Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Sunnudagurinn 22. desember 2013

«
21. desember

22. desember 2013
»
23. desember
Fréttir

Khodorkovskíj ætlar ekki að snúa aftur til Rússlands - vill bæta mannlíf þar og stuðla að frelsun pólitískra fanga

Mikhaíl Khodorkovskíj sem var náðaður í Rússlandi fimmtudaginn 19. desember, látinn laus úr fangabúðum og kom til Berlínar daginn eftir hélt blaðamannafund í Safni um Berlínarmúrinn við hinn sögulega Checkpoint Charlie sunnudaginn 22. desember þar sem hann þakkaði öllum sem höfðu stuðlað að frelsun ...

NYT: Gagnrýnir harðlega tillögur leiðtogaráðs ESB um banka­samband - telur þær geta gert illt verra - hvetur ESB-þingið til að gera bragarbót

Bandaríska blaðið The New York Times (NYT) hefur löngum gagnrýnt ráðstafanir ESB og leiðtogaráðs þess til að ná tökum á evru skuldakreppunni.

Spánn: Aðsókn að súpueldhúsum eykst stöðugt

Aðsókn að súpueldhúsum á Spáni eykst stöðugt að sögn Spánarútgáfu evrópska vefmiðilsins TheLocal, sem byggir á rannsókn AFP-fréttastofunnar. Atvinnuleysi er mikið á Spáni og þeim fjölgar sem hafa verið atvinnulausir svo lengi að þeir fá ekki lengur greiddar atvinnuleysisbætur.

ESB: Merkel hafnar fjárstuðningi við aðgerðir Frakka í Afríku

Angela Merkel hefur hafnað óskum Frakka um að Evrópu­sambandið standi að einhverju leyti undir kostnaði við hernaðaraðgerðir Frakka í fyrrum nýlendum þeirra í Afríku. Merkel segir að ESB geti ekki fjármagnað slíkar aðgerðir þar sem ESB hafi ekki verið aðili að ákvörðunum um að leggja út í þær.

Í pottinum

Írland: Hræsni Evrópu­sambandsins og guðfeður okkar tíma

Forráðamenn Evrópu­sambandsins eru tilfinningalega særðir vegna þess hvað Írar eru vanþakklátir í þeirra garð. Þeim finnst að Írar hafi ekki þakkað þeim nægilega vel fyrir veitta aðstoð.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS