Laugardagurinn 14. desember 2019

Laugardagurinn 19. október 2013

«
18. október

19. október 2013
»
20. október
Fréttir

Frakkland: Löglega staðið að brottvísun róma-stúlku - forsetinn segir hana geta lokið námi sínu í gamla skólanum

Athugun yfirvalda á stjórnsýslu vegna brottvísunar 15 ára róma-stúlku frá Frakklandi hefur leitt í ljós að brottvísun fjöldskyldu hennar var lögmæt. Frakklands­forseti hefur sagt að stúlkan geti snúið að nýju til að ljúka námi sínu í Frakklandi en án fjölskyldu sinnar.

Royal Greenland fagnar góðum makrílveiðum - alls veiddust 52.000 lestir við Austur-Grænland síðsumars 2013

Grænlenska útgerðar­félagið Royal Greenland telur að tilraunaveiðar á makríl í grænlenskri lögsögu síðsumars og fram í miðjan september í ár hafi skilað góðum árangri. Gæði makríls við Austur-Grænlands séu mikil. Aflanum var annaðhvort landað á Íslandi eða beint um borð í frystiskip á miðunum.

Ráðherraráð ESB vill ekki makrílstríð við Íslendinga og Færeyinga

Þrýst er á framkvæmda­stjórn ESB að leysa makríldeiluna við Íslendinga og Færeyinga án þess að grípa til refsiaðgerða.

And-ESB-sinnar skipuleggja sig vegna komandi ESB-þingkosninga - Marine Le Pen tekur forystu með Geert Wilders

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem nýtur mestra vinsælda sem andstæðingur hins óvinsæla François Hollandes Frakklandsforseta, hefur einsett sér að koma á fót róttækum and-ESB flokki á ESB-þinginu í samvinnu við Geert Wilders, þingmann í Hollandi.

Marine Le Pen: ESB mun falla eins og Sovétríkin

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku þjóðfylkingarinnar sagði í útvarpsviðtali í Frakklandi sl. fimmtudag, að Evrópu­sambandinu væri ekki við bjargandi, ekkert fremur en Sovétríkjunum. Hún sagði að Evrópu­sambandið mundi falla, alveg eins og Sovétríkin hefðu fallið.

Moskva: Vikulegar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum

Lög­reglan í Moskvu ætlar í vikulegar aðgerðir til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum að því er lögreglu­stjóri borgarinnar tilkynnti í gær. Markmiðið er að draga úr vaxandi óánægju Moskvubúa vegna innflytjenda. Aðgerðirnar beinast að því að kanna íbúðir sem talið er að slíkir innflytjendur búi í.

Rússland: Áhyggjur af olíuskaða í Komi-lýðveldinu

Yfirvöld í Komi-lýðveldinu, sem er hluti Rússlands og liggur vestan Úralfjalla og nyrzt í landinu, ekki langt frá Hvítahafi, hafa miklar áhyggjur af olíuskaða á sínu land­svæði og því að olíufélög leyni því að slíkt tjón hafio orðið. Um 70% af land­svæði Komi er skógi vaxið og þar eru mikil fljót. Svæðis­stjórnin í Komi vill að olíufélög, sem láti ekki vita af slíkum skaða verði svipt starfsleyfi.

Kýpur: Atvinnuleysi meðal ungs fólks komið í 40%

Atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri á Kýpur var komið í 40,3% við lok annars fjórðungs þessa árs að því er fram kemur í Cyprus-Mail. Almennt atvinnuleysi á eyjunni stendur nú í um 17% og um þriðjungur þess fólks er með háskóla­menntun. Verst er ástandið í byggingariðnaði.

Leiðarar

Írar vilja losna - Grikkir sitja fastir

Nýlega var greint frá áformum írsku ríkis­stjórnar­innar um að hverfa frá lána­samstarfi við Evrópu­sambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn, þríeykið, og sækja út á inn almenna fjármála­markað eftir fjármagni, Enda Kenny forsætis­ráðherra sagði á landsfundi flokks síns: „Þetta þýðir ekki að efnahagsvandinn sé að baki. Við eigum enn eftir að takast á við erfiðleika.

Í pottinum

Þróunin í átt til frekari sameiningar Evrópu er að sigla í strand

Sjálfsagt er of langt gengið hjá Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar að halda því fram að Evrópu­sambandið muni falla eins og Sovétríkin gerðu en frá þeim ummælum er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag. Þarna er auðvitað ólíku saman að jafna, lýðræðisríkjum annars vegar en einræðisríki hins vegar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS