« 19. ágúst |
■ 20. ágúst 2013 |
» 21. ágúst |
Schäuble segir Grikki þurfa þriðja neyðarlánið til að sökkva ekki
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur viðurkennt í fyrsta sinn að Grikkir þarfnist þriðja neyðarlánsins til að efnahagur þeirra haldist á réttum kili.
Grænlendingar semja við Kanadamenn um að verða virkir í Norðurskautsráðinu á ný
Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, skýrði frá því mánudaginn 19. ágúst að samið hefði verið kanadísk stjórnvöld á þann veg að Grænlendingar gætu að nýju tekið virkan þátt í störfum Norðurskautsráðsins. Á síðasta ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð vorið 2013 mótm...
Framkvæmdastjórn ESB ákvað þriðjudaginn 20. ágúst að grípa til refsiaðgerða gegn Færeyingum vegna óhóflegra veiða þeirra á síld. Tilkynning um þetta var birt í Brussel klukkan 10.44 að íslenskum tíma. Í aðgerðunum felst bann við löndun á síld og makríl sem veiðst hefur undir stjórn Færeyja og ein...
Slóvakía: Múr reistur til að bægja frá Róma-fólki
Framkvæmdastjórn ESB krafðist þess í gær, að 30 metra langur múr, sem reistur hefur verið í bænum Kosice í Slóvakíu til þess að halda í burtu Róma-fólki verði rifinn niður. Aðstoðarbæjarstjóri segir að múrinn hafi verið reistur til að tryggja öruggt bílastæði.
Gíbraltar: ESB tekur að sér málamiðlun
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið að sér að fylgjast með deilunni um Gíbraltar og jafnvel miðla málum að því er fram kemur í El País, spænska dagblaðinu. Cameron, forsætisráðherra Breta hefur sett fram slíka ósk og Rajoy forsætisráðherra Spánar og Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar hafa orðið ásáttir um það í símtali.
Hér skal áréttuð sú skoðun að þeir sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu beita ekki heiðarlegum aðferðum við að halda málstað sínum að fólki. Allt frá upphafi hafa þeir neitað að viðurkenna hið rétta eðli viðræðnanna. Þær snúast ekki um sérlausnir umsóknarríkisins heldur framkvæmd á ESB-reglum sem ekki verður breytt í þágu einstakra aðildarríkja.
Ummæli verkalýðsleiðtoga gefa ekki tilefni til bjartsýni-ættu að skoða þrjú söguleg dæmi
Ummæli forystumanna þriggja launþegasamtaka í Morgunblaðinu í dag um þá kjarasamninga, sem framundan eru gefa ekki tilefni til bjartsýni. Hilmar Harðarsson, formaður Samiðnar segir: "Það gefur augaleið að ef kaupmáttur á að aukast þurfum við að vera með launahækkanir sem eru umfram verðbólgu.