Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Laugardagurinn 21. september 2013

«
20. september

21. september 2013
»
22. september
Fréttir

Gamall KGB-maður í stjórn banka á Kýpur - Rússar búa um fé sitt við nýjar aðstæður

Gamall KGB-maður, handgenginn Vladimír Pútín Rússlandsforseta, er orðinn einn helsti hluthafi í Bank of Cyprus sem bjargað var frá falli með aðstoð ESB og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins. Vladimir Strzhalkovsky sem starfaði með Pútín í KGB hefur verið kjörinn í stjórn helsta banka Kýpur.

Finnland: Katainen lýsir starfsloka­greiðslum for­stjóra Nokia sem „svívirðilegum“

Starfsloka­greiðsla til Stephen Elop, fráfarandi for­stjóra Nokia í Finnlandi sem nemur 18.8 milljónum evra, hefur vakið mikla reiði í Finnlandi. Jyrki Katainen, forsætis­ráðherra sagði við Yle-fréttastofuna finnsku í morgun, að þessi greiðsla væri svívirðileg. Han sagði marga mundu spyrja með rökum hv...

Grikkland: Tsipras tengir saman aðhalds­stefnu og vöxt hægri öfgaafla

Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags vinstri manna í Grikklandi, tengir baráttuna gegn hægri öfgaöflum í Grikklandi við lok aðhalds­stefnu í landinu.

Þýzkaland: Stjórnar­flokkar með eitt prósentustig umfram stjórnar­andstöðu

Skoðanakönnun sem gerð var í Þýzkalandi í fyrradag, fimmtudag, bendir til þess að núverandi stjórnar­flokkar hafi samanlagt eitt prósentustig fram yfir núverandi stjórnar­andstöðu­flokka í fylgi meðal kjósenda að því er fram kemur á vefsíðu Der Spiegel. Hins vegar vilja 58% kjósenda að Angela Merkel haldi áfram sem kanslari en 32% vilja Per Steinbruck, kanslaraefni jafnaðarmanna.

Leiðarar

Danski þjóðar­flokkurinn eflist - hvað gerist í Þýskalandi?

Hér var fyrir viku birt frétt um ræðu sem Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðar­flokksins, flutti á ársþingi flokksins og gagnrýndi harðlega latte-drekkandi elítu Danmerkur sem hefði slitið öll tengsl við venjulegan Dana og sæi framtíðarleið þjóðar­innar liggja um ESB-stofnanir í Brussel. Áhugi á þessari frétt var mikill.

Í pottinum

Sjálfstæðis­flokkurinn í borgar­stjórn: Til hvers?

Það stefnir í mikinn slag í borgar­stjórnar­kosningum í vor. Með ítrekuðum skrifum um borgarmál svo löngu fyrir þær kosningar er Morgunblaðið augljóslega að leggja grunn að málefnabaráttu minnihlutans í borgar­stjórn fyrir þær kosningar. Svo á eftir að koma í ljós hvernig núverandi minnihluta sjálfstæðis­manna gengur að vinna úr þeim grunni, sem þar er verið að leggja.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS