Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 20. nóvember 2013

«
19. nóvember

20. nóvember 2013
»
21. nóvember
Fréttir

Noregur: Rit­stjóri Dagbladets vill ekki upplýsa hvað greitt var mikið fyrir Snowden-gögnin - Greenvald segir norskan hershöfðingja ruglaðan

John Arne Markussen, aðalrit­stjóri Dagbladets í Noregi, vill ekki upplýsa hve mikið blaðið greiddi Glenn Greenwald blaðamanni fyrir Snowden-skjölin. Hann segir að fleiri upplýsingar sigli í kjölfarið.

Lettar snúast gegn evru þegar myntbreytingin nálgast

Í Lettlandi er hafin mikil kynningar- eða áróðursherferð til að búa þjóðina undir upptöku evru hinn 1. janúar 2014. Svo virðist hins vegar sem nánari kynni almennings af evrunni verði til þess að áhugi á upptöku hennar minnki segir í frétt AFP miðvikudaginn 20. nóvember. Stuðningur við myntbreytingu...

Fyrrverandi utanríkis­ráðherra Noregs til Davos

Espen Barth Eide, fyrrverandi utanríkis­ráðherra Noregs, hefur verið ráðinn framkvæmda­stjóri hjá World Economic Forum sem meðal annars stendur fyrir árlegum fundum í svissneska fjallabænum Davos með þátttöku stjórnmálamanna og athafnamanna auk fjölda annarra. Eide hefur það verkefni að rækta sambandið milli viðskiptalífsins og stjórnmálamanna.

ESB-þingmenn vilja binda enda á „ferðasirkusinn“ milli Brussel og Strassborgar

Meirihluti ESB-þingmanna hafnar því að verða einu sinni í mánuði að halda þingfundi í Strassborg. Vilja þingmennirnir að aðsetur þingsins verði í Brussel þar sem nefndir þess starfa. Þingmennirnir ráða hins vegar ekki hvar þingið kemur saman.

Noregur: Rannsakar þátt norskra borgara í starfi SS

Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem hyggst koma í heimsókn til Noregs og vera þar í þrjá mánuði til þess að rannsaka Norðmenn, sem kunni að hafa framið stríðsglæpi sem meðlimir Víkinga­deildar SS. Zuroff vill að dómsmála­ráðherra Noregs setji upp nefnd til þess að ...

Ítalía: Fólk eyðir minnu í mat en áður-neyzluvenjur hafa breytzt.

Ítalir eyða minnu í mat, eru varkárari í eyðslu, drekka minna af gosdrykkjum og borða minna af snakki en baka meira og elda meira heima skv. nýrri könnun viðskiptaráðsins á Ítalíu, sem Ítalíuútgáfa TheLocal segir frá. Þeir verja nú um 2 milljörðum evra minna í mat en áður og er gert ráð fyrir að það verði óbreytt á næsta ári.

Brussel: Laun embættismanna fryst-launahækkun frá 2011 stenzt ekki

Embættismenn í Brussel standa nú frammi fyrir því að laun þeirra verði fryst og að launahækkun sem þeir fengu 2011 standist ekki. Dómstóll hefur úrskurðað að þeir geti ekki varið sjálfa sig fyrir sambærilegum aðhalds aðgerðum og þeir hafa knúið fram gagnvart öðrum.

Pétursborg: Níu aðgerðarsinnum Greenpeace sleppt gegn tryggingu

Dómstóll í Pétursborg hefur úrskurðað að sleppa megi níu af þeim 30 aðgerðarsinnum Greenpeace, sem rússneska strandgæzlan handtók fyrir tveimur mánuðum, gegn tryggingu. Þessi úrskurður hefur vakið vonir um að fleirum verði sleppt. Þessir níu eru frá Nýja Sjálandi,Brasilíu, Finnlandi, Frakklandi, Ítalíu, Argentínu, Póllandi og Kanada. Í dag verða fleiri beiðnir teknar fyrir.

Leiðarar

Lýðræðislegt eftirlit með njósnastarfsemi

Uppnámið sem varð í Noregi í gærmorgun, þegar fréttir birtust í norska Dagblaðinu um ætlað eftirlit Bandaríkjamanna með farsímasamtölum í Noregi er óneitanlega athyglisvert. Fréttir blaðsins byggðust á gögnum Edwards Snowdens, bandaríska uppljóstrarans. Fljótlega kom í ljós að rit­stjórn blaðsins hafði ekki lesið rétt úr upplýsingunum, sem var að finna í gögnum Snowdens.

Í pottinum

„Afrek“ vinstri manna

Ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var fyrsta ómengaða vinstri stjórnin í sögu lýðveldisins, ef svo má að orði komast. Hún var líka fyrsta vinstri stjórnin, sem sat út kjörtímabilið. Hvoru tveggja var umtalsverður pólitískur sigur vinstri manna. Öðrum vinstri stjórnum se...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS