Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Sunnudagurinn 12. maí 2013

«
11. maí

12. maí 2013
»
13. maí
Fréttir

Menntamála­ráðherra Breta lýsir andstöðu við óbreytta ESB-aðild - spenna vegna deilna um lög um ESB-þjóðar­atkvæða­greiðslu

Michael Gove, menntamála­ráðherra Bretland, sagði í BBC sunnudaginn 12. maí að hann mundi greiða atkvæði gegn aðild Breta að ESBe væri gengið til þjóðar­atkvæðis um málið nú. Hann sagðist hins vegar fylgja stefnu Davids Camerons forsætis­ráðherra um að semja um nýja aðildarskilmála við ESB, hafa „forys...

CDU í Þýskalandi verður að höfða til evru-andstæðinga

Ráðgjafar Angelu Merkel Þýskalandskanslara og kristilegra demókrata við mótun stefnu og aðferða vegna þingkosninganna í september 2013 hvetja til þess að snúist verði gegn ógninni sem stafar frá nýja flokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sem stofnaður var um miðjan apríl til að berjast gegn evrunni.

Karelía: Deyr vepsian út?

Á Barents­svæðinu búa þrír sérstakir þjóð­flokkar, Samar, Nenets og Vepsar, sem tala hver sitt tungumál. Vepsar hafa verið skilgreindir sem sérstakur þjóð­flokkur innan Rússlands frá aldamótunum síðustu. Þeir eru um 6000 talsins og þar af búa 4000 í Lýðveldinu Karelíu, sem er hluti af Rússlandi og liggur að austurlandamærum Finnlands. Þeir búa aðallega í litlum þorpum í dreifðari byggðum.

Bandaríkin lýsa stuðningi við endurreisn Kýpur

Utanríkis­ráðherra Kýpur, Ioannis Kasoulides, átti fund með John Kerry, nýjum utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna sl. föstudag. Meðal umræðuefna voru olíu- og gaslindir á hafsbotni á landgrunni Kýpur og segir ekathimerini, að ráherrarnir hafi verið sammála um að þessar auðlindir ættu ekki að verða tilefni til átaka heldur hvatning til samstarfs.

Bretland: Uppnám í þing­flokki Íhaldsmanna vegna stefnuræðu drottningar

Uppnám er í þing­flokki brezka Íhalds­flokksins vegna þess, að í stefnuræðu drottningar á þingi fyrir skömmu var ekki getið um ráðstafanir til þess að greiða fyrir þjóðar­atkvæða­greiðslu um afstöðu Breta til Evrópu­sambandsins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS