« 22. september |
■ 23. september 2013 |
» 24. september |
Danskt vöruflutningaskip, Nordic Orion, er nú hálfnað á leið sinni um ísinn fyrir norðan Kanada, norðvestur-leiðina svonefndu.
Forystusveit þýskra græningja segir af sér eftir kosningaósigur
Forystusveit þýskra græningja: Claudia Roth, Cem Özdemir, Jürgen Trittin og Katrin Göring-Eckardt tilkynnti afsögn sína mánudaginn 23. september eftir að flokkurinn náði ekki settu marki í þingkosningunum sunnudaginn 22. september. Óvissa ríkir nú um stefnu flokksins og forystu hans. Claudia Roth,...
Le Monde: Miðjustefna Merkel sigraði - hægfara þróun í ESB í takti við þýskan vilja
Hér birtist í lauslegri þýðingu leiðari franska blaðsins Le Monde mánudaginn 23. september þar sem fjallað er um sigur Angelu Merkel í þingkosningunum sunnudaginn 22. september: Angela Merkel bar sigur úr býtum. Þjóðverjar veittu henni góðan stuðning sunnudaginn 22. september. Henni hefur, 59 ...
Þýskaland: FDP aldrei fyrr utan þings - hefur átt ráðherra í 52 ár af 64
Aldrei fyrr frá stríðslokum hafa frjálsir demókratar (FDP) staðið utan sambandsþings Þýskalands, Bundestag. Enginn flokkur hefur átt ráðherra jafnoft í ríkisstjórn Þýskalands og FDP, ráðherrar flokksins hafa setið í ríkisstjórn í 52 ár af 64 árum síðan Þýska sambandslýðveldið kom til sögunnar.
Tyrkland sennilega aldrei aðili að ESB-segir Evrópuráðherra Tyrkja
Egemen Bagis, Evrópuráðherra Tyrklands, segir í samtali við Reuters að Tyrkland muni sennilega aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu. Hann segir meiri líkur á að Tyrkir muni gera sérstaka samninga við ESB um aðgang að mörkuðum ESB-ríkja.
Meira en 40 umhverfisverndarsamtök hafa skrifað Pútín Rússlandsforseta og beðið hann láta lausa um 30 aðgerðarsinna, sem voru um borð í Arctic Sunrise, skipi Greenpeace, sem var tekið í námunda við rússneska olíuborpalla fyrir nokkrum dögum svo og afhenda eigendum skipið sjálft. Gert er ráð fyrir að skipið komi til hafnar í Múrmansk á morgun, þriðjudag.
Þýzkaland: Kostirnir eru jafnaðarmenn eða græningjar
Bráðabirgðatölur benda til að Kristilegir demókratar og CSU, systurflokkur þeirra í Bæjaralandi hafi fengið 311 þingsæti af 630. Kristilegir þurfa því að semja við einn af þremur stjórnarandstöðuflokkum til vinstri um meirihlutastjórn. Mestar líkur eru á að við taki samsteypustjórn þeirra og jafnaða...
Grikkland: „Sigur fyrir drottningu aðhaldsins“-Merkel er tákn fyrir hataðan niðurskurð
BBC segir viðbrögð Grikkja við sigri Angelu Merkel í þingkosningunum í Þýzkalandi blendin. Á forsíðu vinstri sinnaðs blaðs, Ta Nea, var mynd af Merkel í hásæti undir fyrirsögninni: Sigur fyrir drottningu aðhaldsins. Fréttaritari BBC í Aþenu segir litla gleði í Grikklandi yfir því að Merkel muni ráða ferðinni í fjögur ár í viðbót.
Nú fer allt á fulla ferð innan ESB-en hvað um utanríkisráðuneyti Íslands?
Nú er þingkosningum lokið í Þýzkalandi og telja verður víst að Angela Merkel verði áfram kanslari, þótt ekki liggi fyrir hver samstarfsflokkur hennar verður. Þetta þýðir að margvísleg mál innan Evrópusambandsins, sem hafa verið í hægagangi fara nú á fulla ferð og þar á meðal spurningin um það hvers konar bankabandalag verði sett upp.
Það kostar 16 milljarða að stjórna fundum ESB í 6 mánuði
Það er dýrt spaug að vera í Evrópusambandinu. Æðsta forysta þess skiptist á milli aðildarríkja á sex mánaða fresti. Næst er komið að Grikkjum.