Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, ræðir stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna í hátíðarræðu
Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, flutti þjóðhátíðarræðu mánudaginn 17. júni í Búðardal. Hann vék meðal annars að stöðu Íslands og Íslendinga í samfélagi þjóðanna og sagði: „Svo sannarlega erum við Evrópuþjóð en það þýðir ekki að við viljum verða Evrópusambandsþjóð.“ Hér birtist kafli úr ræðu...
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sætir harðri gagnrýni franskra stjórnvalda vegna ummæla í viðtali við dagblaðið The Internartional Herald Tribune (IHT) sem birtist mánudaginn 17. júní þar sem hann segir það „afturhaldssemi“ að Frakkar vilji halda hljóð- og myndframleiðslu utan ...
Tvíhliða viðskiptaviðræður ESB og BNA formlega hafnar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti mánudaginn 17. júní fyrir fund G8 ríkjanna á Norður-Írlandi áform um „stærsta tvíhliða viðskiptasaming í sögunni“ milli ESB og Bandaríkjanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að fyrsta viðræðulota vegna samninganna yrði í Washington í júlí. Stef...
Finnland: Meirihluti andvígur aðild að Atlantshafsbandalaginu
Meirihluti Finna eða um 52% telur að Finnland eigi ekki að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þetta hlutfall hækkaði í 59%, þegar spurt var um afstöðu til aðildar að NATÓ ef Svíar gerðust aðilar. Einungis 28% sögðust vilja feta í fótspor Svía. Sérfræðingar segja að þessi könnun sýni að engin breyting hafi orðið á afstöðu Finna.
Obama kemur til Berlínar í kvöld-fer ekki til Brussel
Obama Bandaríkjaforseti kemur til Berlínar í kvöld, þriðjudagskvöld en hann fer ekki til Brussel. Vefmiðillinn euobserver, sem fjallar um málefni Evrópusambandsins hefur orð á þessu í dag og bendir á að Obama hafi ekki heimsótt Brussel frá því að hann var kjörinn forseti. Vefmiðillinn kallar þetta „snub“ eða snuprur.
Þjóðverjar minnast uppreisnarinnar í A-Berlín 17. júní 1953
Þess var minnzt í Þýzkalandi í gær, 17. júní, að 60 ár voru liðin frá uppreisninni í Austur-Berlín þann dag, árið 1953. Joachim Gauck, forseti Þýzkalands var 13 ára þá og átti heima í Rostock. Hann sagði í ræðu í þýzka þinginu sl. föstudag að hann myndi vel eftir þeirri hrifningaröldu, sem hefði ge...
Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum við ESB um ótakmarkaðan tíma, leggja niður viðræðunefnd Íslands, gera úttekt á stöðu aðildarmálsins og framtíðarþróun ESB auk þess sem ekki verði haldið áfram með viðræðurnar nema íslenska þjóðin gefi grænt ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu ...
Var Steingrímur J. samvinnuþýðari við Maríu?
Breyttur tónn Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB í garð Íslendinga vegna makrílmálsins hefur vakið athygli. Nú er hún með hnefann á lofti. Hvað ætli valdi? Sumir, eins og Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, telja að Damanaki liggi undir þrýstingi frá þingmönnum á Evrópuþinginu, sem vel má vera og ekki ólíklegt.