Föstudagurinn 9. desember 2022

Sunnudagurinn 21. júlí 2013

«
20. júlí

21. júlí 2013
»
22. júlí
Fréttir

Filippus verđur konungur Belgíu viđ afsögn föđur síns

Albert II Belgíu­konungur hefur afsalađ sér konungstigninni í ţágu Filippusar, sonar síns. Í afsagnarrćđu sinni hvatti Albert ţegna sína til ađ sýna hinum nýja konungi hollustu og til ađ standa saman um ađ viđhalda ríkinu sem er klofiđ vegna ágreinings milli tungumálahópa innan ţess, vallóna sem tala frönsku og flćmingja sem tala hollensku. Filippus verđur sjöundi konungur Belgíu.

Jurgen Habermas: Grikkland minnir á Weimar-lýđveldiđ fyrir valdatöku nazista

Einn ţekktasti núlifandi heimspekingur og ţjóđ­félags­frćđingur í Ţýzkalandi, Jurgen Habermas, sem nú er 84 ára ađ aldri, segir í viđtali sem birtist í gćr, laugardag, í gríska blađinu Efimerida ton Syntakton, ađ ţađ muni engin lausn finnast á vanda Grikkja án stefnubreytingar af hálfu Evrópu­sambandsins.

Navalny viđ ESB: Látiđ ekki rússneska glćpamenn misnota banka ykkar

Alexei Navalny, rússneski stjórnar­andstöđuleiđtoginn, sem dćmdur hefur veriđ í fimm ára fangelsi fyrir fjárdrátt, sem stjórnmálamenn í Evrópu, ekki sízt í Ţýzkalandi, segja ađ sé dómur, sem ekki sé hćgt ađ taka mark á, hvetur ađildarríki Evrópu­sambandsins til ţess ađ fylgja fram eigin lögum og veita almenningi í Rússlandi ţar međ stuđning viđ ađ berjast gegn spillingu heima fyrir.

Í pottinum

Hefur bráttan fyrir pólitískum frama fundiđ sér nýjan farveg -bloggiđ?

Er tími bloggaranna ađ ganga í garđ? Ţađ er athyglisvert, ađ helzti stjórnar­andstöđuleiđtoginn í Rússlandi, alla vega frá útlöndum séđ, rís upp úr bloggheimum en ekki á hinum pólitíska vettvangi. Alexei Navalny hefur áunniđ sér ţennan titil ađ ţví er virđist međ vönduđu bloggi, sem hefur vakiđ athygli í Rússlandi. Hér á Íslandi má kannski sjá vísbendingu um hiđ sama.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS