Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 6. ágúst 2013

«
5. ágúst

6. ágúst 2013
»
7. ágúst
Fréttir

Þrjú misheppnuð útboð á smíði mosku í Aþenu - ótti meðal verktaka

Fjórða tilraun til að finna verktaka til að byggja fyrstu moskuna í Aþenu verður gerð í september eftir þrjú misheppnuð útboð þar sem sum fyrirtæki sögðust hafa ákveðið að draga sig í hlé af ótta vegna hótana.

Steinbrück hleypur á sig með árásum á Merkel - segir hana ekki skilja Evrópu, hún sé alin upp í A-Þýskalandi

Peer Steinbrück, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD), er talinn hafa hlaupið á sig þegar hann sagði Angelu Merkel kanslara skorta „ástríðu fyrir Evrópu“ af því að hún hefði alist upp undir stjórn kommúnista í Austur-Þýskalandi.

Lloyd's býður allt að milljón evra fyrir upplýsingar um stolna demanta

Lloyd‘s í London bauð þriðjudaginn 6. ágúst allt að milljón evrum í laun fyrir upplýsingar um demanta sem stolið var frá Carlton-hótelinu í Cannes og metnir eru á 103 milljónir evra. Upphæð launanna ræðst af hlutfalli af því þýfi sem finnst en þau nema að hámarki einni milljón evra til þess sem fyr...

Noregur: Verkamanna­flokkurinn sækir á

Það dregur saman með stjórnar­flokkum og stjórnar­andstöðu í Noregi skv. skoðanakönnun vegna þingkosninga, sem fram fara þar í landi í september. Ný könnun, sem birt var í Noregi í morgun sýnir að Hægri flokkurinn nýtur nú fylgis 31,6% kjósenda og hefur lækkað úr 34,1% í síðasta mánuði.

Leiðarar

Hálfvelgja ríkis­stjórnar­innar í stað forystu vegna síldar og makríls

Íslendingar og Færeyingar eru bandamenn í makríl-deilunni. ESB og Norðmenn héldu þeim frá viðræðum um árarbil af því að þjóðirnar væru ekki strandþjóðir. Makríll væri ekki þeirra mál. ESB og Norðmenn ráða ekkert yfir makrílnum og hann fer sínar eigin leiðir. Stofninn margfaldast í íslenskri og færeyskri lögsögu og makríllinn sækir vestar inn í lögsögu Grænlendinga.

Pistlar

Evrópu­sambandið og norðrið

Það þótti vera saga til næsta bæjar, þegar Danir ákváðu að meina skipum frá sambandsríkinu Færeyjum að landa makríl og síld í dönskum höfnum og að kaupa veiðarfæri í Danmörku til þessara veiða. Allir vita, að til slíks óyndisúrræðis grípa Danir ekki ótilneyddir.

Í pottinum

Hvers vegna hefur ríkis­stjórnin ekki rætt hótanir ESB í garð Færeyinga?

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það hafi ekki verið rætt í ríkis­stjórn að lýsa yfir stuðningi við Færeyinga vegna hótana Evrópu­sambandsins. Hvers vegna ekki? Er beðið eftir formlegum fundi i ríkis­stjórn? Atburðarásin á alþjóða­vettvangi tekur ekki tillit til slíkra formlegheita.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS