Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Laugardagurinn 28. desember 2013

«
27. desember

28. desember 2013
»
29. desember
Fréttir

Lech Walesa veitir Cameron ákúrur vegna innflytjenda­stefnu - segir að Bretar hafi hagnast af hruni kommúnismans

Lech Walesa sem bauð kommúnista­stjórn Póllands byrginn á sínum tíma og varð síðar forseti Póllands sakar David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, um „ósanngirni og skammsýni“ þegar hann boðar hertar reglur til að takmarka fjölda innflytjenda í Bretlandi.

Lykketoft í fótspor Churchills í norska stórþinginu - minnst sjálfstæðis Noregs 1814

Jafnaðarmaðurinn Mogens Lykketoft, forseti danska þjóðþingsins, verður fyrsti erlendi ræðumaðurinn í norska stórþinginu frá því að Winston Churchill talaði í þingsalnum í Osló árið 1948. Ákveðið hefur verið að Lykketoft stigi í ræðustólinn 15. maí 2014 til að minnast þess að 200 ár verða liðin frá þ...

Finnland: Ríkis­stjórnin styrkir stöðu sína en Mið­flokkurinn stærstur

Ný skoðanakönnun í Finnlandi, sem Yle-fréttastofan segir frá sýnir aukinn stuðning við ríkis­stjórn landsins. Mið­flokkurinn tapar 0,2% frá síðustu könnun en er eftir sem áður stærsti flokkurinn með 23,9% fylgi.

Leiðarar

Losa ber þjóðina úr höftum

Með myndun ríkis­stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 1. febrúar 2009 hófst rúmlega fjögurra ára stöðnunarskeið í íslensku þjóðlífi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Í stað þess að tekist yrði á við úrlausnarefni stjórnmála og efnahagsmála af skynsemd og einurð var hrundið af stað afturhalds...

Í pottinum

Fangelsisvist þeirra verður Pútín dýrkeypt

Sterkustu andstæðingar einræðisherra eru búnir til af þeim sjálfum. Hvítu mennirnir í Suður-Afríku „bjuggu til“ Nelson Mandela með framferði sínu. Pútín, forseti Rússlands er einræðisherra í raun, þótt hann hafi komizt til valda í almennum kosningum. Það gerði Adolf Hitler líka. Pútín er búinn að búa til sterka andófsmenn í Rússlandi, sem mikið mun heyrast í næstu árin.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS