« 26. nóvember |
■ 27. nóvember 2013 |
» 28. nóvember |
Cameron reiður Spánverjum - stjórnarpóstpoki er friðhelgur
David Cameron, forsætisráðherra Breta, sagði í neðri málstofu breska þingsins miðvikudaginn 27. nóvember að Spánverjar hefðu gerst sekir um „ákaflega alvarlega aðgerð“ þegar þeir opnuðu stjórnarpóstpoka við landamæri Gíbraltar. Ráðherrann sagði að Spánverjar hefðu fullvissað Breta um „að þetta geris...
Berlusconi gerður brottrækur af þingi
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti miðvikudaginn 27. nóvember að reka Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, af þingi vegna dóms sem hann hlaut í ágúst fyrir skattsvik. Hinn brottrekni sagði þetta vera „bitran dag“. Berlusconi vissi að hverju stefndi í öldungadeildinni og ávarpaði s...
Þýskaland: Stór samsteypustjórn með stórt hlutverk, segir Angela Merkel
Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDSU), Horst Seehofer, leiðtogi Kristilegra sósíalista (CSU) í Bæjaralandi og Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins (SPD), kynntu miðvikudaginn 27. nóvember og lýsti ánægju með stjórnarsáttmála á 177 blaðsíðum sem verið hefur í smíðum frá því ...
Frakkland: Ríkisstjórnin vill banna litað blek í húðflúr
Franska ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir banni við að notað sé litað blek við húðflúr (tattóveringar). Listamenn í greininni hafa efnt til mótmæla í franska þinginu. Þeir telja vegið að starfsheiðri sínum með því að vekja ótta meðal almennings án þess að nokkur vísindaleg rök liggi að baki áfo...
David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynnti miðvikudaginn 27. nóvember áform um að takamarka rétt innflytjenda frá EES-ríkjum til að krefjast atvinnuleysisbóta auk fleiri skilyrða til að sporna gegn straum Rúmena og Búlgara til Bretlands. Atvinnumálastjóri ESB bregst illa við hugmyndinni. Forsæti...
ESB bannar innflutning á fiski frá þremur löndum
Framkvæmdastjórn ESB hefur í hyggju að banna innflutning á fiski frá Belize, Kambódíu og Gíneu að því er fram kemur á Deutsche-Welle. Ástæðan er sú að þessi þrjú ríki hafi ekki gert ráðstafanir til að stöðva ólöglegar fiskveiðar á þeirra umráðasvæði. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB bendir á að önnur ríki, sem staðið hafi frammi fyrir þessu vandamáli hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir.
Pútín: Þríhliða viðræður Rússlands, Úkraínu og ESB?
Pútín Rússlandsforseti hvetur nú til þrihliða viðræðna á milli Rússlands, Úkraínu og Evrópusambandsins að sögn The Moscow Times. Forsætisráðherra Úkraínu, Mykola Azarov hefur tekið undir það sjónarmið og gefur til kynna að hugsanlega væri hægt að undirrita fríverzlunarsamning næsta vor.
Svíþjóð: Skuldir heimila aukast
Skuldir heimila í Svíþjóð fara vaxandi skv. tölum, sem birtar voru í morgun. Fyrst og fremst er um að ræða fasteignalán en neytendalán eru einnig að aukast. Talið er að skuldir heimila hafi aukizt um 4,9% á þessu ári fram til loka október.
Þýzkaland: Samkomulag milli Kristilegra og jafnaðarmanna um stjórnarmyndun
Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn í Þýzkalandi hafa náð samkomulagi um stjórnarmyndun að því er fram kemur á BBC. Niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda samningaviðræður undir lokin. Málefnasamningur flokkanna verður lagður undir atkvæði um 470 þúsund meðlima jafnaðarmannaflokksins (SPD) og er...
Sjálfstæði Skota og utanríkispólitísk staða ríkja í Norður-Atlantshafi
Baráttan um sjálfstæði Skotlands er komin á nýtt og alvarlegra stig með útgáfu hvítbókar í gær, þar sem rökin fyrir sjálfstæði og riftun ríkjasambands við England sem staðið hefur í þrjár aldir eru rakin. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í september á næsta ári og litlu hægt að spá um úrslit, þótt skoðanakannanir bendi ekki til að sjálfstæðissinnar nái sínu fram.