Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 1. október 2013

Fréttir

Ungverjaland: Heimilislausum refsað fyrir að sofa á götum úti eða í leyfislausum kofum

Samþykkt hefur verið á þingi Ungverjalands að fjarlægja þúsundir heimilislausra af götum Búdapest og annarra borga. Ríkis­stjórnin segir að markmiðið sé að veita fólkinu aðstoð og nóg rými megi finna í gistiskýlum. Gagnrýnendur laganna segja að þau geri heimilislausa að sakamönnum sem megi sekta eða jafnvel setja í fangelsi.

ESB notar meira fé til að kynna sig en Coca Cola notar fyrir allar vörur sínar

Auglýsinga- og kynningaútgjöld ESB eru hærri en hjá Coca Cola, þau nema alls 2,4 milljörðum punda (470 milljarðar ISK). ESB heldur úti 44 stjórnaerindrekum á Barbados-eyjum og heldur síðdegisboð fyrir 265.000 pund (50 milljónir ISK) árlega auk þess að verja 160.000 (31 m ISK) pundum í heilsuræktarst...

Atvinnuleysi minnkar um 0,1% á evru-svæðinu - óbreytt innan ESB

Atvinnuleysi minnkaði á evru-svæðinu í fyrsta sinn í rúm tvö ár í 12% í júlí en það var 12,1% í júní. Hélst það áfram í 12% í ágúst.

Verðbólga á evru­svæðinu er nú 1,1%

Verðbólga á evru­svæðinu mælist nú 1,1% og hefur ekki verið lægri frá árinu 2010 að því er fram kemur á euobserver. Vefmiðillinn segir að þetta þýði að Seðlabanki Evrópu geti haldið óbreyttri stefnu í peningamálum. Það sé engin þörf á því að SE grípi til aðgerða gegn verðbólgu.

Staða aldraðra: Ísland í 9. sæti á heimsvísu

Þegar staða aldraðra er metin að því er varðar tekjur, heilsu, menntun, atvinnustig og umhverfi er Svíþjóð í fyrsta sæti á heimsvísu og Noregur í öðru sæti.

Noregur: Strangari reglur um innflytjendur

Brezka dagblaðið Guardian segir í morgun að búast megi við strangari reglum um innflytjendur í Noregi þegar væntanleg minnihluta­stjórn Hægri flokksins og Framfara­flokksins tekur við völdum.

Þýzkaland: Atvinnuleysi jókst í september

Atvinnuleysi jókst í Þýzkalandi í september sl. um 25 þúsund manns og eru nú tæplega 3 milljónir manna atvinnulausar þar. Greinendur höfðu talið að atvinnuleysi mundi minnka um 5000 eftir 9000 manna aukningu í ágúst. Atvinnuleysi er nú 6,9% í Þýzkalandi.

Leiðarar

Ríkis­stjórnin verður að flýta sér af gráa svæðinu

Í dag verður alþingi sett, 143. löggjafarþingið. Þingsetningu var frestað um nokkra daga að ósk nýrrar ríkis­stjórnar sem vildi meira ráðrúm til að undirbúa fyrsta fjárlaga­frumvarpið sitt. Það verður lagt fram á alþingi í dag og er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvaða nýi tónn verður þar gef...

Í pottinum

Er þetta til of mikils mælzt?

Vefmiðillinn eyjan.is spyr í morgun hvað vaki fyrir höfundi þessa pistils með ósk um það í leiðara Evrópu­vaktarinnar í gær að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis­ráðherra, skýri stefnu og afstöðu ríkis­stjórnar­innar til aðildarumsóknarinnar í stefnuræðu sinni á Alþingi og telur að með slíkri ósk sé...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS