« 18. nóvember |
■ 19. nóvember 2013 |
» 20. nóvember |
John Arne Markussen, aðalritstjóri Dagbladets í Osló, viðurkennir að blaðinu hafi orðið á í messunni þegar það sagði í frétt að Bandaríkjamenn hefðu hlerað Norðmenn. Hann boðar hins vegar fleiri uppljóstranir um norskar njósnir.
Erna Solberg: Nú skulum við anda rólega - skráning símtala liður í norskum öryggisráðstöfunum
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að fullyrðingar um að Bandaríkjamenn hafi stundað njósnir í Noregi séu rangar. Skráning símtala hafi verið liður í lögmætum njósnum vegna þátttöku Norðmanna í hernaðaraðgerðum í Afganistan. „Uppslátturinn í Dagblaðinu er rangur.
Viviane Reding boðar nýja tíma í persónuvernd gagnvart Bandaríkjunum
Embættismenn frá dómsmálayfirvöldum ESB og Bandaríkjanna hafa komið sér saman um leiðir til að „endurvekja traust“ í samskiptum sínum eftir að upplýst var um það sem kallað er „NSA-hneykslið“ og snýst um hleranir og skráningar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) á símtölum í Evrópuríkjum.
Dagbladet í Noregi birtir þriðjudaginn 19. nóvember frétt um að bandarísk yfirvöld hafi skráð 33 milljónir norskra símtala. Elisabeth Aarsæther, aðstoðarforstjóri Póst- og fjarskiptasofnunar Noregs, segir við ABC Nyheter að hún skilji alls ekki hvernig þetta hafi verið hægt. Jens Stoltenberg, fyrrve...
Noregur: Bandaríkjamenn fylgdust með 33 milljónum símtala á innan við mánuði
NSA, sú njósnastofnun í Bandaríkjunum sem fylgist með fjarskiptum fylgdist með meira en 33 milljónum samtala í farsíma í Noregi á rúmum mánuði að því er fram kemur í Dagbladet í Osló.
Noregur: Vaxandi ofbeldi og rán á götum Oslóar
Meira en helmingur íbúa Oslóar óttast nú um öryggi sitt vegna stóraukins ofbeldis á götum, sem er hið mesta í nokkurri borg á Norðurlöndum. Það sem af er nóvember eru 58 tilvik um slíkar árásir á götum úti eða um 3 á dag. Erna Solberg, forsætisráðherra segir að svo virðist sem fyrst og fremst sé um að ræða götugengi ungs fólks, sem komi úr hópi innflytjenda.
Ítalía: Um helmingur ungs fólks vill fara
Um helmingur ungs fólks á Ítalíu eða 48% vilja fara í burtu en 46,5% þeirra, sem vilja vera eftir enda með því að vinna að öðru en þau lærðu til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var á Ítalíu í gær. Ástæðan fyrir því að unga fólkið vill fara er atvinnuleysi og stöðnun. Þúsundir ungs fólks hafa yfirgefið landið á undanförnum árum og aðallega farið til Norðurlanda, Þýzkalands og Bretlands.
Angela Merkel: „Kalda stríðinu er lokið gagnvart öllum“-Þrýstir á Rússa vegna Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands krafðist þess í gær að Rússar leyfðu fyrrum þegnum sínum og í þessu tilviki Úkraínu að nýta sér rétt sinn sem sjálfstæðra þjóða til þess að taka ákvarðanir um aðild að samningum við aðrar þjóðir eins og þeim henti. „Kalda stríðinu ætti að vera lokið fyrir alla“, sagði Merkel í ræðu á þýzka þinginu.
Enrico Letta: Þjóðverjar geta ekki staðið einir í evrópskri eyðimörk
Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, hefur hvatt Þjóðverja til að örva efnahagsþróun í Evrópu fremur en að verða „skildir einir eftir í eyðimörkinni“ og fylgjast með vaxandi andúð í nágrannaríkjum. Frá þessu segir Financial Times en ummæli hans féllu á ráðstefnu um framtíð Ítalíu, sem FT stóð fyrir í gær.
Málsvörn fyrir EES-leiðina í Bretlandi
Fyrir 25 árum, í september 1988, flutti Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Breta, ræðu í bænum Bruges í Belgíu um þróun Evrópusambandsins. Þar sagði hún að baráttan gegn ríkisafskiptum í Bretlandi hefði ekki verið háð til þess að eins að sjá slík afskipti koma að nýju til sögunnar vegna þátttöku í Evrópusambandinu.