Miðvikudagurinn 11. desember 2019

Miðvikudagurinn 24. júlí 2013

«
23. júlí

24. júlí 2013
»
25. júlí
Fréttir

Trúnaðarbrestur gagnvart ESB vex í suðurhluta Evrópu

Ný könnun sýnir mikinn mun á trausti sem fólk ber til efnahagslífs eigin lands og einnig á afstöðu til Evrópu­sambandsins. Í Svíþjóð lýsa 80% aðspurðra og 77% í Þýskalandi trausti í garð efnahagslífs eigin lands, á Spáni er hlutfallið aðeins 1% og 2% meðal Kýpverja og Grikkja.

Fer Snowden inn í Rússland eða dvelst hann áfram á Moskvu-flugvelli?

Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið ferðaskilríki sem gera honum kleift að yfirgefa flugvöllinn í Moskvu þar sem hann hefur falið sig síðan 23. júní. Þetta segja rússneskir fjölmiðlar en lög­fræðingur Snowdens segir að hann ætli að dveljast á flugvellinum enn um sinn. RIA Novosti fréttastofan...

Vísindamenn í Cambridge og Rotterdam: Norðurslóðir „efnahagsleg tímasprengja“

Vísindamenn við háskólann í Cambridge og Erasmus háskóla í Rotterdam segja að hröð þiðnun íss á Norðurslóðum sé efnahagsleg tímasprengja sem geti kostað heimsbyggðina a.m.k. 60 trilljónir dollara. Þetta kemur fram í Financial Times, sem segir að almennt hafi verið talið, að þiðnun í norðri mundi haf...

Franskur fjárfestingarbanki: Portúgal og Kýpur eru gjaldþrota

Franskur fjárfestingarbanki, Natixis, segir í nýrri skýrslu að Portúgal og Kýpur séu gjaldþrota en að forráðamenn Evrópu­sambandsins vilji ekki viðurkenna það opinberlega af ótta við smitunaráhrif. Í skýrslu bankans segir að aðgerðir til að skapa stöðugleika á evru­svæðinu hafi ekki skilað árangri.

Kínverjar banna frekari opinberar byggingar í fimm ár

Kínversk stjórnvöld hafa bannað frekari byggingar á vegum hins opinbera í næstu fimm ár. Í tilkynningu sem birt var í gær kemur fram, að bannið nái líka til stækkunar á þeim byggingum sem fyrir eru. Frá þessu segir í Financial Times. Stjórnvöld segja að nota verði tak­markaða sjóði til þess að þróa efnahagslífið og bæta lífskjör fólksins í landinu.

Evru­svæðið: Einkageirinn er að ná sér á strik undir forystu Þýzkalands

Einkageirinn á evru­svæðinu er að ná sér á strik og þeirri lægð sem verið hefur í efnahagsmálum á svæðinu er að létta. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem benda til þess að einkageirinn í Þýzkalandi og Frakkland sé að rétta úr kútnum. Frá þessu segir Guardian í morgun.

David Cameron: Losaralegar reglur um innflytjendur eru að verða of mikil byrði fyrir sam­félagið

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, segir að losaralegar reglur um innflytjendur til Bretlands séu að verða of mikil byrði fyrir sam­félagið og að Bretar eigi einungis að bjóða þá velkomna sem séu tilbúnir til að leggja hart að sér við vinnu.

Leiðarar

Eiga ESB-ríkin sameiginlegra hagsmuna að gæta?

„Gjáin“ á milli norðurs og suðurs í Evrópu er að verða hættuleg. Í nýrri könnun sem euobserver, vefmiðill, sem sérhæfir sig í málefnum Evrópu­sambandsins segir frá, kemur fram að um 80% Svía og 77% Þjóðverja hafi trú á efnahagsstöðu þeirra ríkja. Það á hins vegar einungis við um 1% Spánverja og 2% Grikkja og Kýpverja.

Í pottinum

Atvinnuleysi og verðbólga að aukast

Það er óneitanleg athyglisverð frétt, sem sögð var í Ríkisútvarpinu í morgun þess efnis, að atvinnuleysi hafi verið meira í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Samkvæmt vinnu­markaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í júní sl. 6,4% en var 5,3% fyrir ári.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS