Föstudagurinn 5. mars 2021

Sunnudagurinn 10. nóvember 2013

«
9. nóvember

10. nóvember 2013
»
11. nóvember
Fréttir

Sótt að umræðu­stjóra BBC úr breska forsætis­ráðuneytinu fyrir háðsglósur hans um stjórnmálamenn

Aðstoðar­maður forsætis­ráðherra Breta krefst þess að Jeremy Paxman, einn helsti umræður­stjóri BBC, biðjist afsökunar af einlægni og opinberlega fyrir að kalla David Cameron forsætis­ráðherra „algjört fífl“ vegna áforma hans um að minnast 100 ára upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar á hátíðlegan hátt ári...

Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum opnað laugardaginn 9. nóvember

Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum var opnað með hátíðardagskrá laugardaginn 9. nóvember og heimsótti fjöldi manns húsið þann dag. Þar verður miðstöð fyrir starfsemi sem tengist Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Húsið stendur við höfnina í Óðinsvéum á Fjóni, þriðju stærstu borg Danmerkur með um 170.000 íb...

Framkvæmda­stjórn ESB snýst til varnar vegna ásakana endurskoðenda - skuldinni varpað á ríkis­stjórnir aðildarríkjanna

Endurskoðendur Evrópu­sambandsins, European Court of Auditors (ECA), birta jafnan í nóvember skýrslu sína um ESB-reikninga ársins áður.

Noregur: Erfðafjárskattur lagður niður

Nýja ríkis­stjórnin í Noregi hefur ákveðið að leggja erfðafjárskatt alveg niður. Siv Jensen, fjármála­ráðherra segir að ríkis­stjórnin ætli nú að beina efnahagsmálum Norðmanna í nýjan og betri farveg, þar sem viðurkennt sé að fyrst verði að skapa verðmæti áður en þeim sé deilt. Hún segir að breytingar á skattakerfinu muni tryggja að það verði hagstæðara að vinna, spara og fjárfesta.

Stokkhólmur: Átök vegna mótmælagöngu ný-nazista í gærkvöldi

Til átaka kom í gærkvöldi, laugardagskvöld, á milli meðlima nýnazista­flokks í Svíþjóð og mótmælenda í Stokkhólmi. Tveir særðust í átökunum. Talið er að um 80 meðlimir Sænsku mótmælahreyfingarinnar hafi farið út á götur til að lýsa stuðningi við Gullna Dögun í Grikklandi. Á móti þeim komu um 450 andstæðingar þeirra.

Spánn: Aðgerðarsinnar frá Greenpeace hanga utan á þekktri kirkju í Barcelóna

Tíu aðgerðarsinnar á vegum Greenpeace klifruðu upp heimsfræga kirkju í Barcelona, sem Antoni Gaudi teiknaði og nefnist Sagrada Familia Cathedral á föstudagsmorgun. Þeir hafa hengt upp myndir af þeim 30 aðgerðarsinnum sem Rússar handtóku fyrir 50 dögum í Norðurhöfum. Í texta undir myndum af fólkinu er krafist frelsis fyrir fólkið á ensku, katalónsku og spænsku.

Frakkland: Óeirðalög­regla notar táragas á mótmælendur

Óeirðalög­regla í Frakklandi notaði táragas í gær á nokkur hundruð mótmælendur í norðvestur hluta landsins eftir að fólk sem var að mótmæla skattahækkunum lét til sín taka og reyndi meðal annars að keyra dráttarvél í gegnum vegartálma. Mótmælendur hrópuðu að ríkis­stjórn sósíalista vegna umhverfisskatts, sem verið hefur til umræðu.

Í pottinum

Hefur ný kynslóð ekkert fram að færa um framtíð lands og þjóðar?

Hvar sem komið er verður þess vart að stuðningsmenn og velunnarar núverandi ríkis­stjórnar eiga erfitt með að skilja á hvaða vegferð hún er. Það eru ekki aðgerðir ríkis­stjórnar­innar sem valda þessu heldur miklu fremur það sem þessi hópur fólks upplifir sem aðgerðarleysi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS