« 29. nóvember |
■ 30. nóvember 2013 |
» 1. desember |
Cameron kvartar undan framgöngu Brusselmanna
David Cameron forsætisráðherra Breta, segir að viðbrögð embættismanna ESB við grein hans í The Financial Times fimmtudaginn 28. nóvember um takmörkun á rétti innflytjenda til atvinnuleysisbóta og fleira hafi verið „algjörlega óviðeigandi“. Embættismenn án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum eigi ekki ...
Mótmæli eru áfram í Kíev, höfuðborg Úkraínu, laugardaginn 30. nóvember gegn stjórn landsins og þó sérstaklega Viktor Janúkóvisj forseta fyrir að hafna samstarfs- og viðskiptasamningi á fundi með leiðtogum ESB-ríkja í Vilníus föstudaginn 29. nóvember. Oleh Kotsjuba, doktorsnemi í slavneskum tungumál...
Úkraína í morgun: Táragas og höggprengjur til að dreifa mótmælendum
Óeirðalögregla í Kiev í Úkraínu notaði í morgun táragas, höggsprengjur o.fl. til að dreifa hópi um 400 mótmælenda, sem kröfðust afsagnar Yanukovych, forseta landsins. Lögreglan handtók nokkra úr hópnum. Mótmælendur segja að nokkrir úr þeirra hópi hafi særst. Um var að ræða þá sem eftir voru af um tí...
Pétursborg: Síðasta Grænfriðungnum sleppt gegn tryggingu
Þeim síðasta úr hópi Grænfriðunganna, sem handteknir voru um borð í Arctic Sunrise í september sl. í norðurhöfum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu í Pétursborg að því er fram kemur í fréttum Moscow News. Um er að ræða Ástralíumanninn Colin Russel. Kona hans og dóttir eru nú á leið til Rússlands.
Svíþjóð: Stöðnun framundan í efnahagsmálum?
Horfur í efnahagsmálum Svía eru óvissar. Hagvöxtur á þriðja fjórðungi þessa árs var aðeins 0,1%. Útflutningur minnkaði um 1,6% og innflutningur minnkaði um 2,2%. Sérfræðingur sem Svíþjóðarútgáfa vefmiðilsins TheLocal vitnar til telur að sænski seðlabankinn muni lækka stýrivexti úr 1% í 0,75%.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu eykst enn
Atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri á evrusvæðinu jókst enn í október og er komið í 24,4% á svæðinu öllu en er langtum meira í Suður-Evrópu.
Frakkar höfnuðu stefnu Össurar
Dagbók Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um árið 2012, árið sem hann taldi öruggt að niðurstaða fengist í ESB-aðildarviðræðum Íslendinga og Brusselmanna sýnir að hann mat stöðuna alrangt og gerði sér mun meiri vonir um velvild af hálfu Evrópusambandsins en raunhæft var.
Sjálfstæðisflokkur: Sterk staða í þremur bæjarfélögum vekur athygli
Það er ástæða til að veita athygli þeim árangri sem Sjálfstæðisflokkurinn er að ná skv. skoðanakönnunum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ. Staða flokksins er sterk í þessum bæjarfélögum gagnstætt því sem er í Reykjavík. Í því felst að eitthvað hefur verið gert rétt af hálfu forystumanna flokksins á þessum stöðum.