Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Föstudagurinn 4. október 2013

«
3. október

4. október 2013
»
5. október
Fréttir

Ítölsk þing­nefnd: Berlusconi skal rekinn af þingi

Nefnd í öldunga­deild ítalska þingsins lagði til föstudaginn 4. október að Silvio Berlusconi yrði rekinn af þinginu vegna dóms sem hann hefur hlotið um skattsvik. Tillaga nefndarinnar verður lögð fyrir öldunga­deildina fyrir lok október. Eftir fund sem stóð í nokkrar klukkustundir sagði Dario Stefano...

Brussel: Svartsýni á fundi fræðimanna og forystumanna ESB um stöðu og framtíð sambandsins - ótti vegna komandi ESB-þingkosninga

Hópur fræðimanna, ESB-forystumanna og stjórnmálamanna kom saman í Brussel miðvikudaginn 2. október til að ræða um ógnir sem steðja að Evrópu­sambandinu og leiðir til að sigrast á kvíðanum sem leggst á marga vegna stöðunnar innan sambandsins. Á vefsíðunni EUobserver segir að í umræðunum hafi verið va...

Tóbaksrisi sagður hafa boðið ESB-þingmönnum í málsverði fyrir 250 milljónir króna til að milda reglur um tóbaksbann

Birtar hafa verið óstaðfestar upplýsingar um að tóbaksrisinn Philip Morris International (PMI) hafi varið 1,5 milljón evra (um 250 milljónum ISK) í hádegis- og kvöldverði til að telja ESB-þingmönnum trú um nauðsyn þess að draga úr bann­reglum í nýju frumvarpi til ESB-tóbakslaga sem greidd verða atkvæði um næst þegar ESB-þingið kemur saman í Strassborg nú í október.

ESB: Orðrómur um tilraunir til að takmarka frjálsa för Suður-Evrópubúa - Viviane Reding snýst til varnar réttinum til frjálsrar farar

Þingmenn á ESB-þinginu velta fyrir sér leiðum til að takmarka straum innflytjenda frá suðurhluta Evrópu norður á bóginn. Hugmyndir um þetta hafa einnig verið til umræðu í framkvæmda­stjórn ESB segir á vefsíðu blaðsins New Europe sem er gefið út í Brussel. Þar er jafnframt bent á að allar aðgerðir í þá veru að takmarka ferðafrelsi fólks séu í andstöðu við hugmyndafræðina að baki Evrópu­sambandinu.

Grænland: Tak­markaðir flutningar í áætlunarflugi milli Nuuk og Iqaluit í Nunavut

Áætlunarflugi á milli Iqaluit, höfuðborgar Nunavut, sem er nyrzta fylki Kanada og Nuuk, höfuðborgar Grænlands er lokið í ár. Talsmaður Grænlandsflugs (Air Greenland) segir að áætlunarflugið hafi ekki gengið jafn vel í ár og vonir stóðu til. Markmiðið með áætlunarfluginu var að þjóna námu- og olíuiðnaði en árið í ár hefur ekki verið þeirri starfsemi hagstætt.

Ítalía: Brottrekstur Berlusconi af þingi til meðferðar í þing­nefnd í dag

Í dag hefst á Ítalíu málsmeðferð í þing­nefnd öldunga­deildar ítalska þingsins, sem getur leitt til brottrekstrar Silvio Berlusconi af þingi. Ef þing­nefndin samþykkir að svipta Berlusconi þingmennsku verður öldunga­deildin sjálf að staðfesta þá ákvörðun áður en hún kemur til framkvæmda.

Tékkland: Vaclav Klaus hvetur til úrsagnar úr ESB

Vaclav Klaus, fyrrum forseti Tékklands, hvetur til þess í nýrri bók, sem euobserver segir að komi fljótlega í bókabúðir að Tékkar yfirgefi Evrópu­sambandið. Hann segir í bókinni að endalausar tilskipanir frá Evrópu­sambandinu geri stjórnmála­flokkum í Tékklandi ókleift að koma fram nokkrum breytingum á tékknesku sam­félagi. Efasemdir Vaclav Klaus um aðild Tékklands að ESB eru vel þekktar.

Norðurhöf: Svíar og Rússar aðilar að olíuleit á yfirráða­svæði Norðmanna

Sæsnkt olíu­félag, Lundin Petroleum og rússneskt olíu­félag, Rosneft, hafa ákveðið að taka þátt í olíu- og gasleit á yfirráða­svæði Norðmanna í Norðurhöfum að því er fram kemur á Barents Observer. Bæði félögin hafa leyfi til rannsóknar og leitar í Noregs hluta Barentshafs.

Leiðarar

Beðið eftir Berlín

Þótt kosningar í Þýzkalandi séu afstaðnar með glæstum sigri Angelu Merkel og flokks hennar er enn allt á huldu um hvers konar ríkis­stjórn tekur við í Þýzkalandi. Meðal jafnaðarmanna er sterk andstaða við aðild að ríkis­stjórn með Kristilegum demókrötum og enn hefur möguleiki á ríkis­stjórn Kristilegra og Græningja ekki verið útilokaður.

Í pottinum

Getur verið að Machiavelli sé á ferð í fjármála­ráðuneytinu

Gamalreyndur stjórnmálamaður að norðan hafði orð á því á dögunum, að sennilega hefði Bjarni Benediktsson, fjármála­ráðherra, ákveðið að leggja fram fjárlaga­frumvarp sitt í þeirri mynd, sem það liggur nú fyrir þinginu til þess að láta þingið sjálft standa frammi fyrir stöðunni í heilbrigðismálum þjóðar­innar. Umræður í Kastljósi RÚV í gærkvöldi ýta undir þessa skoðun.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS