Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Mánudagurinn 11. nóvember 2013

«
10. nóvember

11. nóvember 2013
»
12. nóvember
Fréttir

Baulað á Frakklandsforseta við minningarathöfn í París

Baulað var á François Hollande Frakklandsforseta mánudaginn 11. nóvember við hátíðlega minningarathöfn um látna hermenn á lokadegi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1918. Mótmælendur hrópuðu „Hollande segðu af þér“ og „Einræði sósíalista“ þegar Frakklandsforseta var ekið eftir Champs-Elysées-breiðgötunni...

Rússland: Rak nagla í gegnum punginn á sér í Rauða torgið - mótmælti rússnesku lög­regluríki

Á liðnum öldum hefur ýmislegt gerst á Rauða torginu í Moskvu, segir The Guardian mánudaginn 11. nóvember, þar hafi menn verið teknir af lífi og efnt hafi verið til risa-hersýninga en engum hafi áður dottið í hug að gera það sem gjörningalistamaður gerði sunnudaginn 10. nóvember: að reka nagla í gegn...

ESB: Gilda aðrar reglur um starfslok framkvæmda­stjóra frá Belgíu en Möltu?

Karel de Gucht, viðskiptamála­stjóri ESB, sætir skattarannsókn í heimalandi sínu Belgíu vegna viðskipta sem hann átti áður en hann var valinn í framkvæmda­stjórn ESB. Hann situr áfram í ESB-embætti sínu þrátt fyrir rannsóknina. John Dalli var heilbrigðismála­stjóri ESB, hann var knúinn til að segja sig...

Grikkland: Ríkis­stjórnin stóð af sér tillögu um vantraust

Gríska ríkis­stjórnin stóð af sér vantrauststillögu SYRIZA, bandalags vinstri manna í gríska þinginu í gær en hún var flutt vegna þess að lög­regla hreinsaði út úr fyrrum byggingu ríkisútvarps Grikklands, sem var lokað snemma sl. sumar. Í atkvæða­greiðslunni tóku þátt 249 þingmenn. Þar af greiddu 124 atkvæði með tillögu SYRIZA, 153 á móti og 17 sátu hjá.

Búlgaría: Vaxandi heift í garð ólöglegra aðkomumanna

Búlgarskir landamæraverðir hafa hrakið um 100 ólöglega innflytjendur til baka yfir landamærin að Tyrklandi sagði ráðuneytis­stjóri búlgarska innanríkis­ráðuneytisins í Sofíu sunnudaginn 10. nóvember. Þetta þykir fréttnæmt vegna vaxandi spennu í Búlgaríu vegna útlendingamála og aukins styrks stjórnmála...

Forystumenn í atvinnulífi Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar hvetja stjórnmálaleiðtoga ESB til að kynna „djarfa umbóta­stefnu“ fyrir ESB-þingkosningarnar í maí 2014.

Forystumenn í atvinnulífi Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar hafa tekið höndum saman og hvatt til þess í opnu bréfi til stjórnmálaleiðtoga ESB að þeir kynni „djarfa umbóta­stefnu“ fyrir ESB-þingkosningarnar í maí 2014. Hugveitan Open Europe hafði frumkvæði að samstarfi forystumannanna í þessu efni. ...

SVISS: „Genf fyrir Genfarbúa“ kjörorð flokks, sem vann sigur í kosningum í gær

Nýr stjórnmála­flokkur í Sviss sem er lýst sem „pópúlískri“ borgarahreyfingu í Genf náði að brjótast í gegn í kosningu til svæðis­stjórnar í Genf í gær. Sigur flokksins vekur athygli vegna þess að helzta kosningamál hans er að vera á móti útlendingum. Kjörorð flokksins var Genf fyrir Genfarbúa. Frá þessu segir svissnesk útgáfa The Local.

Vetrar-Olympíuleikum hafnað í íbúakosningu í Munchen og nágrannabyggðum

Íbúar Munchen í Þýzkalandi greiddu atkvæði um það í íbúakosningu um helgina hvort borgin ætti að sækjast eftir því að halda Vetrar-Olympíuleika árið 2022 en felldu það með 52,1% atkvæða. Þessi niðurstaða þýðir að ráðamenn í borginni geta ekki haldið áfram með umsókn Munchen um að halda leikana. Ráðamenn í borginni og forystumenn íþrótta­samtaka leita nú skýringa á þessari niðurstöðu.

John McCain: Yfirmaður NSA á að segja af sér-ella á að reka hann

John Mc Cain, öldunga­deildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum og fyrrum forsetaframbjóðandi þeirra, segir í samtali við þýzka tímaritið Der Spiegel í gær, að reka eigi Keith Alexander yfirmann NSA, bandarísku njósna­stofnunarinnar, ef hann segi ekki sjálfur af sér.

Samninga­viðræður Bandaríkjanna og ESB um fríverzlun hefjast á ný

Samninga­viðræður Bandaríkjanna og Evrópu­sambandsins um fríverzlunarsamning þeirra í milli eru að hefjast á ný. Annar kafli þessara viðræðna átti að hefjast í október en var frestað, þegar stjórnar­stofnunum í Bandaríkjunum var lokað vegna deilna í bandaríska þinginu. Þá kom upp spenna í samskiptum aðila vegna uppljóstrana um að sími kanslara Þýzkalands hefði verið hleraður.

Leiðarar

Meginstraumar í Evrópu eru ekki í átt til sameiningar heldur sundrungar

Fyrir um aldarfjórðungi kom út bók í Bandaríkjunum, sem nefndist Megatrend, sem kannski mætti þýða Meginstraumar. Í bókinni leitaðist höfundur við að skyggnast undir yfirborðið og kanna hvaða meginstraumar væruá ferð í þjóðar­djúpinu. Aðferðafræði hans var sú að lesa litlar fréttir í dagblöðum hér og þar og reyna að lesa út úr þeim hvað líklegt væri að mundi gerast næstu ár og áratugi á eftir.

Í pottinum

Stjórnar­andstaðan nöldrar vegna hagræðingar - leggur ekkert til málanna

Viðbrögð stjórnar­andstöðunnar við tillögum hagræðingarhóps ríkis­stjórnar­innar voru eins og við mátti búast.

Er landinu stjórnað af of ungu fólki?

Fyrir skömmu birti einn af dálkahöfundum Daily Telegraph, kona að nafni Sue Cameron, grein í blaði sínu, með svohljóðandi fyrirsögn í frjálslegri þýðingu: „Eigum við að krefjast eldri þingmanna og hreinsa út “krakkana„? Greinin hófst á þessum orðum: “Hvernig fáum við bezta fólkið til að stjórna landinu?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS