Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Laugardagurinn 29. júní 2013

«
28. júní

29. júní 2013
»
30. júní
Fréttir

Der Spiegel: NSA hleraði síma og braust inn í tölvukerfi Evrópu­sambandsins

Þýska vikuritið Der Spiegel hefur fengið aðgang að trúnaðargögnum sem sýna að Þjóðaröryggis­stofnun Bandaríkjanna, NSA, hleraði síma og njósnaði um tölvusamskipti Evrópu­sambandsins undir merkjum PRISM-verkefnsins.

Wolfgang Schauble: Írsku bankamennirnir eiga skilið fyrirlitningu okkar-eigum að stöðva „leiki“ þeirra

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands segir í samtali við þýzka dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung, að írsku bankamennirnir, sem til umræðu hafa verið síðustu daga vegna birtingar á símtali þeirra í milli um að þeir hafi platað stjórnvöld á Írlandi til að leggja 7 milljarða evra fram ...

ESB: Bjartsýni ríkti á leiðtogafundinum

Þýzka fréttastofan Deutsche-Welle segir að leiðtogar ESB-ríkja upplifi leiðtogafundinn, sem stóð í Brussel í gær og í fyrradag, sem vel heppnaðan fund. Nú sé ljóst að Lettland muni taka upp evru, Króatía verði aðili að Evrópu­sambandinu, aðildar­viðræður hefjist við Serbíu og Kosovo auki tengsl sín við bandalagið. Allt hafi þetta átt þátt í að bjartsýni hafi ríkt á fundi leiðtoganna.

Írland: Enda Kenny hvetur „háttsetta“ og „forréttindafólk“ til að leggja fram upplýsingar um fall Anglo Irish

Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands hvetur „háttsetta“ menn, sem þekki söguna að baki óförum Anglo Irish Bank til að stíga fram á sjónarsviðið, standa við bakið á írska lýðveldinu og leggja fram þær upplýsingar, sem þeir kunni að búa yfir.

Bandaríkjaher takmarkar aðgang starfsmanna sinna að vefsíðum Guardian

Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa viðurkennt að þau hafi tak­markað aðgang þúsunda starfsmanna Bandaríkjahers víðs vegar um Bandaríkin að vefsíðu brezka dagblaðsins Guardian, sem hefur birt fréttir byggðar á gögnum uppljóstrarans Snowdens.

Leiðarar

Kúvending Össurar

Meðal fyrstu mála á sumarþinginu var tillaga frá þingmönnum Samfylkingar­innar um efnt yrði til þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðildar­viðræður við Evrópu­sambandið samhliða sveitar­stjórnakosningum vorið 2013. Tillagan kom til fyrri umræðu á alþingi síðdegis þriðjudaginn 25. júní. Össur Skarphéðinsson, fyrrv...

Í pottinum

Ríkis­stjórnin á að leita stuðnings út í sam­félagið

Þótt þingsályktunartillaga ríkis­stjórnar­innar um skuldavanda heimilanna hafi verið samþykkt á Alþingi er mikilvægt að átta sig á að þrátt fyrir það hefur ekkert gerzt í þeim málum. Hið eina, sem hefur gerzt er að Alþingi hefur lagt blessun sína yfir aðgerða­áætlun ríkis­stjórnar­innar. Ríkis­stjórnin þarf að átta sig á að hún hefur mjög tak­markað svigrúm í tima.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS