Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Föstudagurinn 17. maí 2013

«
16. maí

17. maí 2013
»
18. maí
Fréttir

Gagnrýni Schäubles á hægferð framkvæmda­stjórnar ESB veldur undrun og reiði ESB-embættismanns

Embættismaður framkvæmda­stjórnar ESB (sem óskaði nafnleyndar) sagði við AFP-fréttastofuna föstudaginn 17. maí að gagnrýni Wolfgangs Schäubles, fjármála­ráðherra Þýskalands, á framkvæmda­stjórnina fyrir að bregðast of hægt við vandamálum innan ESB eins og atvinnuleysi ungs fólks væri „óskiljanleg ... o...

Bretland: Umhverfis­samtök samþykkja neyslu á breskum makríl - ekki íslenskum eða færeyskum

Samtökin Marine Conservation Society's (MCS) hafa lagt blessun sína yfir að menn neyti makríls öðru hverju. Þau mæltu gegn makrílneyslu fyrr á árinu og olli ákvörðunin reiði og vonbrigðum í Skotlandi. Urðu tilmæli samtakanna til þess að stór­markaðir í Bretlandi ákváðu að bjóða ekki markíl til sölu.

Rætt um forsætis­ráðherrana Tusk eða Reinfeldt sem arftaka Barrosos

Donald Tusk, forsætis­ráðherra Póllands, er meðal þeirra sem hafa hug á að taka við forsæti framkvæmda­stjórnar ESB á árinu 2014 þegar José Manuel Barroso hverfur úr embættinu, segir Joseph Daul, formaður EPP-þing­flokksins (mið-hægrimenn) í ESB. Daul segir að rætt hafi verið um Tusk sem frambjóðanda ...

Fjarvera Grænlendinga í Kiruna skapar spennu innan Norðurskautsráðsins

Grænlendingar settu fleyg í samstarfið í Norðurskautsráðinu með því að neita að sækja ráðherrafund þess miðvikudaginn 15. maí til að mótmæla að fá ekki að sitja við hlið utanríkis­ráðherra Dana við fundarborðið. Blaðamenn Berlingske Tidende fjalla um málið 16. maí og segja að Kanadamenn sem tóku við ...

Grikkland: SYRIZA orðinn stærsti flokkurinn

SYRIZA, bandalag vinstri manna í Grikklandi er orðinn stærsti flokkur landsins, ef marka má nýja könnun Skai, sjónvarpsstöðvarinnar og Kathimerini, gríska dagblaðsins með 28% fylgi að því er fram kemur á ekathimerini.

Edinborg: Aðsúgur gerður að Nigel Farage

Í gærkvöldi var gerður aðsúgur að Nigel Farage, leiðtoga Ukip í Bretlandi í miðbæ Edinborgar. Honum var komið í burtu í lög­reglubíl eftir að um 50 námsmenn og aðgerðarsinnar úr sjálfstæðis­hreyfingu Skota veittust að honum.

Hollande: Evrópu­sambandið getur lifað án Bretlands

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði á nær þriggja klukkutíma blaðamannafundi í gær, sem Daily Telegraph kallar maraþon blaðamannafund, að Evrópu­sambandið geti lifað án Breta, að Cameron, forsætis­ráðherra Bretland væri að taka þá áhættu að hann splundraði Evrópu­sambandinu og sagði að aðhaldspólitík Camerons væri misheppnuð.

Leiðarar

Um óskiljanlega þrá­hyggju Samfylkingar

Eftir því sem myndin af stöðu mála í Evrópu verður skýrari verður þrá­hyggja og evruárátta Samfylkingar­innar óskiljanlegri. Eins og fram kom hér á Evrópu­vaktinni í gær hefur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, sem er eitt virtasta viðskiptadagblað í heimi komizt að þeirri niðurstöðu að nú standi yfir í Evrópu mesta efnahagslægð frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Í pottinum

Stjórnar­myndun langt komin - og ekkert fréttist!

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru komnir langt með stjórnar­myndun sína án þess, að nokkuð sem máli skipti hafi frétzt af þeim viðræðum. Þetta er ekki lítið afrek í sam­félagi nútímans. Oftast- en ekki alltaf- hafa viðræður af þessu tagi verið hriplekar. Ekki að þessu sinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS