« 27. nóvember |
■ 28. nóvember 2013 |
» 29. nóvember |
Norðmenn og ESB samræma sjónarmið um makríl
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, hitti Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, fyrr í vikunni og ræddu þær hvernig staðið skyldi að frekari viðræðum við Færeyinga og Íslendinga um makrílveiðar og skiptingu makrílkvótans. „Fulltrúar Noregs og ESB munu halda áfram að samræma stefnu sína í makrílviðræðunum,“ sagði Aspaker eftir fundinn.
Sjávarútvegsnefnd ESB samþykkir nýjan fiskveiðisamning við Marokkó
Sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins hefur samþykkt heimild til framkvæmdastjórnar ESB til að gera fiskveiðisamning við Marokkó. Gagnrýnendur samningsins segja að hann brjóti í bága við þjóðarétt. Fyrir tveimur árum hafnaði ESB-þingið óvænt umdeildum fiskveiðisamningi ESB við Marokkó. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa engin skip frá ESB-ríkjum stundað veiðar undan ströndum Norður-Afríku.
Tímósjenkó vill fórna frelsi sínu fyrir ESB-samning
Yulia Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna leiðtogafundar ríkja ESB og fyrrverandi Sovétlýðvelda í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hvatt ESB-leiðtoga til að láta af kröfum um að hún fái að leita sér lækninga í Þýskalandi megi það verða til þess að Vi...
Þýzkaland: Útgjaldaáform nýrrar ríkisstjórnar gagnrýnd-reiknum rétt segir Schauble
Þjóðverjar hafa ekki efni á þeirri eyðslu, sem felst í nýjum málefnasamningi Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna að mati formanns ráðs sérfræðinga í efnahagsmálum, Christoph Schmidt. Málefnasamningurinn gerir ráð fyrir aukinni eyðslu sem nemur 23 milljörðum evra á næstu fjórum árum.
David Cameron: Takmarkanir á réttindi innflytjenda-gagnrýni frá ESB-stuðningur frá Berlín og París
David Cameron, forsætisráðherra Breta skrifaði grein í Financial Times í gær, þar sem hann segir að ríkisstjórn sín muni setja ákveðnar kvaðir á innflytjendur til Bretlands. Þeir muni ekki fá greiðslur úr brezka velferðarkerfinu fyrr en eftir þriggja mánaða dvöl í landinu. Þurfi ríkisborgari í ESB-ríki á slíkum greiðslum að halda muni þær ekki verða inntar af hendi án tímatakmarkana.
Forsætisráðherra Spánar: Skotlandi umsvifalaust vísað úr ESB verði sjálfstæði samþykkt
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á blaðamannafundi í Madrid í gær, þar sem hann var með Francois Hollande, forseta Frakklands, að Skotlandi yrði umsvifalaust vísað úr Evrópusambandinu ef sjálfstæði yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í september.
Brusselmenn taka Cameron á beinið
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði grein um nauðsyn þess að endurskoða reglur um frjálsa för fólks á EES-svæðinu og birtist hún í blaðinu The Financial Times miðvikudaginn 27. nóvember eins og sagt hefur verið frá á Evrópuvaktinni. Ráðherrann er hlynntur frjálsri för fólks innan EES...
Fjölmiðlun á alls staðar erfitt uppdráttar-RÚV er engin undantekning
Það var ekki við öðru að búast en að töluverð sprenging yrði í kringum uppsagnir hjá Ríkisútvarpinu og væntanlega verða einhver eftirmál en í raun og veru er hið sama að gerast þar eins og gerzt hefur á öðrum fjölmiðlum bæði hér á Íslandi og í nálægum löndum. Fjölmiðlun á alls staðar undir högg að sækja rekstrarlega.