Ísland í augum sænska varnarmálaráðuneytisins
Í nýrri skýrslu um öryggismál sem sænska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér er kafli um Ísland bls.
Spænskir sérsveitarmenn verða sjálfir að kaupa skotheld vesti
Margir liðsmenn í sérsveit lögreglunnar á Spáni verða að borga allt að 1.000 evrum hver fyrir öryggisbúnað eins og skotheld vesti og varnarfatnað vegna skorts á opinberum fjármunum. Lögreglumennirnir hafa skyldu til að takast á við hættuleg verkefni eins og vopnuð rán og árásir. José Maria Benito C...
Þýska: 63 stafa orð hverfur úr lagasafninu
Þjóðverjar hafa orðið frægir fyrir að búa til löng samsett orð. Nú hafa þeir tapað hinu lengsta úr lifandi máli sínu.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sagði að morgni mánudags 3. júní, fjórða dags mótmæla gegn stjórn hans, að ekki ætti að líta á mótmælin sem upphaf „tyrknesks vors“ og vísaði þar til þess að upplausn í landinu yrði ekki á sama veg og í Túnis, Egyptalandi og Líbíu, arabalanda við suð...
Samkomulag hefur tekist milli fulltrúa ESB-þingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um tvær veigamiklar breytingar á Schengen-samstarfinu. Í fyrsta lagi um eftirlit með framkvæmd einstakra ríkja á Schengen-reglum til að hindra innri landamæravörslu í andstöðu við þær.
Lissabon: AGS! Burt með ykkur!-hrópuðu um 15 þúsund mótmælendur
Talið er að um 15 þúsund manns hafi safnast saman fyrir utan skrifstofur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Lissabon um helgina og hrópað: AGS! Burt með ykkur! Auk mótmæla í Lissabon um helgina komu þúsundir mótmælenda saman á götum evrópskra borga svo sem í Frankfurt og Madrid. Í Frankfurt beindust mótmælin að höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu og Deutsche Bank, sem er skammt frá.
Skotland: 60% ungmenna vilja áfram samband við England
Mikill meirihluti ungs fólks í Skotlandi er andvígt sjálfstæði Skotlands. Þetta kemur fram í könnun, sem The Scotsman segir frá. Könnunin nær til ungs fólks, sem er ekki komið með kosningarétt. Hún sýnir að um 60% á aldrinum 14-17 ára vilja halda áfram sambandinu við England en 21% vilja sjálfstæði. Um 18,8% hafa ekki tekið afstöðu.
Lettland: Stórsigur evruandstæðinga í sveitarstjórnarkosningum
Stjórnmálaflokkar í Lettlandi, sem hafa efasemdir um upptöku evru á næsta ári unnu mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningum þar sl. laugardag, sem ýtir undir þá skoðun að sögn Wall Street Journal að mikil andstaða sé við evruna í landinu. Kosningabandalag undir forystu flokks sem WSJ kallar Harmony Center fékk 58,5% atkvæða í Riga.
Evrusvæðið: 20% samdráttur í millibankalánum á síðasta fjórðungi 2012
Mikill samdráttur varð í millibankalánum á evrusvæðinu á síðasta fjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í Daily Telegraph. Lánveitendur í þeim löndum evrusvæðisins, sem lánað hafa til landanna, sem lent hafa í erfiðleikum hafa dregið úr lánveitingum til þeirra sömu landa.
Evrópa er eins og risastórt fen-lífshagsmunamál að þvælast ekki út í það
Þegar horft er yfir sögu Evrópu, þó ekki sé nema síðustu 400-500 ár verður ljóst að þetta er fyrst og fremst stríðssaga. Það má velta því fyrir sér, hvort mörg dæmi eru um það annars staðar í heiminum, að nágrannar komi sér svona illa saman. Lykilleikendur eru yfirleitt þeir sömu, þótt staða þeirra hafi verið misjöfn í gegnum tíðina.
Verður ríkissjóðshallinn árið 2013 alls 50 milljarðar en ekki 4 eins Jóhanna sagði?
Meðal þess sem blasir við ráðherrum í nýrri ríkisstjórn er enn meiri halli á ríkissjóði en spáð hafði verið.
Hverjir vinna að mati á stöðu aðildarviðræðna og þróun ESB?
Í gær upplýsti Sigmundur Davið Gunnlaugsson, forsætisráðherra að vinna væri hafin við það mat á stöðu aðildarviðræðna og þróun Evrópusambandsins sjálfs, sem boðuð er í stjórnarsáttmálanum. Það er vel. Hins vegar er æskilegt að upplýst verði hvernig staðið verður að þeirri vinnu og hverjir inna hana af hendi.