« 5. nóvember |
■ 6. nóvember 2013 |
» 7. nóvember |
Enn finnast minjar frá víkingatímanum í jörðu á Norður-Jótlandi. Á árinu 2012 fann 16 ára piltur, Michael Stokbro Larsen, mynt á akri við Strandby, skammt fyrir norðan Fredrikshavn, nyrst á Jótlandi. Fundurinn varð til þess að fornleifafræðingar fóru á stúfana og við uppgröft fundu þeir 265 hluti úr silfri frá víkingatímanum – var þetta einn mesti fornleifafundur í sögu Danmerkur.
Hollendingar sækja að Rússum fyrir hafréttardómstóli í Hamborg - vilja frelsi grænfriðunga.
Hollenska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við Hafréttardómstól SÞ í Hamborg að hann sjái til þess að 30 manns sem Rússar tóku fasta eftir mótmælaaðgerðir undir merkjum Greenpeace verði sleppt. Um er að ræða 28 aðgerðarsinna og tvo blaðamenn sem voru um borð Arctic Sunries, skipi Greenpeace. Fólkið er sakað um að spilla almannafriði.
Martin Schulz býður sig fram sem arftaka Barrosos - nýtur stuðnings jafnaðarmanna og sósíalista
Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, jafnaðarmaður frá Þýskalandi, ætlar að bjóða sig fram til formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir hönd flokka jafnaðarmanna og sósíalista í Evrópu.
Olíuborpallur í Barents-hafi á að þola öll veður - unnt að bjarga áhöfn við hinar verstu aðstæður
Á Golíat-olíuborpallinum á að vera unnt að vinna í miklu frosti, stormi og stórhríð auk þess í margra mánaða heimskautamyrkri. Þannig er lýsingin á kröfum sem gerðar eru til borpalla í Barentshafi, norður af Noregi. Fyrsta hugmyndin um lausn var að allt færi fram innan veggja pallsins. Vegna öryggiskrafna mátti það hins vegar ekki, vinnsla yrði að vera í vel loftræstu rými.
Aþena: „Hypjið ykkur! Og takið björgunaraðgerðir með“-hrópuðu mótmælendur að fulltrúum ESB/AGS/SE
Til harðra átaka kom í Aþenu í gær fyrir framan fjármálaráðuneytið, þegar mótmælendur gerðu aðsúg að fulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem þar voru á ferð. Mótmælendur komu í veg fyrir að þeir gætu yfirgefið ráðuneytið. Daninn Poul Thomsen, sem Íslendingar þekkja frá heimsóknum hans hingað varð að forða sér þegar maður henti í hann smámynt.
Hlerunarbúnaður sagður í hólki á þaki breska sendiráðsins í Berlín
Breski sendiherrann í Berlín var kallaður í þýska utanríkisráðuneytið síðdegis þriðjudaginn 5. nóvember. Þar minnti yfirmaður Evrópudeildar ráðuneytisins sendiherrann á að fjarskiptahleranir frá sendiráði brytu gegn alþjóðalögum. Þýska utanríkisráðuneytið sagði ekki meira um fundinn. Utanríkisráð...
Framkvæmdastjórn ESB hefur á orði að refsa Þjóðverjum fyrir of jákvæðan viðskiptajöfnuð
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur varað stjórnvöld í Þýzkalandi við að þau kunni að verð beitt refsiaðgerðum fyrir að skila of miklum afgangi af viðskiptum við útlönd. Þetta þýðir, að framkvæmdastjórn ESB tekur undir þá gagnrýni, sem fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna setti fram á Þýzkaland í skýrslu fyrir skömmu og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tók svo undir nokkrum dögum seinna.
ESB lækkar hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir nú ráð fyrir minni vexti á evrusvæðinu en áður var spáð. Nú er gert ráð fyrir að vöxtur á evrusvæðinu nemi 1,1% á næsta ári. Fyrstu spár bentu til 1,4% vaxtar á árinu 2014, en sú spá var lækkuð í maí sl.
Berlín: Brezki sendiherrann boðinn í utanríkisráðuneytið en ekki „boðaður“ - vegna njósnamálsins
Þýzk stjórnvöld buðu sendiherra Breta í Berlín, Símon McDonald að koma á sinn fund í gær og kröfðust skýringa á njósnastarfsemi í sendiráðsbyggingu Breta, sem Independent sagði frá í gær. Sendiherranum var sagt að þetta væri brot á alþjóða lögum.
Sameiningarferli ESB hefur rekizt á vegg
Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig fjarar undan Evrópusambandinu í opinberum umræðum í aðildarríkjunum.
Misheppnaðar tilraunir Steingríms J. til skýringa ættu að verða stjórnarflokkunum umhugsunarefni
Misheppnaðar tilraunir Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum formanns VG til að útskýra í nýrri bók svik sín og flokks síns í ESB-málum ættiu að verða núverandi stjórnarflokkum umhugsunarefni. Þeir fengu skýrt umboð kjósenda í kosningum til þess að afgreiða ESB-málið en hafa farið sér ótrúlega hægt í...