Mánudagurinn 1. mars 2021

Föstudagurinn 8. nóvember 2013

«
7. nóvember

8. nóvember 2013
»
9. nóvember
Fréttir

Stórviðburður í stjórnmálasögu Grænlands - Íslendingar opna aðalræðisskrifstofu í Nuuk

Sögulegur atburður varð í utanríkis­málasögu Grænlands föstudaginn 8. nóvember þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra opnaði aðalræðisskrifstofu Ísland í Nuuk. Hefur ekki verið opnuð slík skrifstofa í Grænlandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni þegar stjórnir Bandaríkjanna og Kanada höfðu stjó...

Ítalska lög­reglan hefur hendur í hári stjórnenda smygls á fólki til Lampedusa

Ítalska lög­reglan hefur handtekið 24 ára gamlan Sómala sem sakaður er um að hafa verið milligöngumaður vegna farandfólks um borð í báti sem sökk undan strönd ítölsku Miðjarðarhafseyjunnar Lampedusa í síðasta mánuði. Alls fórust 366 manns.

British Airways hafnaði farþega í Boston - sagði hann of feitan

Frönsk fjölskylda sat eftir í öngum sínum á flugvellinum í Chicago þegar starfsmenn British Airways sögðu einn í henni of feitan til að setjast í flugvél félagsins á leið til Evrópu. Kevin Chenais (22 ára), sonurinn í fjölskyldunni, var á leið heim til Frakklands eftir að hafa verið í 18 mánaða meðferð í Mayo Clinic þar sem reynt var að takast á við hormónaröskun í honum.

Gerhard Schröder: Bretar standa í vegi fyrir nauðsynlegum samruna innan ESB - ekki má láta þá komast upp með það

Frekari samruni er nauðsynlegur innan Evrópu­sambandsins og stofna verður embætti sameiginlegs fjármála­ráðherra eigi ESB að verða samkeppnishæft á komandi árum – Bretar eru hins vegar til mikilla vandræða, segir Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari.

Rússar byggja nokkur skip sem henta Norðurslóðum

Rússneska varnarmála­ráðuneytið hefur tilkynnt að Rússar muni byggja nokkur skip, sem henti til siglinga á ísilögðum Norðurslóðum að því er fram kemur á Barents Observer. Varnarmála­ráðherrann Sergey Shoigu hefur staðfest þetta og gerir ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði tekin fyrir lok þessa árs.

Grikkland: Búizt við hörðum umræðum á þingi um aðgerðir lög­reglu

Umræður hófust í gríska þinginu í morgun um tillögu um vítur á ríkis­stjórnina, sem þingmenn SYRIZA bandalags vinstri manna hafa lagt fram vegna yfirtöklu lög­reglu á fyrrum höfuðstöðvum gríska ríkisútvarpsins. Fyrrverandi starfsmenn höfðu lagt bygginguna undir sig og héldu áfram að útvarpa þaðan. Gert er ráð fyrir að tillagan komi til atkvæða­greiðslu á sunnudagskvöld.

Evrópa: Andúð á Gyðingum vaxandi vandamál

Andúð á Gyðingum fer vaxandi í Evrópu skv. könnun, sem gerð var meðal 6000 Gyðinga í átta Evrópu­löndum. Þrír fjórðu aðspurðra telja, að vandinn hafi vaxið á síðustu fimm árum. Ein vísbending um þetta að sögn brezka dagblaðsins Guardian eru fordómar og mismunun og hatursáróður þegar þess var minnzt að 75 ár voru liðin frá atburðum „Kristalnæturinnar“ í Þýzkalandi.

S&P lækkar lánshæfismat Frakklands

S&P, bandaríska lánshæfismats­fyrirtækið, hefur lækkað lánshæfismat Frakklands í AA úr AA plús. Fyrir tveimur árum missti Frakkland stöðu sína meðal þeirra ríkja, sem njóta AAA plús lánshæfismats. Rök S&P fyrir þessari ákvörðun eru þau að mikið atvinnuleysi í Frakklandi geri ríkis­stjórninni erfitt fyrir um að koma fram mikilvægum umbótum til þess að ýta undir hagvöxt.

Bandaríkin: Dollar styrktist á mörkuðum í morgun-hagvöxtur 2,8%

Bandaríkjadollar styrktist á mörkuðum víða um heim í morgun í kjölfar stýrivaxta­lækkunar Seðlabanka Evrópu. Verg landsframleiðsla Bandaríkjanna jókst um 2,8% á þriðja fjórðungi ársins, sem var mun meira en spáð hafði verið.

Leiðarar

Versnandi samskipti milli þjóða Evrópu

Frá því að evrukreppan skall á af fullum þunga vorið 2010, þegar vandamál Grikkja urðu öllum ljós hafa flestar fréttir frá aðildarríkjum Evrópu­sambandsins verið neikvæðar sem gefur í stórum dráttum mynd af því sem hefur verið að gerast hjá aðildarríkjum Evrópu­sambandsins.

Í pottinum

Dönsk svín keyrð í þýzk sláturhús til slátrunar og vinnslu!-Of dýrt að vinna þau í Danmörku

Vandamál ESB-ríkjanna taka á sig ýmsar myndir. Smátt og smátt hefur verið að koma í ljós að það eru ekki bara Miðjarðarhafsríkin, sem eiga í vandræðum vegna einstakrar stöðu Þýzkalands. Nú er svo komið að danskur landbúnaður og sláturhús þar í landi eru ekki lengur samkeppnishæf við Þýzkaland. Verkalýðsfélög felldu samning um launalækkanir í dönskum sláturhúsum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS