« 14. október |
■ 15. október 2013 |
» 16. október |
Norskur stjórnmálafræðingur: Var Norðmönnum markvisst haldið utan mælendaskrár á Arctic Circle?
Bente Aasjord, norskur stjórnmálafræðingur, skrifar grein í blaðið Klassekampen þriðjudaginn 15. október um hringborð norðurslóða, Arctic Circle-ráðstefnuna, í Hörpu um síðustu helgi og vekur athygli á að „ingen fra det offisielle Norge er på talerlistene“ - engir opinberir fulltrúar Noregs hafi v...
London verður aflandsmiðstöð fyrir viðskipti með kínverska gjaldmiðlinum, yuan
Tilkynnt hefur verið að London verði aflandsmiðstöð fyrir kínverska gjaldmiðilinn, yuan. Frá London verður unnt að stunda fjárfestingar í yuan sem er undir ströngu eftirliti kínverskra yfirvalda. Bretar náðu með þessu forskoti gagnvart Þjóðverjum og Frökkum sem höfðu veðjað á Frankfurt eða París.
Gamalt blað skiptir enn einu sinni um nafn
Gamalkunnugt blað, International Herald Tribune (IHT), er úr sögunni og í stað þess kemur The International New York Times, fyrsta tölublaðið birtist þriðjudaginn 15. október. Richard Stevenson, ritstjóri IHT, segir að lesendur blaðsins undir gamla heitinu þurfi ekki að fyllast ótta. Hann segir við...
Grikkland: Lánardrottnar krefjast frekari niðurskurðar um 2 milljarða evra
Lánardrottnar Grikkja krefjast þess, að þeir skeri niður um 2 milljarða evra til viðbótar á árinu 2014 í framhaldi af fundi í Evrópuhópnum í Lúxemborg í gær. Stournaras, fjármálaráðherra fór til Aþenu með þennan boðskap. Grísk stjórnvöld hafa lagt áherzlu á að frekari niðurskurður kæmi ekki til.
Moskva: 1200 handteknir-þúsund lögreglumenn og þyrlur á ferð vegna óeirða í borgarhverfi
Lögreglan í Moskvu framkvæmdi húsleit í vöruhúsum grænmetissala í Biryulyovo hverfi í Moskvu í gær og handtók um 1200 manns. Þetta vöruhús er eitt hinna stærstu í Rússlandi og er starfsrækt á 120 þúsund fermetrum og veltir sem svarar 40 milljónum dollara á dag. Það hefur lengi legið undir grun frá nágrönnum vegna meintrar spillingar að því er fram kemur í Moscow News.
Grænland: Gömul herstöð til sölu
Á síðasta ári lokuðu Danir herstöð í Grönnedal í suðurhluta Grænlands, þegar herstjórn Dana í Færeyjum og Grænlandi var sameinuð í eina Norðurskauta-herstjórn með aðsetri í Nuuk á Grænlandi. Þessi herstöð var upphaflega sett upp af Bandaríkjamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. En þótt herstöðinni hafi verið lokað standa útgjöldin eftir að sögn Berlingske Tidende.
Miðjarðarhaf: Ítalski sjóherinn bjargaði um 300 í morgun
Ítalski sjóherinn bjargaði um 300 innflytjendum í morgun úr sjónum á milli Skileyjar og Líbíu og beitti skipum, þyrlum og drónum til þess að koma í veg fyrir frekari sjóslys á þessu svæði. Skip frá sjóhernum fóru út síðla dags í gær eftir neyðarkall frá tveimur bátum. Þeir fundust og fólkið flutt til Lampedusa í morgun. Ítalski sjóherinn er að auka nærveru sína á þessu svæði.
Móta verður skýra stjórnarstefnu gagnvart Kínverjum
Flokksbræðurnir og íhaldsmennirnir George Osborne, fjármálaráðherra Breta, og Boris Johnson, borgarstjóri í London, fara nú um Kína og leitast við að milda reiði kínverskra ráðamanna í garð breskra stjórnvalda eftir að samskipti ríkjanna lentu í „djúpfrysti“, eins og breskir fjölmiðlar orða það, þeg...
En hvað með Sjálfstæðisflokkinn er spurt
Í gær var fjallað um tilvistarvanda vinstri flokkanna á Íslandi hér á þessum vettvangi. Sumir lesendur Evrópuvaktarinnar hafa spurt - með réttu- en hvað um Sjálfstæðisflokkinn? Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins blasir við með ýmsum hætti en ekki sízt í aðdraganda borgarstjórnarkosninga næsta vor.