Trúnaðarbrestur gagnvart ESB vex í suðurhluta Evrópu
Ný könnun sýnir mikinn mun á trausti sem fólk ber til efnahagslífs eigin lands og einnig á afstöðu til Evrópusambandsins. Í Svíþjóð lýsa 80% aðspurðra og 77% í Þýskalandi trausti í garð efnahagslífs eigin lands, á Spáni er hlutfallið aðeins 1% og 2% meðal Kýpverja og Grikkja.
Fer Snowden inn í Rússland eða dvelst hann áfram á Moskvu-flugvelli?
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið ferðaskilríki sem gera honum kleift að yfirgefa flugvöllinn í Moskvu þar sem hann hefur falið sig síðan 23. júní. Þetta segja rússneskir fjölmiðlar en lögfræðingur Snowdens segir að hann ætli að dveljast á flugvellinum enn um sinn. RIA Novosti fréttastofan...
Vísindamenn í Cambridge og Rotterdam: Norðurslóðir „efnahagsleg tímasprengja“
Vísindamenn við háskólann í Cambridge og Erasmus háskóla í Rotterdam segja að hröð þiðnun íss á Norðurslóðum sé efnahagsleg tímasprengja sem geti kostað heimsbyggðina a.m.k. 60 trilljónir dollara. Þetta kemur fram í Financial Times, sem segir að almennt hafi verið talið, að þiðnun í norðri mundi haf...
Franskur fjárfestingarbanki: Portúgal og Kýpur eru gjaldþrota
Franskur fjárfestingarbanki, Natixis, segir í nýrri skýrslu að Portúgal og Kýpur séu gjaldþrota en að forráðamenn Evrópusambandsins vilji ekki viðurkenna það opinberlega af ótta við smitunaráhrif. Í skýrslu bankans segir að aðgerðir til að skapa stöðugleika á evrusvæðinu hafi ekki skilað árangri.
Kínverjar banna frekari opinberar byggingar í fimm ár
Kínversk stjórnvöld hafa bannað frekari byggingar á vegum hins opinbera í næstu fimm ár. Í tilkynningu sem birt var í gær kemur fram, að bannið nái líka til stækkunar á þeim byggingum sem fyrir eru. Frá þessu segir í Financial Times. Stjórnvöld segja að nota verði takmarkaða sjóði til þess að þróa efnahagslífið og bæta lífskjör fólksins í landinu.
Evrusvæðið: Einkageirinn er að ná sér á strik undir forystu Þýzkalands
Einkageirinn á evrusvæðinu er að ná sér á strik og þeirri lægð sem verið hefur í efnahagsmálum á svæðinu er að létta. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem benda til þess að einkageirinn í Þýzkalandi og Frakkland sé að rétta úr kútnum. Frá þessu segir Guardian í morgun.
David Cameron: Losaralegar reglur um innflytjendur eru að verða of mikil byrði fyrir samfélagið
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að losaralegar reglur um innflytjendur til Bretlands séu að verða of mikil byrði fyrir samfélagið og að Bretar eigi einungis að bjóða þá velkomna sem séu tilbúnir til að leggja hart að sér við vinnu.
Eiga ESB-ríkin sameiginlegra hagsmuna að gæta?
„Gjáin“ á milli norðurs og suðurs í Evrópu er að verða hættuleg. Í nýrri könnun sem euobserver, vefmiðill, sem sérhæfir sig í málefnum Evrópusambandsins segir frá, kemur fram að um 80% Svía og 77% Þjóðverja hafi trú á efnahagsstöðu þeirra ríkja. Það á hins vegar einungis við um 1% Spánverja og 2% Grikkja og Kýpverja.
Atvinnuleysi og verðbólga að aukast
Það er óneitanleg athyglisverð frétt, sem sögð var í Ríkisútvarpinu í morgun þess efnis, að atvinnuleysi hafi verið meira í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í júní sl. 6,4% en var 5,3% fyrir ári.