Ólafur Vignir segir flugvél til taks fyrir Edward Snowden - fréttin flýgur um heiminn
Reuters-fréttastofan sendi föstudaginn 21. júní frétt um að Ólafur Vignir Sigurvinsson, fyrrverandi forstjóri DataCell hefði einkaþotu til taks í því skyni að flytja Edward Snowden, uppljóstrara um NSA, Þjóðarörygisstofnun Bandaríkjanna, frá Hong Kong til Íslands. Ólafur Vignir hafi ekki talað beint...
Grikkland: Lýðræðislegi vinstri flokkurinn hættir aðild að ríkisstjórn
Lýðræðislegi vinstri flokkurinn í Grikklandi ákvað á fundi í morgun að hætta aðild að ríkisstjórn Samaras. Á fundinum, sem fjallaði um málið voru 19 þingmenn og trúnaðarmenn flokksins sammála því, níu voru andvígir og 5 sátu hjá. Þetta kemur fram á gríska vefmiðlinum ekathimerini.
Þingmenn demókrata fikra sig frá Obama yfir til Hillary Clinton
Á vefsíðunni The Hill þar sem fylgst er náið með þróun bandarískra stjórnmála segir fimmtudaginn 20. júní að demókratar færi hollustu sína nú frá Barack Obama forseta til Hillary Clinton. Þeir líti á hana sem framtíðarleiðtoga sinn og forsetaframbjóðanda árið 2016 þótt hún hafi ekki sagt neitt um fy...
Enn eitt skref stigið til bankasambands á evru-svæðinu
Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna stigu nýtt skref fimmtudaginn 20. júní í átt til bankasambands með því að samþykkja beina endurfjármögnun á bönkum úr ESM, stöðugleikasjóði evrunnar. Fyrirheit um þetta skref var gefið fyrir ári þegar mikil vandræði steðjuðu að spænskum bönkum. Fjármálaráðherrar evru...
Grikkland: Hefur AGS í hótunum eða ekki?
Financial Times segir að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn undirbúi nú að fresta greiðslum til Grikklands í lok næsta mánaðar nema að evruríkin bæti upp 3-4 milljarða evra gat, sem hefur opnast í björgunaraðgerðum ESB/AGS/SE við Grikkland. Þetta gat varð til þegar seðlabankar í evruríkjum neituðu að framlengja grísk ríkisskuldabréf í þeirra eigu.
Kýpur: Áform um að bjarga efnahagnum með fjárhættuspili
Kýpverjar ætla að blása nýju lífi í efnahagskerfi sitt, með aðstoð rússneskra auðmanna. Þótt ásakanir hafi verið uppi, einkum í Þýskalandi, um að Kýpur sé griðastaður fyrir peningaþvætti Rússa leita kýpversk stjórnvöld til Rússlands í leit að fjárfestum í nýrri atvinnustarfsemi, rekstri kasínóa, spilavíta. Ríkisstjórn Kýpur hefur undirbúið frumvarp til laga um leyfi til að reka kasínó á eyjunni.
Evrusvæðið: ESM fær heimild til beinnar endurfjármögnunar banka
Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, að 500 milljarða evra björgunarsjóður ESB fengi heimild til að leggja fé beint í banka en með því skilyrði þó, að viðkomandi ríki legðu fyrst fram eigið fé í viðkomandi banka.
Grikkland: Þingmenn Lýðræðislega vinstri flokksins ræða brotthvarf úr ríkisstjórn
Þingmenn Lýðræðislega vinstri flokksins í Grikklandi, sem aðild á að ríkisstjórn Antonis Samaras sitja á fundi nú á föstudagsmorgni til þess að ræða hvort þeir eigi að yfirgefa stjórnarsamstarfið vegna ERT-málsins en samkomulag hefur ekki tekizt á milli stjórnarflokkanna þriggja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þessari viku.
Af hverju missa menn jarðsamband í ráðherrastólum?
Fátt er auðveldara en að klúðra málum á vettvangi stjórnmála. Aðferðin er sú, nánast án undantekninga, að segja eitt fyrir kosningar og gera svo annað eftir kosningar. Þetta á alveg sérstaklega við um grundvallarmál. Það er auðveldara fyrir stjórnmálamenn að víkja frá fyrri yfirlýsingum, þegar um dægurpólitískar sveiflur er að ræða.
Mýfluga verður að úlfalda í veiðigjaldsmáli - gefur lögfræðingurinn skýringu?
Undrun vekur að lögmaður skuli túlka það sem hótun um atvinnumissi að yfirmaður starfsmanns Reiknistofnunar Háskóla Íslands skuli fyrir mistök hafa fengið boð um að starfsmanninum væri boðið að hitta sjávarútvegsráðherra vegna undirskrifta gegn lækkun veiðigjalds.
„Nýtt“ stjórnmálaafl: Almannavilji er að finna sér sameiginlegan farveg
Það er að verða til nýtt afl í stjórnmálabaráttunni hér, sem nokkuð augljóst er að ríkisstjórnir nú og í framtíðinni verða að taka tillit til og reikna með. Þetta nýja pólitíska afl er almannavilji.