Það kann að taka margar vikur í Ekvador að afgreiða hælisbeiðnina frá bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden að sögn embættismanna. Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvador, segir að það hafi tekið rúma tvo mánuði að afgreiða beiðni frá Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.
Framkvæmdastjórn ESB krefur Breta um tafarlaus svör vegna ásakana um hleranir
Framkvæmdastjórn ESB hefur ritað bréf til Williams Hagues, utanríkisráðherra Bretlands, og krafist svara fyrir lok vikunnar um óstaðfestar fréttir þess efnis að breskar njósnastofnanir hleri ljósleiðara sem flytja símtöl og net-samskipti.
Mario Draghi hvetur til efnahagsumbóta í Frakklandi
Mario Draghi, forseti ráðs Seðlabanka Evrópu (SE), sagði á fundi með frönskum þingmönnum í París miðvikudaginn 26. júní að SE gæti ekki leyst evru-vandann einn og óstuddur. Hvatti hann til þess að Frakkar fjarlægðu hindranir gegn fjölgun starfa í landi sínu. Draghi hét því að leggja sig allan fram ...
Grænland: Varað sterklega við hættunni af olíuborunum - hvatt til að leyfi verði afturkölluð
Hættan á hörmulegu slysi er mikil, segir reyndur sérfræðingur í borunum um olíuleit við Grænland. „Það verður að stöðva þessar boranir. Það má ekki leyfa þær því að það er hreint brjálæði að bora á svæðinu, engin olíufyrirtæki ráða yfir bortækni sem tryggir nægilegt öryggi.“
Frakkland: Niðurskurður á fjárlögum í fyrsta sinn í meira en hálfa öld
Franska ríkisstjórnin ráðgerir niðurskurð á fjárlögum næsta árs og er það í fyrsta sinn sem það gerist í meira en hálfa öld að því er fram kemur á euobserver.
Mario Draghi: Seðlabanki Evrópu heldur áfram kaupum á markaði
Mario Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu sagði í gær, að bankinn mundi halda áfram um skeið kaupum á markaði þrátt fyrir gagnrýni sumra forystumanna í evruríkjum. Hann kvaðst útiloka brottför SE af markaði á meðan evrukreppan væri ekki afstaðin. Þessi ummæli féllu á fundi Kristilegra demókrata í Berlín um efnahagsmál.
Spánn: Um fjórðungur ungmenna hvorki í skóla eða vinnu
Um fjórðungur spænskra ungmenna á aldrinum 15-29 ára eru hvorki í skóla né í vinnu að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El País, sem byggir á skýrslu frá OECD. Þetta hlutfall heldur áfram að hækka. Hins vegar fjölgar því unga fólki á Spáni, sem fer í langskólanám, en þegar því er lokið er en...
FT: Ítalía á yfir höfði sér 8 milljarða evra tap vegna afleiðusamninga
Ítalska ríkið á yfir höfði sér milljarða evra tap vegna afleiðusamninga, sem voru endurskipulagðir, þegar evrukreppan stóð sem hæst en eiga rætur að rekja til áranna fyrir upptöku evru og skýra að sögn Financial Times þá fjármálatækni, sem Ítalir notuðu til þess að uppfylla skilyrði, sem sett voru vegna upptöku evrunnar.
Það eru ljótar fréttir, sem berast úr Evrulandi þessa dagana. Á Írlandi er alt á öðrum endanum eftir að birt var endurrit af samtali tveggja háttsettra starfsmanna Anglo Irish Bank, þar sem þeir hreykja sér af því að hafa platað stjórnvöld til að leggja 7 milljarða evra fram af skattfé almennings til bjargar bankanum haustið 2008 þegar hann hafi i raun þurft á miklu meira fé að halda.