Gagnrýni Schäubles á hægferð framkvæmdastjórnar ESB veldur undrun og reiði ESB-embættismanns
Embættismaður framkvæmdastjórnar ESB (sem óskaði nafnleyndar) sagði við AFP-fréttastofuna föstudaginn 17. maí að gagnrýni Wolfgangs Schäubles, fjármálaráðherra Þýskalands, á framkvæmdastjórnina fyrir að bregðast of hægt við vandamálum innan ESB eins og atvinnuleysi ungs fólks væri „óskiljanleg ... o...
Bretland: Umhverfissamtök samþykkja neyslu á breskum makríl - ekki íslenskum eða færeyskum
Samtökin Marine Conservation Society's (MCS) hafa lagt blessun sína yfir að menn neyti makríls öðru hverju. Þau mæltu gegn makrílneyslu fyrr á árinu og olli ákvörðunin reiði og vonbrigðum í Skotlandi. Urðu tilmæli samtakanna til þess að stórmarkaðir í Bretlandi ákváðu að bjóða ekki markíl til sölu.
Rætt um forsætisráðherrana Tusk eða Reinfeldt sem arftaka Barrosos
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er meðal þeirra sem hafa hug á að taka við forsæti framkvæmdastjórnar ESB á árinu 2014 þegar José Manuel Barroso hverfur úr embættinu, segir Joseph Daul, formaður EPP-þingflokksins (mið-hægrimenn) í ESB. Daul segir að rætt hafi verið um Tusk sem frambjóðanda ...
Fjarvera Grænlendinga í Kiruna skapar spennu innan Norðurskautsráðsins
Grænlendingar settu fleyg í samstarfið í Norðurskautsráðinu með því að neita að sækja ráðherrafund þess miðvikudaginn 15. maí til að mótmæla að fá ekki að sitja við hlið utanríkisráðherra Dana við fundarborðið. Blaðamenn Berlingske Tidende fjalla um málið 16. maí og segja að Kanadamenn sem tóku við ...
Grikkland: SYRIZA orðinn stærsti flokkurinn
SYRIZA, bandalag vinstri manna í Grikklandi er orðinn stærsti flokkur landsins, ef marka má nýja könnun Skai, sjónvarpsstöðvarinnar og Kathimerini, gríska dagblaðsins með 28% fylgi að því er fram kemur á ekathimerini.
Edinborg: Aðsúgur gerður að Nigel Farage
Í gærkvöldi var gerður aðsúgur að Nigel Farage, leiðtoga Ukip í Bretlandi í miðbæ Edinborgar. Honum var komið í burtu í lögreglubíl eftir að um 50 námsmenn og aðgerðarsinnar úr sjálfstæðishreyfingu Skota veittust að honum.
Hollande: Evrópusambandið getur lifað án Bretlands
Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði á nær þriggja klukkutíma blaðamannafundi í gær, sem Daily Telegraph kallar maraþon blaðamannafund, að Evrópusambandið geti lifað án Breta, að Cameron, forsætisráðherra Bretland væri að taka þá áhættu að hann splundraði Evrópusambandinu og sagði að aðhaldspólitík Camerons væri misheppnuð.
Um óskiljanlega þráhyggju Samfylkingar
Eftir því sem myndin af stöðu mála í Evrópu verður skýrari verður þráhyggja og evruárátta Samfylkingarinnar óskiljanlegri. Eins og fram kom hér á Evrópuvaktinni í gær hefur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, sem er eitt virtasta viðskiptadagblað í heimi komizt að þeirri niðurstöðu að nú standi yfir í Evrópu mesta efnahagslægð frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.
Stjórnarmyndun langt komin - og ekkert fréttist!
Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru komnir langt með stjórnarmyndun sína án þess, að nokkuð sem máli skipti hafi frétzt af þeim viðræðum. Þetta er ekki lítið afrek í samfélagi nútímans. Oftast- en ekki alltaf- hafa viðræður af þessu tagi verið hriplekar. Ekki að þessu sinni.