« 6. október |
■ 7. október 2013 |
» 8. október |
Nýr stjórnarsáttmáli kynntur í Noregi - Framfaraflokkurinn í fyrsta sinn í ríkisstjórn í 40 ár
Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, og Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, kynntu stefnuyfirlýsingu nýrrar tveggja flokka ríkisstjórnar í Noregi að kvöldi mánudags 7. október. Nú er ljóst að Framfaraflokkurinn á í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn í 40 ára sögu sinni. „Fyrir 40 árum stofnað...
Akis Tsochatzopoulos, fyrrverandi varnarmálaráðherra Grikklands og einn af stofnendum gríska sósíalistaflokksins, PASOK, var mánudaginn 7. október sakfelldur fyrir að koma á fót flóknu kerfi peningaþævættis til að fela slóð milljóna dollara sem sagt er að hann hafi þegið í mútur við gerð kaupsamning...
Frá því var skýrt mánudaginn 7. október að rannsóknardómarar í máli þar sem Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, lá undir grun um að hafa þegið ólögmætan fjárstuðning frá Liliane Bettencourt (90 ára), auðugustu konu Frakklands, hefðu ákveðið að fella niður frekari rannsókn á hendur Sarkoz...
Nýtt gasflutningaskip siglir norðausturleiðina milli N-Noregs og Japans eftir
Aðeins eru fáir mánuðir síðan gasflutningaskipið (LNG-skipið) Arctic Aurora hélt í sína fyrstu ferð frá skipasmíðastöð í Kóreu. Nú er skipið hins vegar lagt upp í jómfrúrarferð sína með með gas frá norsku stöðinni á Melkøya, fyrir norðan Hammerfest, til Japans.
Sjálfstæði Skotlands: Forstjóri Opec segir það óhugsandi - tekjur af Norðursjávarolíu hverfi
Abdalla Salem el-Badri, framkvæmdastjóri OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, segir í samtali við The Daily Telegraph (DT) mánudaginn 7. október að hann telji sjálfstæði Skotlands óhugsandi. Hann hafnar þeirri skoðun Alex Salmonds, forsætisráðherra Skotlands, að Skotar geti skapað sér efnahagslegt sj...
Írland: Nýtt fjárlagafrumvarp lagt fyrir Brussel áður en það er sýnt í þinginu
Nýtt fjárlagafrumvarp írsku ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel til óformlegs samþykkis í gærkvöldi áður en það verður sýnt þingmönnum á Írska þinginu. Háttsettir írskir embættismenn fóru til Brussel um helgina til þess að ræða fjárlagafrumvarpið við starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar.
Hitastigið í Barentshafi 5 gráðum hærra en venjulega
Hitastigið í Barentshafi er nú 5 gráðum hærra en venjulega að því er fram kemur í Barents Observer. Þetta á við um yfirborð hafsins en hitastig á hafsbotni er eins og venjulega segir Hafrannsóknarstofnun Noregs.
Kýpur: Rannsóknarnefnd um bankahrunið leggur megin ábyrgð á herðar Christofias, fyrrum forseta
Rannsóknarnefnd á Kýpur, sem unnið hefur að rannsókn á ástæðum bankahrunsins þar kynnti niðurstöður sínar í morgun. Megin niðurstaða nefndarinnar er að Demetris Christofias, fyrrverandi forseti Kýpur beri meginábyrgð á því að leiða þjóðina fram á brún þjóðargjaldþrots.
Írska fjárlagafrumvarpið lagt fram í Brussel áður en það er sýnt í Dublin
Nú um helgina flugu nokkrir írskir embættismenn til Brussel. Erindi þeirra þangað er að leggja fyrir starfsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins meginlínur nýs fjárlagafrumvarps írsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ári og fá óformlegt samþykki framkvæmdastjórnarinnar fyrir því.
Píratar og virðing alþingis - á þetta tvennt saman?
Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður nýja stjórnmálaflokksins Pírata, hann er fæddur í október árið 1980 og verður því 33 ára á næstunni.
Hrunið: Umræður um helgina hafa litlu skilað í nýjum upplýsingum
Umræður um helgina um fimm ára afmæli hrunsins hafa litlu sem engu skilað í nýjum upplýsingum, þótt það kunni að breytast í kvöld, mánudagskvöld, þegar Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóri ræðir um þennan örlagaríka atburð í kvöldverði, sem uppselt er á.