Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 7. ágúst 2013

«
6. ágúst

7. ágúst 2013
»
8. ágúst
Fréttir

Tékkneska þingið hafnar nýrri ríkis­stjórn

Jiri Rusnok, nýr forsætis­ráðherra Tékklands, og ríkis­stjórn hans hlutu ekki traust tékkneska þingsins í atkvæða­greiðslu miðvikudaginn 7. ágúst. Aðeins 93 af 193 þingmönnum studdu stjórnina sem Milos Zeman, forseti Tékklands, skipaði í júlí. Stjórnar­kreppa varð í Tékklandi í júní vegna hneykslismála...

Grænlensk stjórnvöld tvöfalda makrílkvótann - Grænlendingar fá að landa á Íslandi - íslenskum skipum bannað að veiða

Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka veiðiheimildir á makríl í grænlenskri lögsögu í ár úr 15.000 lestum í 30.000 lestir. Veiðin er stunduð við Austur-Grænland af grænlenskum skipum sem hafa nú fengið heimild til að landa meira en áður hafði verið ákveðið í íslenskum höfnum. Þá eru einnig kínv...

Gíbraltar-deilan: Forsætis­ráðherrar Bretlands og Spánar vilja lægja öldurnar til að forða slitum samskipta

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, hringdi í Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánverja, miðvikudaginn 7. ágúst og sagði honum að yrði ekki fundin viðundandi lausn á Gíbraltar-deilunni mundi hún spilla samskiptum ríkjanna. Bretar mundu ekki hverfa frá afstöðu sinni til fullveldis Gíbraltar. Tals...

Maltverjar stynja undan straumi ólöglegra innflytjenda - segjast ekki eiga að axla byrðina fyrir ESB

Olíuskipið Salamis flutti 102 ólöglega innflytjendur frá Afríku til Ítalíu eftir að þeim hafði verið neitað um að fara í land á Möltu. Fólkið var í nauðum á hafi úti þegar því var bjargað um borð í Salamis. Spenna myndaðist þegar fólkinu var neitað um landgöngu á Möltu og hélt skipið þá til ítölsku eyjarinnar Sikileyjar, þar sem fólkið að ferjað til borgarinnar Sýrakus.

Um 100.000 Norðmenn kunna að kaupa sumarhús í Danmörku

Þegar Danir gengu í ESB árið 1973 óttuðust þeir að Þjóðverjar mundu flæða inn í land þeirra og kaupa sumarhús, ekki síst á Jótlandi þar sem landamæri þjóðanna eru sameiginleg. Vegna þessa fengu Danir sérlausn um að útlendingum væri bannað að kaupa sumarhús í Danmörku.

Kanslaraefni jafnaðarmanna vill farsímabann á ríkis­stjórnar­fundum af ótta við hleranir Bandaríkjamanna

Peer Steinbrück, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD), sagði þriðjudaginn 6. ágúst að hann ætlaði að banna farsíma á ríkis­stjórnar­fundum yrði hann kanslari að loknum þingkosningum 22. september. Hætta væri á að bandarískir njósnarar hleruðu fundi í gegnum símana. „Það er óhugsandi að við tökum þ...

AGS: Þýzkaland verður að minnka afgang af viðskiptum við önnur lönd um helming

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn segir að Þýzkaland verði að minnka um helming þann jákvæða viðskiptajöfnuð, sem landið búi við í viðskiptum við önnur lönd til þess að skapa jafnvægi á milli Norðurríkja og Suðurríkja evru­svæðisins. Sjóðurinn segir að verði gengið of langt í aðhaldi í ríkisbúskap geti það haft öfug áhrif á við það sem að sé stefnt.

Ný könnun í Noregi: Stjórnar­andstaðan styrkir stöðu sína

Ný skoðanakönnun, sem norska blaðið Verdens Gang (VG) birti í morgun bendir til ósigurs stjórnar­flokkanna í Noregi í þingkosningunum, sem fram fara hinn 9. september n.k.. Hún bendir til þess að fjórir stjórnar­andstöðu­flokkar með Hægri flokkinn í fararbroddi fái 105 þingsæti af 169 á norska stórþing...

Leiðarar

Ísland á að taka forystu um samstarf eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi

Línurnar eru að verða afar skýrar í deilum um fiskveiðar á Norður-Atlantshafi. Það eru þeir og við. Gömlu nýlenduveldin í Evrópu, sem mörg hver veiddu fisk upp að landsteinum við Ísland öldum saman og börðust um á hæl og hnakka gegn útfærslu íslenzkrar fiskveiðilögsögu í aldarfjórðung halda uppteknum hætti og beita nú Evrópu­sambandinu fyrir sig.

Í pottinum

Nú lýsa Norðmenn stuðningi við níðingsskap gagnvart Færeyingum

Nú hafa Norðmenn lýst því yfir að þeir hyggist taka þátt í því að níðast á Færeyingum - og kemur ekki á óvart. Þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir í þessum efnum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS