Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Laugardagurinn 30. nóvember 2013

«
29. nóvember

30. nóvember 2013
»
1. desember
Fréttir

Cameron kvartar undan framgöngu Brusselmanna

David Cameron forsætis­ráðherra Breta, segir að viðbrögð embættismanna ESB við grein hans í The Financial Times fimmtudaginn 28. nóvember um takmörkun á rétti innflytjenda til atvinnuleysisbóta og fleira hafi verið „algjörlega óvið­eigandi“. Embættismenn án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum eigi ekki ...

Úkraína: Átökin um samstarf við ESB snúast um uppgjör milli lífs- og stjórnmálaviðhorfa - leiðina til nýs sam­félags

Mótmæli eru áfram í Kíev, höfuðborg Úkraínu, laugardaginn 30. nóvember gegn stjórn landsins og þó sérstaklega Viktor Janúkóvisj forseta fyrir að hafna samstarfs- og viðskiptasamningi á fundi með leiðtogum ESB-ríkja í Vilníus föstudaginn 29. nóvember. Oleh Kotsjuba, doktorsnemi í slavneskum tungumál...

Úkraína í morgun: Táragas og höggprengjur til að dreifa mótmælendum

Óeirðalög­regla í Kiev í Úkraínu notaði í morgun táragas, höggsprengjur o.fl. til að dreifa hópi um 400 mótmælenda, sem kröfðust afsagnar Yanukovych, forseta landsins. Lög­reglan handtók nokkra úr hópnum. Mótmælendur segja að nokkrir úr þeirra hópi hafi særst. Um var að ræða þá sem eftir voru af um tí...

Pétursborg: Síðasta Grænfriðungnum sleppt gegn tryggingu

Þeim síðasta úr hópi Grænfriðunganna, sem handteknir voru um borð í Arctic Sunrise í september sl. í norðurhöfum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu í Pétursborg að því er fram kemur í fréttum Moscow News. Um er að ræða Ástralíumanninn Colin Russel. Kona hans og dóttir eru nú á leið til Rússlands.

Svíþjóð: Stöðnun framundan í efnahagsmálum?

Horfur í efnahagsmálum Svía eru óvissar. Hagvöxtur á þriðja fjórðungi þessa árs var aðeins 0,1%. Útflutningur minnkaði um 1,6% og innflutningur minnkaði um 2,2%. Sér­fræðingur sem Svíþjóðar­útgáfa vefmiðilsins TheLocal vitnar til telur að sænski seðlabankinn muni lækka stýrivexti úr 1% í 0,75%.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evru­svæðinu eykst enn

Atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri á evru­svæðinu jókst enn í október og er komið í 24,4% á svæðinu öllu en er langtum meira í Suður-Evrópu.

Leiðarar

Frakkar höfnuðu stefnu Össurar

Dagbók Össurar Skarphéðinssonar utanríkis­ráðherra um árið 2012, árið sem hann taldi öruggt að niðurstaða fengist í ESB-aðildarviðræðum Íslendinga og Brusselmanna sýnir að hann mat stöðuna alrangt og gerði sér mun meiri vonir um velvild af hálfu Evrópu­sambandsins en raunhæft var.

Í pottinum

Sjálfstæðis­flokkur: Sterk staða í þremur bæjarfélögum vekur athygli

Það er ástæða til að veita athygli þeim árangri sem Sjálfstæðis­flokkurinn er að ná skv. skoðanakönnunum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ. Staða flokksins er sterk í þessum bæjarfélögum gagnstætt því sem er í Reykjavík. Í því felst að eitthvað hefur verið gert rétt af hálfu forystumanna flokksins á þessum stöðum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS