« 3. nóvember |
■ 4. nóvember 2013 |
» 5. nóvember |
Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson (F) lagði mánudaginn 4. nóvember fram svar við skriflegri fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni (S) frá 17. október um úttekt á stöðu viðræðna við Evrópusambandið. Ráðherrann segir að samið hafi verið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um framkvæmd úttektarinnar...
Byltingarkennd nýjung frá Toyota: Bíll með efnarafölum - rafhlöðunni hefur verið hafnað
Sérfræðingar Toyota-bílasmiðjanna hafa þróað nýtt rafknúið farartæki sem aka má langa leið aðeins knúið af fullkomnum efnarafölum (fuel cell). Á þýsku vefsíðunni SpiegelOnline sagði föstudaginn 1. nóvember að með þessari nýju rafknúnu bifreið yrði stigið „dramatískt skref“ frá því markmiði að fjöld...
Bretland: Samtök atvinnurekenda styðja afdráttarlaust aðild að endurbættri útgáfu af ESB
Forystumenn í bresku atvinnulífi vilja afdráttarlaust að Bretar verði áfram innan ESB. Þeir segja að það leiði til hörmunga að segja skilið við sambandið en innviðum þess verði að breyta á róttækan hátt. Samtök breskra atvinnurekenda, Confederation of British Industry (CBI), herti mánudaginn 4. n...
Norska ríkisútvarpið: Fréttaþulu bannað að bera kross við lestur sjónvarpsfrétta
Fréttaþulu við norska ríkissjónvarpið (NRK) hefur verið bannað að bera kross um hálsinn þegar hún les fréttir. Gripið var til bannsins vegna reiðilegra kvartana frá áhorfendum. Siv Kristin Sællmann, sem les svæðisfréttir NRK í suðurhluta Noregs, bar nokkrum sinnum látlausan 1,4 cm langan kross með pínulitlum svörtum demöntum þegar hún las fréttir í síðasta mánuði.
Nýr kafli í hörmungasögu nýs Berlínarflugvallar
Vandræðin við að leggja nýjan flugvöll í Berlín (BER) og reisa þjónustumannvirki við hann magnast enn. Nú er sagt að enn þurfi 1,1 milljarð evra til að ljúka verkinu – talið er heildarkostnaður verði tæpir 6 milljarðar evra – það er þrisvar sinnum hærri tala en nefnd var í upphafi.
ESB/AGS veiti Úkraínu stuðning ef Rússar reyna þvinganir
Nú standa yfir viðræður á milli Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um málefni Úkraínu að því er fram kemur á euobserver.
Danir og Norðmenn í næst innsta hring í njósnaskipulagi Bandaríkjamanna
Danir og Norðmenn eru í næst innsta hring í njósnaskipulagi Bandaríkjamanna að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag, sem byggir á Guardian.
Deilt um hvar klæðast skuli andlitsslæðum í Bretlandi
Ken Clarke, ráðherra án ráðuneytis áður dómsmálaráðherra í Bretlandi, segir ómögulegt að konur séu í „einskonar poka“ komi þær með slæðu í réttarsal og beri vitni, andlitsslæður beri að banna þar.
Þjóðverjar vilja strangar reglur um verndun upplýsinga í fríverzlunarsamning ESB og Bandaríkjanna
Þjóðverjar leggja nú áherzlu á strangar reglur um verndun upplýsinga í fríverzlunarsamningi á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, sem er til umræðu. Financial Times segir þetta vísbendingu um afleiðingar mikillar reiði í Þýzkalandi vegna uppljóstrana um símahleranir- og neteftirlit Bandaríkjamanna og áhyggjur af iðnaðarnjósnum.
Veikari staða ríkisstjórnar áhyggjuefni fyrir andstæðinga aðildar að ESB
Með því að draga fram í miðjan október að taka ákvörðun um hver ætti að vinna að gerð skýrslu um stöðu viðræðna við ESB og þróun Evrópusambandsins, skýrslu, sem ríkisstjórnin lýsti yfir í vor að yrði lögð fyrir þingið í haust, hefur ríkisstjórnin ýtt öllum ákvörðunum varðandi aðildarumsóknina fram á næsta ár.
Berlingske: Danir og Norðmenn eru inni í hlýjunni hjá Bandaríkjamönnum
Nú syrtir í álinn hjá þeim sem hafa áhyggjur af of nánu samstarfi Íslands við Bandaríkjamenn í njósnamálum. Í frétt í Berlingske Tidende í dag - sem byggir á Guardian - er upplýst að Danir eru í næst innsta hring í njósnaskipulagi Bandaríkjamanna. Þeir og Norðmenn fá mestar upplýsingar frá Bandaríkjamönnum að frátöldum enskumælandi þjóðum. Í þriðja flokki er Svíþjóð.