« 23. september |
■ 24. september 2013 |
» 25. september |
Schäuble segir Þjóðverja ekki munu breyta evru-stefnu
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að stjórn sem mynduð verði undir forsæti Angelu Merkel muni halda fast við mótaða stefnu þýskra stjórnvalda um að styrkja evruna í sessi. Hann sagði óskynsamlegt að gefa eftir í því efni.
Þýskaland: Forystusveit græningja þynnist meira - sumir vilja samstarf við Merkel
Jürgen Trittin, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands og þingflokksformaður græningja, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formennsku í þingflokknum á nýju þingi eftir kosningarnar sunnudaginn 22. september. „Ég sækist ekki eftir formennsku að nýju,“ sagði Trittin (59 ára) á Twitter eftir ...
Sigmundur Davíð í samtali við Sky: Lykillinn að endurreisn Íslands að þjóðin ræður sér sjálf
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í Bretlandi fyrir nokkrum dögum, að kannski ætti hugarfar eyjabúa, sem sumir teldu sameiginlegt einkenni á Bretum og Íslendingum einhvern þátt í lítilli hrifningu Íslendinga á að gerast aðili að Evrópusambandinu.
Grikkland: Verkföll halda áfram í þessari viku
Opinberir starfsmenn í Grikklandi efna til nýs 48 stunda verkfalls í dag og á morgun og er þetta í annað sinn á innan við viku, sem þeir efna til verkfalla til að mótmæla umbótum í opinbera geiranum, Framhaldsskólakennarar halda áfram í dag í verkfalli, sem hófst í gær en þeir voru í verkfalli í fimm daga í síðustu viku.
Spiegel: Valkostur fyrir Þýzkaland á sér framtíð
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að Valkostur fyrir Þýzkaland, nýr stjórnmálaflokkur, sem stofnaður var fyrr á þessu ári og vill leggja niður evruna, hafi vakið athygli fyrir góðan árangur í þingkosningunum sl. sunnudag, þótt flokkurinn hafi ekki náð mönnum á þing. Valkostur fyrir Þýzkaland fékk 4,7% atkvæða.
Bretland: Gordon Brown færist undan að svara spurningum um myrkraverk McBride
Það vekur athygli í Bretlandi, að Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, færist undan að svara spurningum blaðamanna um bók Damian McBride, fyrrum spunameistara Brown.
Angela Merkel ætlar ekki að breyta um Evrópustefnu
Angela Merkel, stórsigurvegari í þýsku þingkosningunum sunnudaginn 22. september, sagði mánudaginn 23. september að hún ætlaði ekki að breyta um stefnu varðandi lausn skuldavandans á evru-svæðinu. „Við munum halda sömu Evrópustefnu, þetta eru mikilvægustu skilaboðin til þjóðarinnar. Evrópustefnan ...
Biðin langa er brátt á enda-ríkisstjórnin verður að sýna á spilin
Biðin langa er brátt á enda. Biðin eftir því að ríkisstjórnin sýni á spilin. Ef í ljós kæmi að ríkisstjórnin hafi engin spil á hendi er ekki gott að vita hvað gerist. Að vísu hafa einstakir ráðherrar verið duglegir við að vera í útlöndum. Það er gömul þjóðsaga í pólitík að þegar ráðherrar eru mikið í útlöndum séu þeir að flýja verkefnin heima fyrir.