Þýskaland: Heimilt að svipta leigjanda íbúð vegna reykinga hans
Héraðsdómstóllinn í Düsseldorf komst að þeirri niðurstöðu miðvikudaginn 31. júlí að íbúðareigandi í fjölbýlishúsi gæti vísað leigjanda sínum á dyr vegna reykinga hans. Dómarinn taldi hins vegar að virða bæri grundvallaréttindi manna til að reykja innan veggja eigin heimilis. Í samræmi við þetta er h...
Frakkland: Göngufólk varað við kúm
Göngufólk í Frakklandi hefur verið varað við hættum af hópum kúa eftir að kýr drap 85 ára gamlan göngumann í Pýreneafjöllunum. Fjórir aðrir, þar af tvö börn, slösuðust. Í yfirlýsingu franskra stjórnvalda segir meðal annars: „Kýr eru ekki heimilisdýr.“
ESB hótar Færeyingum af nýjum þunga vegna síldveiða þeirra
Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti miðvikudaginn 31. júlí að ráðgjafanefnd hennar um fiskveiðar og fiskirækt hefði gefið jákvæða umsögn um tillögu sjávarútvegsstjóra ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri fagnaði umsögninni, hún veitti henni umboð ...
Faðir Snowdens á leið til Moskvu
Lon Snowden, faðir Edward Snowden, sem enn hefst við í flugstöðinni á Moskvuflugvelli er á leið til Rússlands að hitta son sinn að því er fram kemur á vefsíðu Moscow News. Faðirinn sagði sjónvarpsstöðinni Rossiya 24 að hann færi á eigin vegum og ræddi málið ekki við FBI, bandarísku alríkislögregluna.
Moskva: Sobyanin 61%-Navalny 10%
Ný skoðanakönnun, sem sagt er frá í Moscow News bendir til þess að Sobyanin, borgarstjóri Moskvuborgar njóti stuðnings 61% Moskvubúa í borgarstjórnarkosningunum, sem fram fara snemma í september. Alexei Navalny, bloggari og lögfræðingur, sem er einn frambjóðenda nýtur skv.
Spánn: Rajoy gerir þinginu grein fyrir afstöðu sinni til ásakana Bárcenas á morgun
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar mun koma fyrir spænska þingið á morgun, fimmtudag og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum varðandi alvarlegar ásakanir um að flokkur hans, Lýðflokkurinn, hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Eurostat: Lítilsháttar lækkun atvinnuleysis milli maí og júní
Nýjar tölur Eurostat (Hagstofu ESB) sýna lítilsháttar lækkun í fjölda atvinnulausra að því er fram kemur í brezka blaðinu Guardian. Atvinnulausum innan ESB í heild fækkaði milli maí og júní um 32 þúsund og innan evrusvæðisns um 24 þúsund. Í samanburði við júní 2012 hefur atvinnulausum innan ESB hins vegar fjölgað um 1080 þúsund og innan evrusvæðisins um 1129 þúsund.
Bretland: Tillögur um að innflytjendur njóti ekki velferðarkerfis fyrstu tvö ár
Nú eru uppi hugmyndir í Bretlandi um að útiloka innflytjendur frá því að njóta góðs af brezka velferðarkerfinu í fyrstu tvö árin eftir að þeir flytja til landsins. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph koma þær frá hugveitu, sem nefnist Demos og blaðið lýsir sem vinstri sinnaðri.
Viðhorf í Evrópu til frjálsra fólksflutninga eru að harðna
Það er augljóst af fréttum frá Evrópu að viðhorf einstakra aðildarríkja Evrópusambandsins til frjálsra fólksflutninga landa í milli eru að harðna. Þetta kemur skýrast fram í Bretlandi en þvi fer fjarri, að vandinn sé einskorðaður við Bretland. Óeirðir í úthverfum Stokkhólmsborgar fyrir nokkru sýndu að ekki er allt með felldu í Svíaríki.