« 2. nóvember |
■ 3. nóvember 2013 |
» 4. nóvember |
Bretland: Engir iPadar eða farsímar á ríkisstjórnarfundum - óttast njósnir Kínverja
Breskar öryggisstofnanir óttast að erlendar njósnastofnanir hafi þróað tækni til að breyta tækjum eins og farsímum og spjaldtölvum í hlustunartæki án þess að eigandinn hafi um það hugmynd og þannig sé unnt að hlera trúnaðarfundi.
Þýska njósnastofnunin BND viðurkennir samskipti við aðra en ekki bort gegn þýskum lögum
Þýska stofnunin Bundesnachrichtendienst (BND) sem stundar njósnir utan landamæra Þýskalands hefur staðfest réttmæti frétta um að hún skiptist á upplýsingum við evrópskar systurstofnanir sem safna miklu magni upplýsinga með leynd. Talsmaður stofnunarinnar neitar því hins vegar að hún hafi í samvinnu Breta leitað leiða til að fara í kringum þýsk lög.
Öfgafullum íslamistum fjölgar í Noregi - vilja að sett verði sharialög
Í norska blaðinu Dagbladet segir laugardaginn 2. nóvember að það fjölgi í öfgahópum íslamista í Noregi. Talið að nú séu um 200 íslamistar í landinu. Þeir eigi eitt sameiginlegt markmið: að sett verði sharialög í Noregi. Dagbladet segir að flestir hinna öfgafyllstu í hópi íslamistanna hafi alþjóðl...
Nýtt plastefni gegn bakteríum og sveppum - auðveldar geymslu á brauði og ostum
Vísindamenn hafa þróað plastpoka sem geta komið í veg fyrir að brauð og ostur mygli eftir aðeins fárra daga geymslu. Með nýrri gerð af plasti er unnt að koma í veg fyrir að bakteríur og sveppir myndist og er þar með unnt að geyma mat lengur. Brauð yrði nýtanlegt nokkrum dögum lengur og ostur yrði myglulaus vikum saman.
Finnland: Hitler kom í heimsókn á 75 ára afmæli Mannerheims
Adolf Hitler kom í leynilega heimsókn til Finnlands sumarið 1942 í tilefni af 75 ára afmæli Carl Gustaf Mannerheim, marskálks. Til er lítill minnisvarði um heimsóknina.
The Moscow Times: Rússar og Kínverjar brutust inn í tölvukerfi utanríkisráðuneytis Finnlands
The Moscow Times (dagblað sem gefið er út á ensku í Moskvu og er í eigu Sanomat, hins finnska útgefanda Helsingin Sanomat) segir á vefsíðu sinni að grunur leiki á að Rússar og Kínverjar hafi hakkað sig inn í tölvukerfi finnska utanríkisráðuneytisins og kunni að hafa fylgzt með umferð þar í nokkur ár. Utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja hefur staðfest þetta.
Grikkland: Stóðu borgar-skæruliðar fyrir morðunum?
Lögreglan í Grikklandi grunar svonefnda borgar skæruliða um morðin á tveimur meðlimum Gullinnar Dögunar en slíkir skæruliðahópar hafa látið að sér kveða í Grikklandi á undanförnum árum.