« 21. desember |
■ 22. desember 2013 |
» 23. desember |
Mikhaíl Khodorkovskíj sem var náðaður í Rússlandi fimmtudaginn 19. desember, látinn laus úr fangabúðum og kom til Berlínar daginn eftir hélt blaðamannafund í Safni um Berlínarmúrinn við hinn sögulega Checkpoint Charlie sunnudaginn 22. desember þar sem hann þakkaði öllum sem höfðu stuðlað að frelsun ...
Bandaríska blaðið The New York Times (NYT) hefur löngum gagnrýnt ráðstafanir ESB og leiðtogaráðs þess til að ná tökum á evru skuldakreppunni.
Spánn: Aðsókn að súpueldhúsum eykst stöðugt
Aðsókn að súpueldhúsum á Spáni eykst stöðugt að sögn Spánarútgáfu evrópska vefmiðilsins TheLocal, sem byggir á rannsókn AFP-fréttastofunnar. Atvinnuleysi er mikið á Spáni og þeim fjölgar sem hafa verið atvinnulausir svo lengi að þeir fá ekki lengur greiddar atvinnuleysisbætur.
ESB: Merkel hafnar fjárstuðningi við aðgerðir Frakka í Afríku
Angela Merkel hefur hafnað óskum Frakka um að Evrópusambandið standi að einhverju leyti undir kostnaði við hernaðaraðgerðir Frakka í fyrrum nýlendum þeirra í Afríku. Merkel segir að ESB geti ekki fjármagnað slíkar aðgerðir þar sem ESB hafi ekki verið aðili að ákvörðunum um að leggja út í þær.
Írland: Hræsni Evrópusambandsins og guðfeður okkar tíma
Forráðamenn Evrópusambandsins eru tilfinningalega særðir vegna þess hvað Írar eru vanþakklátir í þeirra garð. Þeim finnst að Írar hafi ekki þakkað þeim nægilega vel fyrir veitta aðstoð.