« 1. desember |
■ 2. desember 2013 |
» 3. desember |
Míkola Azarov, forsætisráðherra Úkraínu, líkti mótmælum til stuðnings samstarfi við ESB við valdarán, hann sagði þau ólögleg og „stjórnlaus“. Tugir þúsunda manna eru í miðborg Kiev. Fólkið hefur lagt undir sig ráðhús borgarinnar og lokar aðgangi að stjórnarskrifstofum. Á ráðhúsið hefur verið málað s...
Amazon ætlar að nota dróna til afhenda smápakka innan 30 mínútna frá pöntun
Amazon-smásölufyrirtækið í Bandaríkjunum hefur boðað að það ætli að nota smá-dróna til að flytja smápakka til viðskiptavina innan 30 mínútna frá því að pöntun berst á netinu. Þótt þetta þyki eins og framtíðardraumur kunni hann að verða að veruleika eftir fjögur til fimm ár.
Frakkland: Bann við verslun á sunnudögum með fleiri undantekningum en áður
Lengi hefur verið til umræðu hvort verslanir megi vera opnar í Frakklandi á sunnudögum.
Svíþjóð: Minnkandi stuðningur við ríkisstjórn Renfeldts
Ný skoðanakönnun í Svíþjóð, sem birt var um helgina sýnir að ríkisstjórn Fredrik Renfeldt nýtur nú stuðnings minna en helmings kjósenda eða um 47%. Þetta er í fyrsta sinn frá því ríkisstjórnin tók við 2008 sem stuðningur við hana mælist minni en 50%. Sama könnun sýnir verulegan stuðning við rauð-gr...
Þýzkaland: Helmingur ráðherra SPD verða konur
Helmingur ráðherra jafnaðarmanna í nýrri ríkisstjórn Þýzkalands verða konur. Þetta kom fram í viðtali Bild am Sonntag við Sigmar Gabríel, leiðtoga SPD í gær. Hann benti á að í fyrsta sinn í 150 ára sögu flokksins væru nú fleiri konur en karlar í forystusveit flokksins.
Grikkland: Fjölmenn mótmæli Gullinnar Dögunar-„Okkar tími mun koma“
Þúsundir stuðningsmanna Gullinnar Dögunar, nýfasistaflokksins í Grikklandi, komu saman í gær fyrir utan þinghúsið, veifuðu grískum fánum og kröfðust þess að leiðtogi þeirra Nikos Michaloliakis yrði leystur úr haldi en hann situr í gæsluvarðhaldi. Auk fánanna héldu þeir á logandi blysum. Mótmælendur hrópuðu: Okkar tími mun koma.
Kiev: Mótmælendur loka aðgangi að stjórnarbyggingum
Mótmælendur í Kiev, höfuðborg Úkraínu lokuðu í morgun aðgangi að stjórnarbyggingum.
Hugarfarslega eiga Evrópuríkin langt í land
Ólík afstaða fólks í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins til þeirra samtaka, sem fram kemur í könnun, sem brezka sunnudagsblaðið The Observer sagði frá í gær er athyglisverð en kemur ekki á óvart. Í þeirri könnun kom fram að um 42% Breta hafa neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins en að 62% Pólverja hafa jákvæða afstöðu. Þessi afstaða Pólverja er skiljanleg.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa átt erfitt með að fóta sig á tillögum ríkisstjórnarinnar um lausn á skuldavanda heimilanna um helgina. Verst hefur það gengið hjá Árna Páli Árnasyni, sem hefur dottið í þann pytt að gera stjórnarflokkunum upp fyrirætlanir, sem hann svo segir að þeir hafi ekki staðið við.