Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Föstudagurinn 22. nóvember 2013

«
21. nóvember

22. nóvember 2013
»
23. nóvember
Fréttir

Háskólinn í Nikósíu tekur við Bitcoin við greiðslu skóla­gjalda

Unnt er að greiða skóla­gjald í háskóla á Kýpur með rafrænu myntinni Bitcoin. Er þetta fyrsta mennta­stofnun í heimi sem viðurkennir Bitcoin sem gjaldmiðil á þennan hátt. Bitcoin hefur dregið að sér vaxandi athygli undanfarna mánuði og æ víðar er litið á þessa rafmynt sem lögmætan gjaldmiðil.

Rússar sleppa grænfriðungum gegn tryggingu

Rússnesk yfirvöld hafa sleppt 24 af 30 manna áhöfn á skipi Greenpeace Arctic Sunrise. Fólkið hefur setið í fangelsi í Múrmansk og St. Pétursborg í rúma tvo mánuði.

Yulia Tímósjenkó hvetur til mótmæla á götum úti – segir forseta Úkraínu hafa gert mestu mistök ævi sinnar

Yulia Tímósjenkó, fyrrverandi forsætis­ráðherra Úkraínu, sem nú situr í fangelsi hvatti stuðningsmenn sína föstudaginn 22. nóvember til að fara á götur út og mótmæla ákvörðun ríkis­stjórnar landsins um að skrifa ekki undir samstarfs- og viðskiptasamning við Evrópu­sambandið. Hún sagði einnig að erk...

Aðilar vinnu­markaðarins semja við Alþjóða­mála­stofnun HÍ um ESB-úttekt og skýrslu - stefnt að verklokum á fimm mánuðum

Alþýðu­samband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa undirritað samning við Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands um rit­stjórn og umsjón úttektar á aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum.

Úkraína: Stöðvun á lánveitingum frá AGS og ESB?

Ráðamenn í Brussel og Washington hafa varað Úkraínumenn við og sagt þeim að þeir geti ekki búizt við lánveitingum frá Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum eftir að þeir hurfu frá því að undirrita samninga við Evrópu­sambandið. Frá þessu segir euobserver. Þar kemur einnig fram að lán til Úkraínu að upphæð 610 milljónir evra frá ESB verði sett í bið.

Portúgal: Nokkur þúsund lög­reglumenn brutust í gegnum fylkingu óeirðarlög­reglu

Nokkur þúsund lög­reglumanna í Portúgal, sem ekki voru á vakt söfnuðust í gær saman fyrir utan þinghúsið í Lissabon til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda og mikilli lækkun launa og lífeyris. Lög­reglumennirnir brutust í gegnum fylkingu óeirðarlög­reglu og komust alveg að þinghúsinu þar sem þeir sungu þjóðsöng Portúgals.

Múrmansk miðstöð siglinga skemmtiferðaskipa

Murmansk vill verða miðstöð siglinga skemmtiferðaskipa um Norðurskauts­svæðið að því er framn kemur á Barents Observer. Hafinn er undirbúningur að breytingum á höfninni í Múrmansk í þessu skyni. Ætlunin er að taka nýja aðstöðu í notkun fyrir næsta sumar. Þá stendur til að endurnýja járnbrautarstöðina í Múrmansk.

Samaras hittir Merkel í dag-Grikkir geta ekki meir

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands fer til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands í dag. Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að Samaras muni á fundinum undirstrika þann árangur, sem Grikkir hafi náð í efnahagsmálum en jafnframt útskýra fyrir kanslaranum að ómögulegt sé fyrir grísk stjórnvöld að leggja meira aðhald á þjóðina í ljósi þeirrar spennu sem þar ríki.

Leiðarar

Hin innri togstreita Úkraínumanna og hótanir úr öðrum áttum

Úkraína er mikið land með merka sögu. Og eins og fleiri ríki sem eiga landamæri að Rússlandi hefur Úkraína lengi verið undir miklum áhrifum frá hinum volduga nágranna. Úkraínumenn teljast nú vera 45-50 milljónir og af þeim eru tæplega 20% ættaðir frá Rússlandi. Rússneska er áreiðanlega annað mál Úkraínumanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS