« 26. október |
■ 27. október 2013 |
» 28. október |
Obama sagður hafa viljað vita allt um Merkel
Bild am Sonntag (BAMS) segir sunnudaginn 27. október að Barack Obama hafi árið 2010 sjálfur samþykkt að sími Angelu Merkel Þýsklandskanslara væri hleraður. Heimildarmenn í Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) segi þetta. Heimildarmennirnir segja að Keith Alexander, yfirmaður NSA, hafi upplýst O...
Innanríkisráðherra Þýskalands vill að þeir sem sekir eru um hleranir sæti refsingu
Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, krefst svara frá Bandaríkjastjórn vegna ítrekaðra grunsema um að sími Angelu Merkel Þýskalandskanslara hafi verið hleraður auk þess sem brotið hafi verið á annan hátt gegn friðhelgi manna í Þýskalandi frá árinu 2002. Innanríkisráðherrann sagði ...
Aleqa Hammond játar misgjörðir en segir þeim kafla lokið
Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segist hafa gert mikil mistök en hlotið sinn dóm.
Inúítar hvetja Kanada til að leggja meiri áherzlu á Norðurslóðir
Leiðtogar Inúíta í Kanada hvetja til þess að stjórnvöld leggi meiri áherzlu á rannsóknir á málefnum Norðurslóða. Þetta var niðurstaðan eftir þriggja daga fund um þessi mál í síðustu viku að sögn Alaska Dispatch. Einn helzti leiðtogi Inúíta, Duane Smith, segir að kanadískir vísindamenn þurfi að leita annað vegna rannsókna sinna.
Bild Zeitung: Obama fékk upplýsingar um hlerun farsíma Merkel 2010
Þýzka dagblaðið Bild segir að Obama, forseti, hafi sjálfur gefið njósnastofnunum grænt ljós á að hlera farsíma kanslara Þýzkalands.
Georgía: Forsetakosningar í dag
Í dag fara fram forsetakosningar í Georgíu. Mikhail Saakashvili, getur ekki boðið sig fram á ný þar sem hann hefur setið í tvö kjörtímabil. Frambjóðendur eri 23 en BBC segir að forystuna hafi Giorgi Margvelashvili, náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans en ráðherrann og fráfarandi forseti hafa háð erfiða pólitíska baráttu sín í milli.
Tékkland: Babis er lykilmaður að loknum kosningum
Tékkneskur auðmaður, fæddur í Slóvakíu, Andrej Babis að nafni er orðinn lykilmaður í tékkneskum stjórnmálum að loknum þingkosningunum í gær.
Eru Sjálfstæðisflokkur og Bezti flokkurinn beztu vinir?
Það er athyglisvert að fylgjast meðn því hvað stjórnmálaflokkar eiga auðvelt með að starfa saman, þegar hagsmunir þeirra sjálfra krefjast þess. Bezti flokkurinn stóð frammi fyrir pólitísku vandamáli vegna vel heppnaðrar undirskriftarsöfnunar þeirra, sem eru andvígir brottflutningi flugvallarins.