Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Laugardagurinn 9. nóvember 2013

Fréttir

Herman Van Rompuy varar við lýðskrumurum

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, flutti ræðu í Berlín laugardaginn 8. nóvember til að minnast falls Berlínarmúrsins 9. nóvember 1989. Hann varaði við lýðskrumurum og varði reglur ESB um opin landamæri. „Lýðskrum og þjóðernis­hyggja eru ekki réttu viðbrögðin við áskorunum okkar tíma,“ sag...

NYT andmælir rangri stefnu þríeykisins - hún leiði til þess að Grikkland hrynji

Í leiðara The New York Times (NYT) laugardaginn 9. nóvember segir að þríeykið, ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn, láti viðvaranir Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands, sem vind um eyru þjóta. Hann hafi sagt mánudaginn 4. nóvember: „Gríska sam­félagið og efnahagslífið þolir ...

Viðskiptamála­stjóri ESB sakaður um skattsvik - leiðir áfram fríverslunar­viðræður við Bandaríkjamenn

Karel De Gucht, viðskiptamála­stjóri ESB, er sakaður fyrir skattsvik í heimalandi sínu, Belgíu, og hefur verið stefnt fyrir rétt síðar í mánuðinum.

Frakkland: Forsetinn og forsætis­ráðherra í frjálsu falli í könnunum - hvergi sjást merki um viðspyrnu

Hið lóðrétta fall François Hollandes Frakklandsforseta í skoðanakönnunum vekur vangaveltur hve djúpt forsetinn og Jean-Marcs Ayraults, forsætis­ráðherra sósíalista, geti fallið. Þeir sem standa að skoðanakönnunum eru mjög hugsi yfir hvert stefni.

Ítalía: „Hitlers-verðlaun“ til dýravina

Ítölsk verkalýðs­samtök, sem nefnast Feder Fauna og eru samtök fólks sem vinna með dýr, svo sem ræktendur og bændur og eru partur af stærri samtökum sem hafa innan sinna vébanda starfsmenn úr landbúnaði og samgöngugeiranum, hafa ákveðið að veita svo­nefnd „Hitlers-verðlaun“ hinn 24. nóvember n.k., þei...

Þýzkaland: „Kristallnacht“ minnzt með margvíslegum hætti

Nú um helgina er þess minnzt að 75 ár eru liðin frá „Kristallnacht“, nóttinni milli 9. og 10. nóvember 1938, þegar nazistar í Þýzkalandi fóru ránshendi um eigur Gyðinga um landið allt, settu eld að bænahúsum þeirra og fluttu um 30 þúsund karlmenn af Gyðingaættum í fangabúðir. Talið er að um 90 Gyðin...

Danmörk: Venstre á fallanda fæti

Venstre,stærsti stjórnmála­flokkur Danmerkur virðist nú á fallanda fæti skv. nýrri skoðanakönnun sem Berlingske Tidende segir frá. Samkvæmt þeirri könnun er fylgi Venstre komið niður í 24,7% en var vel yfir 30% fyrir nokkrum mánuðum.

Grikkland: Verðhjöðnun eykst hratt-verð á neyzluvörum ekki lægra í hálfa öld

Verðhjöðnun eykst hratt í Grikklandi og er nú svo komið skv. tölum, sem birtar voru í gær, að verð á neyzluvörum hefur ekki verið lægra í rúma hálfa öld að því er fram kemur í Financial Times. Verð á vöru og þjónustu lækkaði um 2% í október. FT segir að Grikkland hafi siglt inn í verðhjöðnun í marz sl.

Leiðarar

Nýr áfangi í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga

Stórviðburður varð í stjórnmálasögu Grænlands og samskiptum Íslendinga og Grænlendinga föstudaginn 8. nóvember þegar Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra Íslands, opnaði sendiræðisskrifstofu Íslands í Nuuk, höfuðstað Grænlands, að viðstöddum Alequ Hammond, formanni grænlensku land­stjórnar­innar,...

Í pottinum

Þegar sendifulltrúar breytast í „innfædda“ í Brussel

Í Reykjavíkur­bréfi Morgunblaðsins í dag er kafli, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þar segir: "Stundum er á það bent að ráðuneytin hafi fjölda manna á sínum snærum í Brussel til að gæta hagsmuna Íslands við tilskipunarvinnuna þar á frumstigi. Það verður að segja það eins og er að af slíkum er minna en ekkert gagn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS