michael Portillo, gamall þungavigtarmaður í flokknum, fetaði í fótspor Lawsons lávarðar og hvat...
Kýpur: Seðlabankastjórinn vill ekki afnema fjármagnshöftin.
Seðlabankastjóri Kýpur sagði fimmtudaginn 9. maí að nauðsynlegt væri að halda í fjármagnshöftin þar bankakerfi landsins hefði verið endurreist. Panicos Demetriades sagð seðlabankann vilja losna við höftin eins fljótt og kostur væri. Fyrst yrði hins vegar að leggja mat á hættuna á að um fjölda-útte...
Slóvenía: Ríkisstjórnin rær lífróður undan þríeykinu - Kýpur víti til að varast
Ríkisstjórn Slóveníu leggur nú lokahönd á efnahagsaðgerðir sem verða kynntar framkvæmdastjórn ESB í þeim tilgangi að stjórnin komist hjá að óska eftir neyðarláni frá þríeykinu (ESB/SE/AGS) eins og fimm evru-ríki hafa orðið að gera til þessa. Til að styrkja fjárhag ríkisins hyggst stjórnin selja ríkiseignir, leggja á „kreppu“ skatta og skera niður ríkisútgjöld.
Veðurfar á Norðurlöndum 2100 svipað og í Frakklandi nú
Um næstu aldamót getur veðurfar á Norðurlöndum verið orðið svipað og það er í Frakklandi nú að sögn Hans Tömmervik sem vinnur við rannsóknir á vegum norskrar rannsóknarstofnunar (Norwegian Institute for Nature Research). Rannsóknir sem m.a. byggjast á gervihnattamyndum sýna að gróðrartíminn á norður...
Spánn: Stjórnlagadómstóll úrskurðar sjálfstæðisyfirlýsingu svæðisþings Katalóníu ógilda
Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði í gær, miðvikudag, að viljayfirlýsing um sjálfstæði, sem samþykkt var á svæðisþingi Katalóníu, væri ógild og einskis virði. Katalóníumenn hafa nú 20 daga til þess að andmæla úrskurðinum. Artur Mas,forsætisráðherra heimastjórnar Katalóníu sagði á svæðisþinginu í gær, að Katalóníumenn mundu halda ótrauðir áfram á þeirri braut, sem þjóðin hefði markað.
Kýpur: Bankarnir ábyrgir fyrir efnahagshruninu - sagði fyrrverandi fjármálaráðherra
Charilaos Stavrakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Kýpur kom í annað sinn fyrir kýpversku rannsóknarnefndina og svaraði spurningum um hrunið á Kýpur. Hann kenndi bönkunum á Kýpur um og eftirlitsaðilum bankanna. Sjálfur sagðist hann hafa verið „leiðinlegi“ ráðherrann, sem alltaf varaði við útgjöldum. Meginástæðan fyrir hruninu á Kýpur er mikið tap bankanna sagði Stavrakis.
Grikkland: Stournaras spáir því að Grikkir sæki fé á markaði fyrir lok næsta árs
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í morgun að hann geri sér vonir um að Grikkir geti leitað út á alþjóðlega fjármálamarkaði á ný á næsta ári. Ávöxtunarkrafan á grísk ríkisskuldabréf á eftirmörkuðum hefur ekki verið lægri en nú í langan tíma og fór niður fyrir 10% í gær.
Í leiðara Morgunblaðsins fimmtudaginn 9. maí er rætt um áskorun frá samtökunum Já Ísland sem blaðið segir réttilega að ættu að kalla sig Já Evrópusambandið ef heiti þeirra endurspeglaði markmið þeirra, það er er að Ísland gangi í ESB. Í leiðaranum segir: „Nú hafa þessi samtök sent frá sér kröf...
Jón Bjarnason boðar nýjan vinstri flokk í kjölfar sameiningar Samfylkingar og VG
Umræður um endurskipulagningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna eru hugsanlega að hefjast.