Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 18. september 2013

«
17. september

18. september 2013
»
19. september
Fréttir

Evru-andstæðingar kunna að verða Merkel skeinuhættir í kosningunum á sunnudag - kemst AfD yfir 5% þröskuldinn?

Evru-andstæðingar í nýja þýska stjórnmála­flokknum Alternative für Deutschland (AfD) eru taldir geta valdið Angelu Merkel Þýskalandskanslara miklum vandræðum í sambandsþingkosningunum sunnudaginn 22. september í Þýskalandi. Þrjár skoðanakannanir sýna að nú nýtur flokkurinn 4% stuðnings og hann kann þ...

Meiri ís á Norður-Íshafi í ár en 2012

Það er meiri hafís á Norður-Íshafi í ár en á sama tíma árið 2012 segir norska Nansen­miðstöðin. Ísbreiðan er þó töluvert minni en að meðaltali undanfarin tíu ár.

Frakkland: Fyrrverandi ráðherra sakaður um spillingu gengur fram af frönskum þingmönnum með kröfu um ferðastyrk

Jérôme Cahuzac, fyrrverandi fjárlaga­ráðherra Frakklands, sem sakaður er um skattsvik og hefur hrakist frá stjórnmálaþátttöku, hefur kallað yfir sig nýja reiðiöldu í franska þinginu með því að krefjast þess að þingið greiði ferðakostnað hans þegar hann var kallaður fyrir þing­nefnd til að svara spurningum um háttsemi sína.

For­stjóri í alþjóða­samtökum for­stjóra segir ESB hafa „villst af leið“

Evrópa hefur „villst af leið“ og það er orðið tímabært að velta fyrir sér aðild Bretlands að Evrópu­sambandinu sagði Simon Walker, for­stjóri alþjóða­samtakanna Institute of Directors (IoD), á ársfundi þeirra í London miðvikudaginn 18. september. Hann sagði að það ætti að vera forgangsverkefni að koma ...

Þýzkaland: Stjórnar­flokkar 45%-Stjórnar­andstaða 46%

Ný könnun, sem birt er í dag í Þýzkalandi bendir til þess að núverandi stjórnar­flokkar, Kristilegir og Frjálsir demókratar haldi ekki meirihluta sínum á þýzka þinginu.

Þjóðverjar vilja Breta innan ESB

Þjóðverjar vilja að Bretar verði áfram í Evrópu­sambandinu. Ný könnun sýnir að þeir vilja að þýzk stjórnvöld vinni að því. Jafnframt sýnir þessi könnun að einn af hverjum þremur Þjóðverjum treystir framkvæmda­stjórn ESB. Frá þessu segir euobserver.

Norðurslóðir: Átök við rússneskan borpall í morgun-Rússar skutu aðvörunarskotum að aðgerðarsinnum Greenpeace

Í morgun, miðvikudagsmorgun, efndu aðgerðarsinnar á vegum Greenpeace til mótmæla við olíuborpall á yfirráða­svæði Rússa á Norðurslóðum. Tveir þeirra voru handteknir og rússnezkt gæzluskip skaut viðvörunarskotum í námunda við skip Greenpeace. Tveir aðgerðarsinna klifruðu um boð í borpallinn en eru nú komnir niður aftur. Ísbrjótur á vegum Greeanpeace er á svæðinu.

Kýpur: Gjaldeyris­höftin afnumin í janúar- segir forsetinn

Gjaldeyris­höft á Kýpur verða afnumin í janúar að sögn Nikos Anastasiades, forseta landsins. Þetta kemur fram í samtali forsetans við Bloomberg-fréttastofuna. Þau voru sett á í marz til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana.

Svíþjóð: Örvunaraðgerðir í efnahagsmálum sem nema 24 milljörðum sænskra króna

Ríkis­stjórn Svíþjóðar hefur kynnt örvandi aðgerðir í efnahagsmálum, sem nema um 24 milljörðum sænskra króna. Þar á meðal eru skattalækkanir, sem eru þær fimmtu á sjö ára ferli ríkis­stjórnar Reinfeldt. Beinar skattalækkanir nema um 12 milljörðum sænskra króna, hærra frítekjumark, sem nemur 3 milljörðum og að auki lægri skattlagning lífeyrisþega.

Bretland:Flokksbundnum íhaldsmönnum hefur fækkað um 120 þúsund á átta árum

Flokksbundnum meðlimum Íhalds­flokksins brezka hefur fækkað verulega frá árinu 2005. Það ár voru þeir 253 þúsund en .það er árið sem David Cameron var kjörinn leiðtogi flokksins. Nú eru þeir 134 þúsund. Einn af þingmönnum flokksins, Douglas Carswell segir að flótti sé úr Íhalds­flokknum vegna Camerons...

Leiðarar

ESB: Lognið á undan storminum?

Það er rólegt yfir vötnum Evrópu­sambandsins um þessar mundir en allar líkur benda til að það sé lognið á undan storminum. Það eru ekki sízt kosningarnir í Þýzkalandi, sem eru framundan sem valda því hversu litlar umræður fara fram um framtíðarmál ESB um þessar mundir.

Í pottinum

Umbrot í Sjálfstæðis­flokknum í Reykjavík

Umræður síðasta sólarhringinn á opinberum vettvangi sýna, að það eru mikil umbrot innan sjálfstæðis­félaganna í Reykjavík í aðdraganda borgar­stjórnar­kosninga næsta vor.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS