Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Föstudagurinn 26. júlí 2013

«
25. júlí

26. júlí 2013
»
27. júlí
Fréttir

Frakkland: Ný lög afnema refsingu fyrir að móðga Frakklandsforseta

Franska þingið samþykkti fimmtudaginn 25. júlí að afnema lög frá 1881um bann við að móðga forseta Frakklands. Var það gert í nafni málfrelsis. Fram að þessu hefur mátt sekta þá sem veitast með orðum að Frakklandsforseta. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í mars 2013 að franska ríkið hefði bro...

NYT: Gasflutningar frá Rússlandi til Kína eftir norðurleiðinni - fyrsta stórorkuvinnsla við Norður-Íshaf á strönd Rússlands

Rússneska olíu­fyrirtækið Novatek vinnur að því í samvinnu við franska orku­fyrirtækið Total og kínverska ríkisolíu­fyrirtækið að reisa verksmiðju fyrir um 20 milljarða dollara á Norður-Íshafsströnd Rússlands til að vinna jarðgas. Gasinu verður breytt á þann veg að við mikinn kulda megi flytja það með skipum til Kína.

Búlgaría: Daglegir mótmælafundir við þinghúsið

Nú taka þúsundir manna daglega þátt í mótmælum við þinghúsið í Sofía, höfuðborg Búlgaríu að sögn Deutsche-Welle, sem segir að mótmælahreyfingin virðist vera að eflast.

Bretland: Frjálslyndir vilja vinna með Verkamanna­flokknum eftir næstu kosningar

Könnun, sem gerð hefur verið á meðal 600 trúnaðarmanna Frjálslynda flokksins í Bretlandi bendir til yfirgnæfandi stuðnings við samstarf við Verkamanna­flokkinn að loknum næstu þingkosningum. Könnunin sýnir stuðning 55% aðspurðra við slíkt samstarf en 18% vilja halda áfram að vinna með Íhalds­flokknum. Frá þessu segir í Guardian í dag.

AGS lýsir áhyggjum af aðgerðum Seðlabanka Bandaríkjanna á evruríkin

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hefur áhyggjur af því, að dragi Seðlabanki Bandaríkjanna úr kaupum á markaði geti það magnað evrukreppuna og ýtt efnahagslega veikustu evruíkjunum niður í spíral verðhjöðnunar og skulda. Þetta kemur fram í umfjöllun sjóðsins um stöðu evruríkjanna og frá er sagt í Daily Telegraph í dag.

Leiðarar

Þjóðaskúta ESB er að sigla í strand-nánast ómögulegt að samræma ólíka hagsmuni

Í dag birtast fréttir um að Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hafi áhyggjur af því að áhrif þeirrar ákvörðunar Seðlabanka Bandaríkjanna að draga smátt og smátt úr kaupum á markaði á evru­svæðið verði neikvæði og geti ýtt veikustu evruríkjunum niður í spíral skulda og verðhjöðnunar.

Í pottinum

Fréttastofa ríkisútvarpsins miðlar áróðri frá umboðsmanni Huangs Nubos

Innihaldslausar og villandi fréttir í tengslum við kínverska auðjöfurinn Huang Nubo halda áfram að birtast.

Skörp greining Víglundar á stöðu efnahagsmála

Ein skarpasta greining á stöðu efnahagsmála, sem lengi hefur birtzt er pistill Víglundar Þorsteinssonar hér á Evrópu­vaktinni, sem ástæða er til að vekja athygli lesenda á og birtist í flokknum: pistlar. Víglundur segir: "Neyzluvísitölumælingin sem birt var í fyrradag lækkaði, já LÆKKAÐI um 0,27% á milli mánaða.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS