« 18. október |
■ 19. október 2013 |
» 20. október |
Athugun yfirvalda á stjórnsýslu vegna brottvísunar 15 ára róma-stúlku frá Frakklandi hefur leitt í ljós að brottvísun fjöldskyldu hennar var lögmæt. Frakklandsforseti hefur sagt að stúlkan geti snúið að nýju til að ljúka námi sínu í Frakklandi en án fjölskyldu sinnar.
Grænlenska útgerðarfélagið Royal Greenland telur að tilraunaveiðar á makríl í grænlenskri lögsögu síðsumars og fram í miðjan september í ár hafi skilað góðum árangri. Gæði makríls við Austur-Grænlands séu mikil. Aflanum var annaðhvort landað á Íslandi eða beint um borð í frystiskip á miðunum.
Ráðherraráð ESB vill ekki makrílstríð við Íslendinga og Færeyinga
Þrýst er á framkvæmdastjórn ESB að leysa makríldeiluna við Íslendinga og Færeyinga án þess að grípa til refsiaðgerða.
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem nýtur mestra vinsælda sem andstæðingur hins óvinsæla François Hollandes Frakklandsforseta, hefur einsett sér að koma á fót róttækum and-ESB flokki á ESB-þinginu í samvinnu við Geert Wilders, þingmann í Hollandi.
Marine Le Pen: ESB mun falla eins og Sovétríkin
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku þjóðfylkingarinnar sagði í útvarpsviðtali í Frakklandi sl. fimmtudag, að Evrópusambandinu væri ekki við bjargandi, ekkert fremur en Sovétríkjunum. Hún sagði að Evrópusambandið mundi falla, alveg eins og Sovétríkin hefðu fallið.
Moskva: Vikulegar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum
Lögreglan í Moskvu ætlar í vikulegar aðgerðir til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum að því er lögreglustjóri borgarinnar tilkynnti í gær. Markmiðið er að draga úr vaxandi óánægju Moskvubúa vegna innflytjenda. Aðgerðirnar beinast að því að kanna íbúðir sem talið er að slíkir innflytjendur búi í.
Rússland: Áhyggjur af olíuskaða í Komi-lýðveldinu
Yfirvöld í Komi-lýðveldinu, sem er hluti Rússlands og liggur vestan Úralfjalla og nyrzt í landinu, ekki langt frá Hvítahafi, hafa miklar áhyggjur af olíuskaða á sínu landsvæði og því að olíufélög leyni því að slíkt tjón hafio orðið. Um 70% af landsvæði Komi er skógi vaxið og þar eru mikil fljót. Svæðisstjórnin í Komi vill að olíufélög, sem láti ekki vita af slíkum skaða verði svipt starfsleyfi.
Kýpur: Atvinnuleysi meðal ungs fólks komið í 40%
Atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri á Kýpur var komið í 40,3% við lok annars fjórðungs þessa árs að því er fram kemur í Cyprus-Mail. Almennt atvinnuleysi á eyjunni stendur nú í um 17% og um þriðjungur þess fólks er með háskólamenntun. Verst er ástandið í byggingariðnaði.
Írar vilja losna - Grikkir sitja fastir
Nýlega var greint frá áformum írsku ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá lánasamstarfi við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þríeykið, og sækja út á inn almenna fjármálamarkað eftir fjármagni, Enda Kenny forsætisráðherra sagði á landsfundi flokks síns: „Þetta þýðir ekki að efnahagsvandinn sé að baki. Við eigum enn eftir að takast á við erfiðleika.
Þróunin í átt til frekari sameiningar Evrópu er að sigla í strand
Sjálfsagt er of langt gengið hjá Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar að halda því fram að Evrópusambandið muni falla eins og Sovétríkin gerðu en frá þeim ummælum er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag. Þarna er auðvitað ólíku saman að jafna, lýðræðisríkjum annars vegar en einræðisríki hins vegar.